1. Gakktu í hópi
Lykillinn að því að leggjast í útivist í þeim tilgangi að ná betri heilsu er að taka skrefið sem allra fyrst. Til að tryggja úthald til lengri tíma er gott að koma sér í gönguhóp sem hentar viðkomandi. Hjá Ferðafélagi Íslands eru hópar sem henta flestum. Bakveikir og þungir eiga þess kost að ganga í þannig hópa. Fólk með meðalgetu á að geta tekið þátt í 52ja fjalla verkefninu þar sem gengið er á fjall einu sinni í viku. Félagslegi þátturinn er mikilvægur líkt og fjárfestingin. Hvorutveggja er líklegt til að tryggja úthald.
2. Góðir skór
Lykilatriði við fjallgöngur er að vera í góðum skóm. Allar betri útivistarbúðir gefa góð ráð í þeim efnum. Yfirleitt fylgist að verð og gæði. Vandaðir hálfstífir gönguskór kosta á bilinu 40 til 80 þúsund krónur. Gott er að eiga léttari skó til að …
Athugasemdir