Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fulltrúi Framsóknar styður Marine Le Pen og skrifar um fjölgun erlendra barna í leikskólum Reykjavíkur

„Ég ætla að vona að Le Pen taki þetta og verði for­seti,“ skrif­ar Trausti Harð­ar­son, vara­borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar og flug­vall­ar­vina sem sit­ur í íþrótta- og tóm­stunda­ráði Reykja­vík­ur­borg­ar.

Fulltrúi Framsóknar styður Marine Le Pen og skrifar um fjölgun erlendra barna í leikskólum Reykjavíkur

Trausti Harðarson, varaborgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, lýsir yfir stuðningi við franska þjóðernissinnann Marine Le Pen á Facebook í dag. Áður hefur hann vakið sérstaka athygli á fjölgun erlendra barna í leikskólum Reykjavíkur.

Hann situr í íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar fyrir hönd Framsóknar og flugvallarvina en flokkurinn hefur ítrekað sætt gagnrýni fyrir að ala á tortryggni gagnvart múslimum og útlendingum. 

„Ég ætla að vona að Le Pen taki þetta og verði forseti,“ skrifar Trausti í dag. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason svarar um hæl og segir „makalaust að sjá fulltrúa í gamalgrónum merkum stjórnmálaflokki“ lýsa yfir stuðningi við frambjóðandann. Marine Le Pen, forsetaframbjóðandi Frönsku þjóðfylkingarinnar, er þekkt fyrir baráttu sína fyrir strangari útlendingalöggjöf, þjóðernishyggju, innilokunarstefnu og umburðarleysi gagnvart múslimum og fleiri minnihlutahópum. „Framsóknarflokkurinn á betra skilið,“ skrifar Egill.

Trausta er fjölgun erlendra leikskólabarna hugleikin, en í mars birti hann eftirfarandi færslu á Facebook: „Í Reykjavík eru 2 leikskólar sem hafa 75% börn af erlendum uppruna í skólunum, 4 leikakólar með 50% börn af erlendum uppruna í skólunum en allir aðrir leiksskólar hafa flestir um 25% börn af erlendum uppruna í leikskólunum. Þetta eru tölur síðasta skólavetrar en fjölgun hefur verið mikil. Þetta þykir mér merkilegt.“  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Reykjavíkurborg

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár