Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Gunnar Hrafn: „Þeir eru að leika sér með mannslíf hérna“

Gunn­ar Hrafn Jóns­son, þing­mað­ur Pírata, var harð­orð­ur í garð Ótt­ars Proppé heil­brigð­is­ráð­herra á Al­þingi í dag þeg­ar hann gagn­rýndi rík­is­stjórn­ina fyr­ir áhersl­ur sín­ar í geð­heil­brigð­is­mál­um. Vel­ferð­ar­ráðu­neyt­ið skar ný­ver­ið nið­ur fram­lög til Hug­arafls um 80 pró­sent.

Gunnar Hrafn: „Þeir eru að leika sér með mannslíf hérna“
Gunnar Hrafn segir ákvörðun ríkisstjórnarinnar eins og blauta tusku í andlitið. Mynd: Heiða Helgadóttir

Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra harðlega á Alþingi í dag fyrir að skerða fjárframlög til samtakanna Hugarafls. Hann sagðist sjálfur hafa nýtt sér þjónustu Hugarafls og að hann væri ekki viss um hvort hann stæði hér í dag ef þeirra nyti ekki við. Gunnar Hrafn hefur verið mjög opinskár um sín veikindi og sagði meðal annars frá þeim í viðtali á Stundinni

Gunnar Hrafn byrjaði ræðuna sína á því afsaka sig, hann þyrfti að skreppa út úr húsi klukkan tvö, af brýnni nauðsyn, til þess að mótmæla fyrir utan velferðarráðuneytið. „Það eru mótmæli af því að nú þegar er farið að bera á því að ríkisstjórnin sé að svíkja þau loforð og þau fyrirheit sem hún gaf um að bregðast við því neyðarástandi sem ríkir í málum fólks með geðraskanir á Íslandi,“ sagði hann. 

„Þetta er algjör svívirða.“ 

Gunnar Hrafn sagðist sjálfur þekkja það af eigin raun að búið sé að marglofa fjölbreyttari og hagkvæmari úrræðum sem eigi að nýtast sem flestum. „Nú fáum við það sem blauta tusku í andlitið að hæstvirtur heilbrigðisráðherra, Óttarr Proppé, ætlar að skaffa samtökunum Hugarafli, sem hafa unnið áralangt og gott starf — meðal annars aðstoðað mig, ég veit ekki hvort ég stæði hér í dag ef þeirra nyti ekki við — rétt rúm mánaðarlaun þingmanns til að sinna sínum tæplega 200 skjólstæðingum út heilt ár. Ég er satt að segja brjálaður yfir þessu. Þau rétt skrimtu í gegnum síðasta ár með átta milljónir, nú á að bjóða þeim 1,5 milljónir til að vinna sitt starf. Það þýðir bara að starfsemin leggst í raun og veru af.“

Þá krafðist hann þess að menn gerðu sér grein fyrir því að þeir væru að leika sér með mannslíf hérna. „Það eru engin önnur úrræði fyrir þetta fólk, það eru engin önnur úrræði sem eru ódýrari. Þetta er ódýrasta úrræðið sem við höfum, annars endar þetta fólk inni í heilbrigðiskerfinu, sem er margfalt dýrara. Ég krefst þess að við fáum í staðinn árslaun þingmanns, 13 milljónir, til að reka þetta úrræði í ár og helst eitthvað meira á næsta ári. Þetta er algjör svívirða,“ sagði Gunnar Hrafn. 

Vanvirðing við einstaklinga með geðraskanir

Hugarafl sendi þingmönnum bréf þann 30. mars síðastliðinn þar sem krafist var skýringa á skerðingu fjárframlaga til samtakanna. „Með núverandi framlagi velferðarráðuneytis er hér verið að skerða framlög ráðuneytisins til Hugarafls um 80 prósent frá fyrra ári og krefst það skýringa. Hvaða skilaboð eru gefin hér samtökum sem sinna gríðarlega stóru hlutverki í íslensku geðheilbrigðiskerfi? Hvernig er hér komið fram við einstaklinga með geðraskanir? Hugarafl er stærsta úrræðið fyrir geðsjúka utan stofnana á Íslandi og sækja 177 manns þjónustu mánaðarlega. Hugarafl hefur sérhæft sig í valdeflingu og batamódeli og verið brautryðjandi í íslensku geðheilbrigðiskerfi í þekkingu og reynslu á því sviði,“ segir meðal annars í bréfi samtakanna. 

„Samtal þarf að eiga sér stað nú þegar.“

Þá segir að Hugaraflsmenn líti á útspil stjórnvalda sem verulega vanvirðingu við einstaklinga sem glíma við geðraskanir. „Samkvæmt áformum nýrrar ríkisstjórnar í þessum málaflokki stendur til að efla þjónustu við þennan hóp. Að því sögðu eru viðbrögð stjórnvalda gagnvart Hugarafli til skammar og verður á engan hátt við unað. Samtal þarf að eiga sér stað nú þegar og hér með er óskað eftir því við alla þá þingmenn og ráðherra sem láta sig málaflokkinn varða með sjálfsögð mannréttindi og virðingu að leiðarljósi.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár