Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fulltrúi Framsóknar styður Marine Le Pen og skrifar um fjölgun erlendra barna í leikskólum Reykjavíkur

„Ég ætla að vona að Le Pen taki þetta og verði for­seti,“ skrif­ar Trausti Harð­ar­son, vara­borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar og flug­vall­ar­vina sem sit­ur í íþrótta- og tóm­stunda­ráði Reykja­vík­ur­borg­ar.

Fulltrúi Framsóknar styður Marine Le Pen og skrifar um fjölgun erlendra barna í leikskólum Reykjavíkur

Trausti Harðarson, varaborgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, lýsir yfir stuðningi við franska þjóðernissinnann Marine Le Pen á Facebook í dag. Áður hefur hann vakið sérstaka athygli á fjölgun erlendra barna í leikskólum Reykjavíkur.

Hann situr í íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar fyrir hönd Framsóknar og flugvallarvina en flokkurinn hefur ítrekað sætt gagnrýni fyrir að ala á tortryggni gagnvart múslimum og útlendingum. 

„Ég ætla að vona að Le Pen taki þetta og verði forseti,“ skrifar Trausti í dag. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason svarar um hæl og segir „makalaust að sjá fulltrúa í gamalgrónum merkum stjórnmálaflokki“ lýsa yfir stuðningi við frambjóðandann. Marine Le Pen, forsetaframbjóðandi Frönsku þjóðfylkingarinnar, er þekkt fyrir baráttu sína fyrir strangari útlendingalöggjöf, þjóðernishyggju, innilokunarstefnu og umburðarleysi gagnvart múslimum og fleiri minnihlutahópum. „Framsóknarflokkurinn á betra skilið,“ skrifar Egill.

Trausta er fjölgun erlendra leikskólabarna hugleikin, en í mars birti hann eftirfarandi færslu á Facebook: „Í Reykjavík eru 2 leikskólar sem hafa 75% börn af erlendum uppruna í skólunum, 4 leikakólar með 50% börn af erlendum uppruna í skólunum en allir aðrir leiksskólar hafa flestir um 25% börn af erlendum uppruna í leikskólunum. Þetta eru tölur síðasta skólavetrar en fjölgun hefur verið mikil. Þetta þykir mér merkilegt.“  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Reykjavíkurborg

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár