Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hæðist að hugmyndum um gjaldfrjálsar tannlækningar og segir þær „plebbaskap“

Brynj­ar Ní­els­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, gef­ur lít­ið fyr­ir áform Pírata um að fólki verði gert kleift að leita til tann­lækna og sál­fræð­inga óháð efna­hag. „Skyldu vera til Ólymp­íu­leik­ar í pop­ul­isma og plebba­skap?“ spyr hann.

Hæðist að hugmyndum um gjaldfrjálsar tannlækningar og segir þær „plebbaskap“

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hæðist að hugmyndum Pírata um að tannlækningar og sálfræðiþjónusta verði niðurgreidd fyrir alla landsmenn með sama hætti og gildir um aðra heilbrigðisþjónustu. Telur hann slíkar hugmyndir plebbalegar og til marks um popúlisma.

Þetta kemur fram í færslu sem Brynjar birti á Facebook í kvöld. „Ég hef þjáðst af kvíða og depurð auk þess allar tennur eru skakkar og illa hirtar. Mér skilst að allt verði þetta lagað á næsta kjörtímabili í boði Pírata og skattgreiðenda,“ skrifar Brynjar. „Vegna yfirþyngdar okkar bræðranna höfum við þurft mikið að leita til fótaaðgerðafræðinga til að skafa af okkur líkþornin. Skil ekkert í Pírötum að gera þetta ekki gjaldfrítt líka. Skyldu vera til Ólympíuleikar í populisma og plebbaskap?“

Píratar samþykktu ályktun í kosningakerfi sínu í dag um að tannlækningar verði felldar inn í almennan hluta sjúkratrygginga á Íslandi. Byggir ályktunin á þeirri forsendu að tryggja þurfi greiðan aðgang að tannlækningum líkt og gildir um aðra heilbrigðisþjónustu. Fjárhagur fólks megi ekki vera fyrirstaða gegn því að fólk geti viðhaldið tannheilsu sinni. „Með það að leiðarljósi skulu tannlækningar vera hluti af almennri heilbrigðisþjónustu og niðurgreiddar fyrir alla landsmenn með sama hætti og önnur heilbrigðisþjónusta,“ segir í ályktuninni.

Áður hefur flokkurinn samþykkt tillögu um gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu. Um er að ræða aðgerðir sem samtals gætu krafist ríkisútgjalda upp á hátt í annan tug milljarða. Hafa fulltrúar Píratar bent á að ef ríkissjóður taki til sín í auknum mæli þá auðlindarentu sem skapast í sjávarútvegi, svo sem með uppboði aflaheimilda, geti líklega enn meiri fjármunir runnið í ríkissjóð og staðið undir kostnaði við aukna niðurgreiðslu heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár