Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fór lofsamlegum orðum um Margréti Thatcher og David Cameron, fyrrverandi og núverandi forsætisráðherra Bretlands og formenn Breska Íhaldsflokksins, á Alþingi í dag þegar rætt var um losun gjaldeyrishafta, bjartari horfur í ríkisfjármálum og áform ríkisstjórnarinnar um skattalækkanir.
„Menn kvarta undan því að nefndir séu möguleikar á skattalækkunum í framtíðinni, sem er nokkuð merkilegt vegna þess að skattalækkanir eru ekkert annað en það að létta byrðum af heimilunum í landinu,“ sagði Bjarni og bætti við: „Það er ótrúlegt hversu margir virðast seigir í baráttu sinni gegn slíkri stefnu. Það er alveg ótrúlegt. Að létta sköttum af fólki er að gera fólki betur kleift að ná endum saman, það er nú bara svo einfalt. Leyfa fólki að halda hærra hlutfalli af sjálfsaflafé sínu, er það glæpur?“
Athugasemdir