Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fulltrúi Framsóknar styður Marine Le Pen og skrifar um fjölgun erlendra barna í leikskólum Reykjavíkur

„Ég ætla að vona að Le Pen taki þetta og verði for­seti,“ skrif­ar Trausti Harð­ar­son, vara­borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar og flug­vall­ar­vina sem sit­ur í íþrótta- og tóm­stunda­ráði Reykja­vík­ur­borg­ar.

Fulltrúi Framsóknar styður Marine Le Pen og skrifar um fjölgun erlendra barna í leikskólum Reykjavíkur

Trausti Harðarson, varaborgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, lýsir yfir stuðningi við franska þjóðernissinnann Marine Le Pen á Facebook í dag. Áður hefur hann vakið sérstaka athygli á fjölgun erlendra barna í leikskólum Reykjavíkur.

Hann situr í íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar fyrir hönd Framsóknar og flugvallarvina en flokkurinn hefur ítrekað sætt gagnrýni fyrir að ala á tortryggni gagnvart múslimum og útlendingum. 

„Ég ætla að vona að Le Pen taki þetta og verði forseti,“ skrifar Trausti í dag. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason svarar um hæl og segir „makalaust að sjá fulltrúa í gamalgrónum merkum stjórnmálaflokki“ lýsa yfir stuðningi við frambjóðandann. Marine Le Pen, forsetaframbjóðandi Frönsku þjóðfylkingarinnar, er þekkt fyrir baráttu sína fyrir strangari útlendingalöggjöf, þjóðernishyggju, innilokunarstefnu og umburðarleysi gagnvart múslimum og fleiri minnihlutahópum. „Framsóknarflokkurinn á betra skilið,“ skrifar Egill.

Trausta er fjölgun erlendra leikskólabarna hugleikin, en í mars birti hann eftirfarandi færslu á Facebook: „Í Reykjavík eru 2 leikskólar sem hafa 75% börn af erlendum uppruna í skólunum, 4 leikakólar með 50% börn af erlendum uppruna í skólunum en allir aðrir leiksskólar hafa flestir um 25% börn af erlendum uppruna í leikskólunum. Þetta eru tölur síðasta skólavetrar en fjölgun hefur verið mikil. Þetta þykir mér merkilegt.“  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Reykjavíkurborg

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu