Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hæðist að hugmyndum um gjaldfrjálsar tannlækningar og segir þær „plebbaskap“

Brynj­ar Ní­els­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, gef­ur lít­ið fyr­ir áform Pírata um að fólki verði gert kleift að leita til tann­lækna og sál­fræð­inga óháð efna­hag. „Skyldu vera til Ólymp­íu­leik­ar í pop­ul­isma og plebba­skap?“ spyr hann.

Hæðist að hugmyndum um gjaldfrjálsar tannlækningar og segir þær „plebbaskap“

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hæðist að hugmyndum Pírata um að tannlækningar og sálfræðiþjónusta verði niðurgreidd fyrir alla landsmenn með sama hætti og gildir um aðra heilbrigðisþjónustu. Telur hann slíkar hugmyndir plebbalegar og til marks um popúlisma.

Þetta kemur fram í færslu sem Brynjar birti á Facebook í kvöld. „Ég hef þjáðst af kvíða og depurð auk þess allar tennur eru skakkar og illa hirtar. Mér skilst að allt verði þetta lagað á næsta kjörtímabili í boði Pírata og skattgreiðenda,“ skrifar Brynjar. „Vegna yfirþyngdar okkar bræðranna höfum við þurft mikið að leita til fótaaðgerðafræðinga til að skafa af okkur líkþornin. Skil ekkert í Pírötum að gera þetta ekki gjaldfrítt líka. Skyldu vera til Ólympíuleikar í populisma og plebbaskap?“

Píratar samþykktu ályktun í kosningakerfi sínu í dag um að tannlækningar verði felldar inn í almennan hluta sjúkratrygginga á Íslandi. Byggir ályktunin á þeirri forsendu að tryggja þurfi greiðan aðgang að tannlækningum líkt og gildir um aðra heilbrigðisþjónustu. Fjárhagur fólks megi ekki vera fyrirstaða gegn því að fólk geti viðhaldið tannheilsu sinni. „Með það að leiðarljósi skulu tannlækningar vera hluti af almennri heilbrigðisþjónustu og niðurgreiddar fyrir alla landsmenn með sama hætti og önnur heilbrigðisþjónusta,“ segir í ályktuninni.

Áður hefur flokkurinn samþykkt tillögu um gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu. Um er að ræða aðgerðir sem samtals gætu krafist ríkisútgjalda upp á hátt í annan tug milljarða. Hafa fulltrúar Píratar bent á að ef ríkissjóður taki til sín í auknum mæli þá auðlindarentu sem skapast í sjávarútvegi, svo sem með uppboði aflaheimilda, geti líklega enn meiri fjármunir runnið í ríkissjóð og staðið undir kostnaði við aukna niðurgreiðslu heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár