Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fulltrúi Framsóknar styður Marine Le Pen og skrifar um fjölgun erlendra barna í leikskólum Reykjavíkur

„Ég ætla að vona að Le Pen taki þetta og verði for­seti,“ skrif­ar Trausti Harð­ar­son, vara­borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar og flug­vall­ar­vina sem sit­ur í íþrótta- og tóm­stunda­ráði Reykja­vík­ur­borg­ar.

Fulltrúi Framsóknar styður Marine Le Pen og skrifar um fjölgun erlendra barna í leikskólum Reykjavíkur

Trausti Harðarson, varaborgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, lýsir yfir stuðningi við franska þjóðernissinnann Marine Le Pen á Facebook í dag. Áður hefur hann vakið sérstaka athygli á fjölgun erlendra barna í leikskólum Reykjavíkur.

Hann situr í íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar fyrir hönd Framsóknar og flugvallarvina en flokkurinn hefur ítrekað sætt gagnrýni fyrir að ala á tortryggni gagnvart múslimum og útlendingum. 

„Ég ætla að vona að Le Pen taki þetta og verði forseti,“ skrifar Trausti í dag. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason svarar um hæl og segir „makalaust að sjá fulltrúa í gamalgrónum merkum stjórnmálaflokki“ lýsa yfir stuðningi við frambjóðandann. Marine Le Pen, forsetaframbjóðandi Frönsku þjóðfylkingarinnar, er þekkt fyrir baráttu sína fyrir strangari útlendingalöggjöf, þjóðernishyggju, innilokunarstefnu og umburðarleysi gagnvart múslimum og fleiri minnihlutahópum. „Framsóknarflokkurinn á betra skilið,“ skrifar Egill.

Trausta er fjölgun erlendra leikskólabarna hugleikin, en í mars birti hann eftirfarandi færslu á Facebook: „Í Reykjavík eru 2 leikskólar sem hafa 75% börn af erlendum uppruna í skólunum, 4 leikakólar með 50% börn af erlendum uppruna í skólunum en allir aðrir leiksskólar hafa flestir um 25% börn af erlendum uppruna í leikskólunum. Þetta eru tölur síðasta skólavetrar en fjölgun hefur verið mikil. Þetta þykir mér merkilegt.“  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Reykjavíkurborg

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár