Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Gunnlaugur segir að Katrín sé „bara sæt og prúð“

Gunn­laug­ur Sig­munds­son, fað­ir frá­far­andi for­sæt­is­ráð­herra og fyrr­ver­andi þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ir í við­tali að far­ið hafi ver­ið illa með son hans og ger­ir lít­ið úr leið­tog­um stjórn­ar­and­stöð­unn­ar.

Gunnlaugur segir að Katrín sé „bara sæt og prúð“
Faðir forsætisráðherra Gunnlaugur Sigmundsson á miklar eignir sem farið hafa í gegnum skattaskjólið Tortóla. Mynd: Alþingi

Gunnlaugur Sigmundsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og faðir fráfarandi forsætisráðherra, gerir lítið úr stjórnarandstöðunni í viðtali við DV í kvöld.

Katrín Jakobsdóttir
Katrín Jakobsdóttir Gunnlaugur Sigmundsson gerir lítið úr Katrínu í viðtali við DV.

Gunnlaugur segir að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, sé „bara sæt og prúð“. „Ég nenni nú ekki að eyða orðum á hana Birgittu og Katrín hjá VG er bara sæt og prúð en það er ljóst að Árni Páll vill kosningar til að bjarga sínu skinni sem formaður Samfylkingarinnar. Ef það verða kosningar í maí nennir enginn að fara fram gegn honum í formannskjöri þar.“

Hefur rík tengsl við skattaskjól

Gunnlaugur hefur sjálfur fengið hundruð milljóna króna frá óljósum félögum í skattaskjólinu Tortóla. Eins og Stundin hefur greint frá fékk félag hans í Lúxemborg fjármögnun upp á 250 milljónir króna. Hann var nýhættur á Alþingi þegar félagið var stofnað. 

Sigmundur, sonur hans, hefur þurft að segja af sér í kjölfar þess að hann stofnaði félag á Tortóla, sem gerði kröfur í slitabú íslensku bankanna, og sagði síðan ósatt um aðkomu sína að því.

Gunnlaugur segir að Sigmundur hafi ekki átt félagið sem stofnað var í nafni Sigmundar og sem Sigmundur hafði prókúru fyrir til ársins 2010, án þess að skrá hagsmuni sína eins og vera bar. „Maðurinn átti ekki þetta félag. Konan hans átti það og átti það ein. Sigmundur er fertugur maður sem á ekki neitt. Fólk skilur það ekki. Konan hans á eignir en hann á ekki eignirnar. Þetta getur fólk ekki skilið.“

„Ósáttur við hvernig komið hefur verið fram við son minn“

Gunnlaugur er ekki spurður út í tengsl sín við skattaskjól í viðtalinu við DV. Í viðtalinu segir: 

„Gunnlaugur segir að fjölskyldan hafi ekki orðið fyrir neinu neikvæðu áreiti vegna málsins. Hins vegar hafi margir fjölskyldumeðlimir tekið umræðuna um Sigmund mjög inn á sig. Gunnlaugur sagði brattur og kátur að lokum:

„Ég hef hins vegar marga fjöruna sopið og tek þetta ekki nærri mér. Ég er mjög ósáttur við hvernig komið hefur verið fram við son minn en hins vegar mjög ánægður með hvernig spilast hefur úr stöðunni í dag.““

Þegar blaðamaður Stundarinnar hringdi í hann á dögunum til að spyrja hann út í aflandsfélögin var skellt á með orðunum: „Nei, takk.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
6
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu