Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Framsókn lýsir eftir fólki

„Fram­bjóð­end­ur verða að hafa ver­ið skráð­ir í Fram­sókn­ar­flokk­inn að minnsta kosti frá 27. júlí 2016.“

Framsókn lýsir eftir fólki
Ásmundur Einar og Sigurður Ingi Þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt ríka áherslu á það að klára þurfi stór mál áður en gengið er til alþingiskosninga. Mynd: Pressphotos

Velja laugardaginn 27. ágúst
Velja laugardaginn 27. ágúst Þeir sem vilja bjóða sig fram og eru ekki skráðir í Framsókn hafa þrjár vikur til þess að skrá sig í flokkinn.

Framsóknarmenn eru nú í óðaönn að undirbúa komandi alþingiskosningar sem stjórnarflokkarnir lofuðu að yrðu í haust.

Kjördæmasamband Framsóknarfélaganna í Reykjavík óskar eftir framboðum á lista flokksins á Facebook-síðu Framsóknar en þar er fólk hvatt til þess að skila inn framboðum eigi síðar en föstudaginn 12. ágúst.

Ekki geta þó allir farið í framboð fyrir fyrir flokkinn því frambjóðendur verða að hafa verið skráðir í Framsóknarflokkinn að minnsta kosti frá 27. júlí 2016. Það þýðir að væntanlegir frambjóðendur sem ekki eru í flokknum hafa nákvæmlega þrjár vikur til þess að skrá sig í Framsókn.

„Röðun á lista flokksins í Reykjavík fer fram á tvöföldu kjördæmaþingi í Reykjavík laugardaginn 27. ágúst 2016,“ segir í auglýsingunni en þá er einnig tekið fram að kosið er um fimm efstu sætin í hvoru kjördæmi í Reykjavík.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár