Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Gunnlaugur segir að Katrín sé „bara sæt og prúð“

Gunn­laug­ur Sig­munds­son, fað­ir frá­far­andi for­sæt­is­ráð­herra og fyrr­ver­andi þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ir í við­tali að far­ið hafi ver­ið illa með son hans og ger­ir lít­ið úr leið­tog­um stjórn­ar­and­stöð­unn­ar.

Gunnlaugur segir að Katrín sé „bara sæt og prúð“
Faðir forsætisráðherra Gunnlaugur Sigmundsson á miklar eignir sem farið hafa í gegnum skattaskjólið Tortóla. Mynd: Alþingi

Gunnlaugur Sigmundsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og faðir fráfarandi forsætisráðherra, gerir lítið úr stjórnarandstöðunni í viðtali við DV í kvöld.

Katrín Jakobsdóttir
Katrín Jakobsdóttir Gunnlaugur Sigmundsson gerir lítið úr Katrínu í viðtali við DV.

Gunnlaugur segir að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, sé „bara sæt og prúð“. „Ég nenni nú ekki að eyða orðum á hana Birgittu og Katrín hjá VG er bara sæt og prúð en það er ljóst að Árni Páll vill kosningar til að bjarga sínu skinni sem formaður Samfylkingarinnar. Ef það verða kosningar í maí nennir enginn að fara fram gegn honum í formannskjöri þar.“

Hefur rík tengsl við skattaskjól

Gunnlaugur hefur sjálfur fengið hundruð milljóna króna frá óljósum félögum í skattaskjólinu Tortóla. Eins og Stundin hefur greint frá fékk félag hans í Lúxemborg fjármögnun upp á 250 milljónir króna. Hann var nýhættur á Alþingi þegar félagið var stofnað. 

Sigmundur, sonur hans, hefur þurft að segja af sér í kjölfar þess að hann stofnaði félag á Tortóla, sem gerði kröfur í slitabú íslensku bankanna, og sagði síðan ósatt um aðkomu sína að því.

Gunnlaugur segir að Sigmundur hafi ekki átt félagið sem stofnað var í nafni Sigmundar og sem Sigmundur hafði prókúru fyrir til ársins 2010, án þess að skrá hagsmuni sína eins og vera bar. „Maðurinn átti ekki þetta félag. Konan hans átti það og átti það ein. Sigmundur er fertugur maður sem á ekki neitt. Fólk skilur það ekki. Konan hans á eignir en hann á ekki eignirnar. Þetta getur fólk ekki skilið.“

„Ósáttur við hvernig komið hefur verið fram við son minn“

Gunnlaugur er ekki spurður út í tengsl sín við skattaskjól í viðtalinu við DV. Í viðtalinu segir: 

„Gunnlaugur segir að fjölskyldan hafi ekki orðið fyrir neinu neikvæðu áreiti vegna málsins. Hins vegar hafi margir fjölskyldumeðlimir tekið umræðuna um Sigmund mjög inn á sig. Gunnlaugur sagði brattur og kátur að lokum:

„Ég hef hins vegar marga fjöruna sopið og tek þetta ekki nærri mér. Ég er mjög ósáttur við hvernig komið hefur verið fram við son minn en hins vegar mjög ánægður með hvernig spilast hefur úr stöðunni í dag.““

Þegar blaðamaður Stundarinnar hringdi í hann á dögunum til að spyrja hann út í aflandsfélögin var skellt á með orðunum: „Nei, takk.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár