Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Gunnar Hrafn: „Þeir eru að leika sér með mannslíf hérna“

Gunn­ar Hrafn Jóns­son, þing­mað­ur Pírata, var harð­orð­ur í garð Ótt­ars Proppé heil­brigð­is­ráð­herra á Al­þingi í dag þeg­ar hann gagn­rýndi rík­is­stjórn­ina fyr­ir áhersl­ur sín­ar í geð­heil­brigð­is­mál­um. Vel­ferð­ar­ráðu­neyt­ið skar ný­ver­ið nið­ur fram­lög til Hug­arafls um 80 pró­sent.

Gunnar Hrafn: „Þeir eru að leika sér með mannslíf hérna“
Gunnar Hrafn segir ákvörðun ríkisstjórnarinnar eins og blauta tusku í andlitið. Mynd: Heiða Helgadóttir

Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra harðlega á Alþingi í dag fyrir að skerða fjárframlög til samtakanna Hugarafls. Hann sagðist sjálfur hafa nýtt sér þjónustu Hugarafls og að hann væri ekki viss um hvort hann stæði hér í dag ef þeirra nyti ekki við. Gunnar Hrafn hefur verið mjög opinskár um sín veikindi og sagði meðal annars frá þeim í viðtali á Stundinni

Gunnar Hrafn byrjaði ræðuna sína á því afsaka sig, hann þyrfti að skreppa út úr húsi klukkan tvö, af brýnni nauðsyn, til þess að mótmæla fyrir utan velferðarráðuneytið. „Það eru mótmæli af því að nú þegar er farið að bera á því að ríkisstjórnin sé að svíkja þau loforð og þau fyrirheit sem hún gaf um að bregðast við því neyðarástandi sem ríkir í málum fólks með geðraskanir á Íslandi,“ sagði hann. 

„Þetta er algjör svívirða.“ 

Gunnar Hrafn sagðist sjálfur þekkja það af eigin raun að búið sé að marglofa fjölbreyttari og hagkvæmari úrræðum sem eigi að nýtast sem flestum. „Nú fáum við það sem blauta tusku í andlitið að hæstvirtur heilbrigðisráðherra, Óttarr Proppé, ætlar að skaffa samtökunum Hugarafli, sem hafa unnið áralangt og gott starf — meðal annars aðstoðað mig, ég veit ekki hvort ég stæði hér í dag ef þeirra nyti ekki við — rétt rúm mánaðarlaun þingmanns til að sinna sínum tæplega 200 skjólstæðingum út heilt ár. Ég er satt að segja brjálaður yfir þessu. Þau rétt skrimtu í gegnum síðasta ár með átta milljónir, nú á að bjóða þeim 1,5 milljónir til að vinna sitt starf. Það þýðir bara að starfsemin leggst í raun og veru af.“

Þá krafðist hann þess að menn gerðu sér grein fyrir því að þeir væru að leika sér með mannslíf hérna. „Það eru engin önnur úrræði fyrir þetta fólk, það eru engin önnur úrræði sem eru ódýrari. Þetta er ódýrasta úrræðið sem við höfum, annars endar þetta fólk inni í heilbrigðiskerfinu, sem er margfalt dýrara. Ég krefst þess að við fáum í staðinn árslaun þingmanns, 13 milljónir, til að reka þetta úrræði í ár og helst eitthvað meira á næsta ári. Þetta er algjör svívirða,“ sagði Gunnar Hrafn. 

Vanvirðing við einstaklinga með geðraskanir

Hugarafl sendi þingmönnum bréf þann 30. mars síðastliðinn þar sem krafist var skýringa á skerðingu fjárframlaga til samtakanna. „Með núverandi framlagi velferðarráðuneytis er hér verið að skerða framlög ráðuneytisins til Hugarafls um 80 prósent frá fyrra ári og krefst það skýringa. Hvaða skilaboð eru gefin hér samtökum sem sinna gríðarlega stóru hlutverki í íslensku geðheilbrigðiskerfi? Hvernig er hér komið fram við einstaklinga með geðraskanir? Hugarafl er stærsta úrræðið fyrir geðsjúka utan stofnana á Íslandi og sækja 177 manns þjónustu mánaðarlega. Hugarafl hefur sérhæft sig í valdeflingu og batamódeli og verið brautryðjandi í íslensku geðheilbrigðiskerfi í þekkingu og reynslu á því sviði,“ segir meðal annars í bréfi samtakanna. 

„Samtal þarf að eiga sér stað nú þegar.“

Þá segir að Hugaraflsmenn líti á útspil stjórnvalda sem verulega vanvirðingu við einstaklinga sem glíma við geðraskanir. „Samkvæmt áformum nýrrar ríkisstjórnar í þessum málaflokki stendur til að efla þjónustu við þennan hóp. Að því sögðu eru viðbrögð stjórnvalda gagnvart Hugarafli til skammar og verður á engan hátt við unað. Samtal þarf að eiga sér stað nú þegar og hér með er óskað eftir því við alla þá þingmenn og ráðherra sem láta sig málaflokkinn varða með sjálfsögð mannréttindi og virðingu að leiðarljósi.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
3
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár