Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Gera grín að ræðu Gunnars Braga

Net­verj­ar gagn­rýna rík­is­stjórn­ina und­ir myllu­merk­inu #Ekk­iSig­ríð­ur­Ingi­björg­Inga­dótt­ir. Sig­ríð­ur Ingi­björg seg­ist hafa gam­an af uppá­tæk­inu.

Gera grín að ræðu Gunnars Braga

Netverjar keppast nú við að gagnrýna ríkisstjórnina undir myllumerkinu #EkkiSigríðurIngibjörgIngadóttir á samskiptavefnum Twitter. Dæmi um brandara sem nú fljúga á netinu eru: Hver telur þjóðina geðveika því hún skilur ekki hvað ríkisstjórnin er frábær? #EkkiSigríðurIngibjörgIngadóttir. Hver yfirgaf þingfund til að fá sér köku? #EkkiSigríðurIngibjörgIngadóttir. Í báðum tilvikum er verið að gagnrýna Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. 

Hér má sjá fleiri dæmi:

Brandararnir komu í kjölfar popplagsins Hvar er kjarkurinn? sem vefmiðillinn Nútíminn birti í morgun og er unnið upp úr eldræðu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra á Alþingi í síðustu viku. Gunnari var heitt í hamsi eftir að minnihlutinn gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir kjarkleysi þegar hún setti lög á verkefall heilbrigðisstarfsfólk. Gunnar Bragi spurði á móti hvar kjarkurinn hefði verið hjá síðustu ríkisstjórn í tengslum við kröfuhafana, Icesave og lán heimilanna. 

Stundin náði tali af Sigríði Ingibjörgu sem hafði gaman af uppátækinu. „Mér þykir vænt um það að sjá að fólk noti nafnið mitt sem mótvægi við ríkisstjórnina. Ég get ekki verið annað en stolt af því,“ segir hún. 

Hér má sjá lagið:

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár