Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðismanna og frændi Bjarna Ben fá eftirsótta lóð í Garðabæ

Full­trúi Bjartr­ar fram­tíð­ar í bæj­ar­ráði ásak­ar meiri­hlut­ann um ógagn­sæi í vali um­sækj­enda á lóð und­ir veit­inga­stað við Arn­ar­nes­vog. Sig­ur­björn Ingi­mund­ar­son, fram­kvæmda­stjóri þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og Bene­dikt Ein­ars­son, bróð­ur­son­ur Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra, urðu fyr­ir vali meiri­hluta bæj­ar­ráðs sem sam­an­stend­ur af Sjálf­stæð­is­mönn­um, með óstofn­að hluta­fé­lag.

Framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðismanna og frændi Bjarna Ben fá eftirsótta lóð í Garðabæ
Vinningstillagan Svona mun veitingastaður þeirra Sigurbjörn og Benedikts líta út við Arnarnesvog í Garðabæ. Mynd: Teikning: Zeppelin - arkitektar

Við Arnarnesvog mun brátt rísa veitingastaður en það hefur lengi verið draumur Garðbæinga. Lóðin er eftirsótt enda um gríðarlega fallegt landslag að ræða hvert sem litið er. Í tilraun til þess að koma af stað byggingu veitingastaðar á þessu svæði ákvað bæjarstjórn Garðabæjar að auglýsa lóðina en það var í febrúar á þessu ári. Þrír sóttu um lóðina undir byggingu og rekstur veitingastaðar en þeir voru Klettás fasteignir ehf, Ingvar og Kristján ehf. og eitt óstofnað hlutafélag, sem virtist fara á svig við skilyrði sem talin voru upp í áðurnefndri auglýsingu bæjarins.

Framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins
Framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sigurbjörn Ingimundarson stendur í stórræðum þessa dagana. Hann og Benedikt Sveinsson, frændi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, ætla að opna veitingastað á einni glæsilegustu lóð Garðbæinga. Sigurbjörn Ingimundarsson er sonur Ingimundar Sigurpálssonar, fyrrverandi bæjarstjóra í Garðabæ og núverandi forstjóra Póstsins.

Í auglýsingu bæjarins voru til dæmis þau skilyrði að umsækjendur myndu skila inn ákveðnum gögnum. Þau gögn voru meðal annars útskrift úr hlutafélagaskrá, yfirlýsing frá banka um lánafyrirgreiðslu, og útskrift úr hlutafélagaskrá. Þá var einnig beðið um greinargerð um væntanlegan veitingastað, skissur, tímaáætlanir og kostnaðaráætlun.

Sjálfstæðismenn fá lóð frá sjálfstæðismönnum

Í gærmorgun var síðan valið hvaða umsækjandi fengi þessi eftirsóttu lóð. Fyrir valinu var óstofnaða hlutafélagið sem ekki hafði útskrift úr hlutafélagaskrá (enda ekki stofnað) og þar af leiðandi engan ársreikning. Bæjarráð samþykkti valið með fjórum greiddum atkvæðum. Þrírsjálfstæðismenn og einn varamaður frá Samfylkingunni greiddu atkvæði með vali á umræddu óstofnaða hlutafélagi en nefndarmaður Bjartrar framtíðar greiddi atkvæði gegn henni.

En hverjir voru í forsvari og sagðir koma til með að eiga umrætt óstofnað hlutafélag?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár