Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Gilbert hryggbrotinn eftir árásina við Smáralind

Fjöldi manna réðst á Gil­bert Sig­urðs­son fyr­ir ut­an versl­un­ar­mið­stöð­ina í gær. Hann seg­ir að rönt­gen­mynda­taka hafi leitt í ljós tvö bein­brot. Gil­bert seg­ir að Hilm­ar Leifs­son og son­ur hans hafi ver­ið hvata­menn árás­ar­inn­ar, en Hilm­ar hef­ur aðra sögu að segja.

Gilbert hryggbrotinn eftir árásina við Smáralind
Hilmar Leifsson Sævar Örn er sonur Hilmars Leifssonar sem réðst á Gilbert fyrir utan Laugar síðasta sumar. Mynd: Pressphotos/Geirix

Gilbert Sigurðsson er með brot á einum hryggjarlið og annað brot á fæti eftir hrottalega árás fyrir utan Smáralind í gær. Í samtali við Stundina segir Gilbert beinbrotin hafa komið í ljós við röntgenmyndatöku á Landsspítalanum. Hann hefur kært málið til lögreglu. Gilbert segir árásarmenn hafa verið sjö talsins en ekki fimm líkt og kom fram í frétt DV í gær.

Mennirnir réðust á Gilbert með ýmsum bareflum svo sem hafnaboltakylfu og stálröri rétt fyrir fimmleytið í gær. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns er einn grunaðra árásarmanna í haldi lögreglu. Hann segir að rannsókna málsins sé á frumstigi.

Að sögn Gilberts var forsprakki árásarinnar Sævar Örn Hilmarsson, sonur Hilmars Leifssonar, en Gilbert hefur áður kært Sævar fyrir morðhótun. Hilmar hefur átt í deilum við Gilbert um nokkurt skeið og réðst Hilmar sjálfur á Gilbert fyrir utan Laugar síðasta sumar. Hilmar var háttsettur í glæpasamtökunum Hells Angels um skeið. Gilbert segir Hilmar standa að baki nýjustu árásinni.

„Nú kemur hann og ætlar að klára leikinn.“

„Þessi sami maður hótaði mér morðhótun. Nú kemur hann og ætlar að klára leikinn. Þetta endar með þessu. Ég hélt uppi vörnum en þetta endaði með því að ég er hryggbrotinn,“ segir Gilbert.

Hilmar neitar aðkomu

Stundin náði tali af Hilmari Leifssyni og vísar hann frásögn Gilberts á bug. Hann segist ekki hafa haft neina aðkomu að málinu. „Þetta byrjar á því að Gilbert fer og skilur bílinn sinn eftir í gangi fyrir utan og fer inn til að berja tvítugan dreng. Hann lemur þann strák. Í framhaldi af því er hringt og vinir hans koma á staðinn. Sævar var með í því en það voru tveir menn sem lentu í átökum við hann Gilbert. Hinir stóðu hjá og Sævar minn stóð hjá og gerði ekki neitt,“ segir Hilmar Leifsson. Líkt og fyrr segir stangast þessi lýsing á við lýsingu Gilberts. 

Hótanir frá Litla-Hrauni

Líkt og fyrr segir hefur Gilbert áður kært Sævar Örn fyrir hótun og fjallaði Stundin um það í júlímánuði. Hótanirnar bárust í gegnum Facebook í mars og apríl í fyrra. Þegar skilaboðin voru send var Sævar Örn í afplánun á Litla-Hrauni.

Stundin hefur undir höndum afrit af skilaboðunum sem voru kærð til lögreglu. Í fyrri skilaboðunum segir: „Þú er nú meiri fokkkking ræfillinn sökkerpunsar 60 kall og hleypur í burtu eins og fokkking hræ í öðrum skónum þettaa er fokkking pabbi ég skal fokkking slatra þer fríkið þótt ég þurfi að eyða restinni af æviinnni herna innni ég fokkkking slatra þér fokkkking kryppplingurinn þiinnn það er fokkking loforð.“

Þegar talað er um „sökkerpuns“ vísar Sævar í atvik sem átti sér stað á Kaffi Mílanó í fyrra, þar sem slagsmál brutust út á milli Gilberts og Hilmars.

Í seinni skilaboðunum er maðurinn varaður við aðgerðum gegn Hilmari: „Þú reðst a pabba minn af engri helvitis astæðu ef þið eruð að plana eh gegn pabba minum drep eg ykkur alla og þig fyrst ekki vera svona heimskur af engri astæðu nóg að okkur lenti saman en þetta er komið gott hvað a pabbi minn sem er 60 að nenna að þurfa standa í svona kjæftæði hann er með fjölskyldu en eg lofa þer því [...] eg er svo mikill pabba strakur að eg hugsa mig ekki tvisar um 16 ara dom fyrir hann svo þú vitir það bara látttu þetta kjurt ligggja.“

Skammbyssa, sterar og exi

Sævar er 22 ára, en þrátt fyrir ungan aldur er hann með marga dóma á bakinu. Í maí í fyrra var hann dæmdur í 16 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás, þjófnað og fjölmörg umferðarlagabrot.

Í dómnum kemur fram að umtalsvert magn ólöglegs varnings var gerður upptækur á bæði heimili hans og í bifreið hans. Þar má nefna úðavopn og slöngubyssu, haglabyssu, loftbyssu, skammbyssu, eftirlíkingu af skammbyssu, raflostbyssu og skotfæri, sem ekki voru geymd í aðskildum læstum hirslum, hnúajárn, exi, hníf með 18 cm löngu blaði, 3 hafnaboltakylfur, kylfu sem ekki var ætluð til íþróttaiðkunar, stunguhníf, anabólíska sterar, kannabislauf og 0,10 g af amfetamíni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár