Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fulltrúi Íslands á þingi Evrópuráðs sakar eftirlitsnefnd ráðsins um mannréttindabrot

Vil­hjálm­ur Árna­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og einn af full­trú­um Ís­lend­inga á þingi Evr­ópu­ráðs­ins, tel­ur að rétt­indi Út­varps Sögu hafi ver­ið fyr­ir borð bor­in. „Þetta, að vera með dylgj­ur, er ekki póli­tísk ákvörð­un um hvernig mann­rétt­indi við vilj­um.“

Fulltrúi Íslands á þingi Evrópuráðs sakar eftirlitsnefnd ráðsins um mannréttindabrot

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og einn af fulltrúum Íslands á þingi Evrópuráðs, sakar nefnd á vegum Evrópuráðsins um mannréttindabrot gegn Útvarpi Sögu. Þetta kom fram í viðtali Péturs Gunnlaugssonar, útvarpsstjóra stöðvarinnar, við Vilhjálm á fimmtudag. 

Evrópunefndin gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi telur að Útvarp Saga dreifi hatursorðræðu gegn innflytjendum, múslimum og hinseginfólki. Í nýjustu eftirlitsskýrslu nefndarinnar um Ísland, sem birt var þann 28. febrúar síðastliðinn, er bent á að kvartanir hafi borist lögreglu vegna hatursáróðursins en Útvarp Saga haldi uppteknum hætti og dreifi „hleypidómum og óumburðarlyndu efni“. 

Í viðtalinu tók Vilhjálmur undir það sjónarmið útvarpsstjórans að þarna væri um dylgjur að ræða. „Þetta, að vera með dylgjur, er ekki pólitísk ákvörðun um hvernig mannréttindi við viljum,“ sagði Vilhjálmur.

Aðspurður hvort hann hygðist beita sér í málinu sem aðalmaður í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins sagðist hann líta málið alvarlegum augum. „Auðvitað mun ég kynna mér vel hvernig svona skýrslur eru gerðar þegar ég fer þarna út og sé hvernig þetta apparat virka,“ sagði hann og bætti því við að hann teldi alvarlegt að Útvarp Saga hefði ekki fengið andmælarétt þegar skýrsla nefndarinnar var unnin. „Það er grundvallarréttur hjá okkur, andmælaréttur og allt það,“ sagði Vilhjálmur. „Það er soldið skrítið, að þeir sem berjast fyrir mannréttindum, að brjóta svo á mannréttindum.“

Andmælareglan er grundvallarregla í stjórnsýslurétti og felur í sér að aðili máls á rétt á að tjá sig um efni málsins áður en stjórnvald tekur ákvörðun í því. Þegar Evrópunefndin gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi greinir stöðu mannréttindamála í aðildarríkjum Evrópuráðsins er stjórnvöldum hvers ríkis boðið að gera athugasemdir við skýrsludrög og koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Evrópunefndin gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi er hins vegar ekki stjórnvald og tekur ekki ákvarðanir um réttindi og skyldur manna. Sú kenning Vilhjálms Árnasonar að nefndin gerist sek um mannréttindabrot með því að bjóða ekki Útvarpi Sögu að tjá sig um ummæli sem fram koma í skýrslunni um Ísland á sér því hvorki stoð í íslenskum lögum né alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. 

Evrópuráðið var stofnað í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar og starfrækir eitthvert öflugasta og skilvirkasta regluverk heims á sviði alþjóðlegrar mannréttindaverndar. Evrópunefndin gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi (European Commission against Racism and Intolerance – ECRI) er ein af þeim eftirlitsnefndum sem ætlað er að tryggja að aðildarríki Evrópuráðsins fylgi þeim mannréttindasáttmálum sem þau hafa skuldbundið sig til að uppfylla. 

Vilhjálmur Árnason er varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og er fulltrúi á þinginu fyrir Íslands hönd ásamt þingkonunum Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Katrínu Jakobsdóttur. Vilhjálmur situr í jafnréttisnefnd Evrópuráðsins og í nefnd um félagsmál, heilbrigðismál og sjálfbæra þróun. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár