Fjórar stjörnur
Hin hálu þrep
Bjarni Bernharður
Útgefandi: Egoútgáfan
181 blaðsíða
Listamaðurinn Bjarni Bernharður á að baki verri lífsreynslu en flestir. Hann hefur glímt við fíkn og svo geðveiki frá unga aldri, sem leiddi til þess að hann varð manni að bana. Sá atburður hefur fylgt honum eins og skugginn síðan.
Bjarni hefur fyrir löngu náð tökum á lífi sínu. Hann er listmálari og ljóðskáld. Margir þekkja hann úr miðborg Reykjavíkur þar sem hann selur verk sín og spjallar við gesti og gangandi.
Eftir að hafa skrifað fjölda ljóðabóka ákvað Bjarni að skrá lífssögu sína. Og það er óhætt að segja að honum hafi tekist vel upp. Hann segir frá lífi sínu af miskunnarlausri einlægni. Bjarni var sjómaður og fjölskyldufaðir framan af fullorðinsárum. Hann átti í róstursömu sambandi við konu sína og þau skildu. Hann segir frá drykkju sinni og neyslu hugvíkkandi efna sem lituðu smám saman allt hans líf. Frásögnin er í senn sláandi og upplýsandi. Lesandinn fylgir Bjarna um brautir sem leiða hann til geðveiki. Nærtækt er
Athugasemdir