Skipstjórinn Sigurður Pétursson hefur verið harðlega gagnrýndur á samfélagsmiðlum og bloggsíðum fyrir samband sitt við unga stúlku. Á feminíska vefritinu Kvenfrelsi birtist í dag pistill undir fyrirsögninni „Er Ísmaðurinn kynferðisbrotamaður?“ en þar veltir höfundur fyrir sér hvort Sigurður hafi brotið lög með sambandi sínu við stúlkuna. Sjálfur segir Sigurður að stúlkan hafi verið orðin fimmtán ára þegar samband þeirra hófst.
Sigurður svarar ásökunum
Stundin sagði frá því í gær að Sigurði hefði verið bjargað, ásamt fjölskyldu sinni, eftir að hafa lent í sjávarháska á leið sinni til Grænlands á mánudag. Í fréttinni kemur fram að barnsmóðir Sigurðar, Anna Manikutdlak, sé nítján ára og að dóttir þeirra sé þriggja ára. Sjálfur verður Sigurður 67 ára síðar á árinu.
Athugasemdir