Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Gera grín að ræðu Gunnars Braga

Net­verj­ar gagn­rýna rík­is­stjórn­ina und­ir myllu­merk­inu #Ekk­iSig­ríð­ur­Ingi­björg­Inga­dótt­ir. Sig­ríð­ur Ingi­björg seg­ist hafa gam­an af uppá­tæk­inu.

Gera grín að ræðu Gunnars Braga

Netverjar keppast nú við að gagnrýna ríkisstjórnina undir myllumerkinu #EkkiSigríðurIngibjörgIngadóttir á samskiptavefnum Twitter. Dæmi um brandara sem nú fljúga á netinu eru: Hver telur þjóðina geðveika því hún skilur ekki hvað ríkisstjórnin er frábær? #EkkiSigríðurIngibjörgIngadóttir. Hver yfirgaf þingfund til að fá sér köku? #EkkiSigríðurIngibjörgIngadóttir. Í báðum tilvikum er verið að gagnrýna Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. 

Hér má sjá fleiri dæmi:

Brandararnir komu í kjölfar popplagsins Hvar er kjarkurinn? sem vefmiðillinn Nútíminn birti í morgun og er unnið upp úr eldræðu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra á Alþingi í síðustu viku. Gunnari var heitt í hamsi eftir að minnihlutinn gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir kjarkleysi þegar hún setti lög á verkefall heilbrigðisstarfsfólk. Gunnar Bragi spurði á móti hvar kjarkurinn hefði verið hjá síðustu ríkisstjórn í tengslum við kröfuhafana, Icesave og lán heimilanna. 

Stundin náði tali af Sigríði Ingibjörgu sem hafði gaman af uppátækinu. „Mér þykir vænt um það að sjá að fólk noti nafnið mitt sem mótvægi við ríkisstjórnina. Ég get ekki verið annað en stolt af því,“ segir hún. 

Hér má sjá lagið:

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár