Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fulltrúi Íslands á þingi Evrópuráðs sakar eftirlitsnefnd ráðsins um mannréttindabrot

Vil­hjálm­ur Árna­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og einn af full­trú­um Ís­lend­inga á þingi Evr­ópu­ráðs­ins, tel­ur að rétt­indi Út­varps Sögu hafi ver­ið fyr­ir borð bor­in. „Þetta, að vera með dylgj­ur, er ekki póli­tísk ákvörð­un um hvernig mann­rétt­indi við vilj­um.“

Fulltrúi Íslands á þingi Evrópuráðs sakar eftirlitsnefnd ráðsins um mannréttindabrot

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og einn af fulltrúum Íslands á þingi Evrópuráðs, sakar nefnd á vegum Evrópuráðsins um mannréttindabrot gegn Útvarpi Sögu. Þetta kom fram í viðtali Péturs Gunnlaugssonar, útvarpsstjóra stöðvarinnar, við Vilhjálm á fimmtudag. 

Evrópunefndin gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi telur að Útvarp Saga dreifi hatursorðræðu gegn innflytjendum, múslimum og hinseginfólki. Í nýjustu eftirlitsskýrslu nefndarinnar um Ísland, sem birt var þann 28. febrúar síðastliðinn, er bent á að kvartanir hafi borist lögreglu vegna hatursáróðursins en Útvarp Saga haldi uppteknum hætti og dreifi „hleypidómum og óumburðarlyndu efni“. 

Í viðtalinu tók Vilhjálmur undir það sjónarmið útvarpsstjórans að þarna væri um dylgjur að ræða. „Þetta, að vera með dylgjur, er ekki pólitísk ákvörðun um hvernig mannréttindi við viljum,“ sagði Vilhjálmur.

Aðspurður hvort hann hygðist beita sér í málinu sem aðalmaður í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins sagðist hann líta málið alvarlegum augum. „Auðvitað mun ég kynna mér vel hvernig svona skýrslur eru gerðar þegar ég fer þarna út og sé hvernig þetta apparat virka,“ sagði hann og bætti því við að hann teldi alvarlegt að Útvarp Saga hefði ekki fengið andmælarétt þegar skýrsla nefndarinnar var unnin. „Það er grundvallarréttur hjá okkur, andmælaréttur og allt það,“ sagði Vilhjálmur. „Það er soldið skrítið, að þeir sem berjast fyrir mannréttindum, að brjóta svo á mannréttindum.“

Andmælareglan er grundvallarregla í stjórnsýslurétti og felur í sér að aðili máls á rétt á að tjá sig um efni málsins áður en stjórnvald tekur ákvörðun í því. Þegar Evrópunefndin gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi greinir stöðu mannréttindamála í aðildarríkjum Evrópuráðsins er stjórnvöldum hvers ríkis boðið að gera athugasemdir við skýrsludrög og koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Evrópunefndin gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi er hins vegar ekki stjórnvald og tekur ekki ákvarðanir um réttindi og skyldur manna. Sú kenning Vilhjálms Árnasonar að nefndin gerist sek um mannréttindabrot með því að bjóða ekki Útvarpi Sögu að tjá sig um ummæli sem fram koma í skýrslunni um Ísland á sér því hvorki stoð í íslenskum lögum né alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. 

Evrópuráðið var stofnað í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar og starfrækir eitthvert öflugasta og skilvirkasta regluverk heims á sviði alþjóðlegrar mannréttindaverndar. Evrópunefndin gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi (European Commission against Racism and Intolerance – ECRI) er ein af þeim eftirlitsnefndum sem ætlað er að tryggja að aðildarríki Evrópuráðsins fylgi þeim mannréttindasáttmálum sem þau hafa skuldbundið sig til að uppfylla. 

Vilhjálmur Árnason er varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og er fulltrúi á þinginu fyrir Íslands hönd ásamt þingkonunum Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Katrínu Jakobsdóttur. Vilhjálmur situr í jafnréttisnefnd Evrópuráðsins og í nefnd um félagsmál, heilbrigðismál og sjálfbæra þróun. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu