Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Gunnlaugur segir að Katrín sé „bara sæt og prúð“

Gunn­laug­ur Sig­munds­son, fað­ir frá­far­andi for­sæt­is­ráð­herra og fyrr­ver­andi þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ir í við­tali að far­ið hafi ver­ið illa með son hans og ger­ir lít­ið úr leið­tog­um stjórn­ar­and­stöð­unn­ar.

Gunnlaugur segir að Katrín sé „bara sæt og prúð“
Faðir forsætisráðherra Gunnlaugur Sigmundsson á miklar eignir sem farið hafa í gegnum skattaskjólið Tortóla. Mynd: Alþingi

Gunnlaugur Sigmundsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og faðir fráfarandi forsætisráðherra, gerir lítið úr stjórnarandstöðunni í viðtali við DV í kvöld.

Katrín Jakobsdóttir
Katrín Jakobsdóttir Gunnlaugur Sigmundsson gerir lítið úr Katrínu í viðtali við DV.

Gunnlaugur segir að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, sé „bara sæt og prúð“. „Ég nenni nú ekki að eyða orðum á hana Birgittu og Katrín hjá VG er bara sæt og prúð en það er ljóst að Árni Páll vill kosningar til að bjarga sínu skinni sem formaður Samfylkingarinnar. Ef það verða kosningar í maí nennir enginn að fara fram gegn honum í formannskjöri þar.“

Hefur rík tengsl við skattaskjól

Gunnlaugur hefur sjálfur fengið hundruð milljóna króna frá óljósum félögum í skattaskjólinu Tortóla. Eins og Stundin hefur greint frá fékk félag hans í Lúxemborg fjármögnun upp á 250 milljónir króna. Hann var nýhættur á Alþingi þegar félagið var stofnað. 

Sigmundur, sonur hans, hefur þurft að segja af sér í kjölfar þess að hann stofnaði félag á Tortóla, sem gerði kröfur í slitabú íslensku bankanna, og sagði síðan ósatt um aðkomu sína að því.

Gunnlaugur segir að Sigmundur hafi ekki átt félagið sem stofnað var í nafni Sigmundar og sem Sigmundur hafði prókúru fyrir til ársins 2010, án þess að skrá hagsmuni sína eins og vera bar. „Maðurinn átti ekki þetta félag. Konan hans átti það og átti það ein. Sigmundur er fertugur maður sem á ekki neitt. Fólk skilur það ekki. Konan hans á eignir en hann á ekki eignirnar. Þetta getur fólk ekki skilið.“

„Ósáttur við hvernig komið hefur verið fram við son minn“

Gunnlaugur er ekki spurður út í tengsl sín við skattaskjól í viðtalinu við DV. Í viðtalinu segir: 

„Gunnlaugur segir að fjölskyldan hafi ekki orðið fyrir neinu neikvæðu áreiti vegna málsins. Hins vegar hafi margir fjölskyldumeðlimir tekið umræðuna um Sigmund mjög inn á sig. Gunnlaugur sagði brattur og kátur að lokum:

„Ég hef hins vegar marga fjöruna sopið og tek þetta ekki nærri mér. Ég er mjög ósáttur við hvernig komið hefur verið fram við son minn en hins vegar mjög ánægður með hvernig spilast hefur úr stöðunni í dag.““

Þegar blaðamaður Stundarinnar hringdi í hann á dögunum til að spyrja hann út í aflandsfélögin var skellt á með orðunum: „Nei, takk.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
1
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár