Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Gera grín að ræðu Gunnars Braga

Net­verj­ar gagn­rýna rík­is­stjórn­ina und­ir myllu­merk­inu #Ekk­iSig­ríð­ur­Ingi­björg­Inga­dótt­ir. Sig­ríð­ur Ingi­björg seg­ist hafa gam­an af uppá­tæk­inu.

Gera grín að ræðu Gunnars Braga

Netverjar keppast nú við að gagnrýna ríkisstjórnina undir myllumerkinu #EkkiSigríðurIngibjörgIngadóttir á samskiptavefnum Twitter. Dæmi um brandara sem nú fljúga á netinu eru: Hver telur þjóðina geðveika því hún skilur ekki hvað ríkisstjórnin er frábær? #EkkiSigríðurIngibjörgIngadóttir. Hver yfirgaf þingfund til að fá sér köku? #EkkiSigríðurIngibjörgIngadóttir. Í báðum tilvikum er verið að gagnrýna Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. 

Hér má sjá fleiri dæmi:

Brandararnir komu í kjölfar popplagsins Hvar er kjarkurinn? sem vefmiðillinn Nútíminn birti í morgun og er unnið upp úr eldræðu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra á Alþingi í síðustu viku. Gunnari var heitt í hamsi eftir að minnihlutinn gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir kjarkleysi þegar hún setti lög á verkefall heilbrigðisstarfsfólk. Gunnar Bragi spurði á móti hvar kjarkurinn hefði verið hjá síðustu ríkisstjórn í tengslum við kröfuhafana, Icesave og lán heimilanna. 

Stundin náði tali af Sigríði Ingibjörgu sem hafði gaman af uppátækinu. „Mér þykir vænt um það að sjá að fólk noti nafnið mitt sem mótvægi við ríkisstjórnina. Ég get ekki verið annað en stolt af því,“ segir hún. 

Hér má sjá lagið:

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár