Yfir tvö þúsund fyrirtæki hafa keypt vörur af félaginu Kaupum til góðs ehf. sem lætur 10 prósent söluverðsins renna til góðgerðarmála. Dæmi er hins vegar um að verð á vörum félagsins sé tvöfalt hærra en í lágvöruverslunum.
Þeir sem kaupa kaffi hjá Kaupum til góðs ehf. hafa fullvissu um að 10% söluverðsins renni til Rauða kross Íslands. Verðið á kaffinu er hins vegar tvöfalt hærra en í Bónus. Kílóið af Kaffitársblöndu Kaupum til góðs kostar 5.050 krónur og má gera ráð fyrir því að um 500 krónur renni þar af til Rauða krossins. Kílóið af sambærilegu kaffi, kvöldroða frá Kaffitári, kostar tæplega 2.500 krónur í Bónus.
Athugasemdir