Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðismanna og frændi Bjarna Ben fá eftirsótta lóð í Garðabæ

Full­trúi Bjartr­ar fram­tíð­ar í bæj­ar­ráði ásak­ar meiri­hlut­ann um ógagn­sæi í vali um­sækj­enda á lóð und­ir veit­inga­stað við Arn­ar­nes­vog. Sig­ur­björn Ingi­mund­ar­son, fram­kvæmda­stjóri þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og Bene­dikt Ein­ars­son, bróð­ur­son­ur Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra, urðu fyr­ir vali meiri­hluta bæj­ar­ráðs sem sam­an­stend­ur af Sjálf­stæð­is­mönn­um, með óstofn­að hluta­fé­lag.

Framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðismanna og frændi Bjarna Ben fá eftirsótta lóð í Garðabæ
Vinningstillagan Svona mun veitingastaður þeirra Sigurbjörn og Benedikts líta út við Arnarnesvog í Garðabæ. Mynd: Teikning: Zeppelin - arkitektar

Við Arnarnesvog mun brátt rísa veitingastaður en það hefur lengi verið draumur Garðbæinga. Lóðin er eftirsótt enda um gríðarlega fallegt landslag að ræða hvert sem litið er. Í tilraun til þess að koma af stað byggingu veitingastaðar á þessu svæði ákvað bæjarstjórn Garðabæjar að auglýsa lóðina en það var í febrúar á þessu ári. Þrír sóttu um lóðina undir byggingu og rekstur veitingastaðar en þeir voru Klettás fasteignir ehf, Ingvar og Kristján ehf. og eitt óstofnað hlutafélag, sem virtist fara á svig við skilyrði sem talin voru upp í áðurnefndri auglýsingu bæjarins.

Framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins
Framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sigurbjörn Ingimundarson stendur í stórræðum þessa dagana. Hann og Benedikt Sveinsson, frændi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, ætla að opna veitingastað á einni glæsilegustu lóð Garðbæinga. Sigurbjörn Ingimundarsson er sonur Ingimundar Sigurpálssonar, fyrrverandi bæjarstjóra í Garðabæ og núverandi forstjóra Póstsins.

Í auglýsingu bæjarins voru til dæmis þau skilyrði að umsækjendur myndu skila inn ákveðnum gögnum. Þau gögn voru meðal annars útskrift úr hlutafélagaskrá, yfirlýsing frá banka um lánafyrirgreiðslu, og útskrift úr hlutafélagaskrá. Þá var einnig beðið um greinargerð um væntanlegan veitingastað, skissur, tímaáætlanir og kostnaðaráætlun.

Sjálfstæðismenn fá lóð frá sjálfstæðismönnum

Í gærmorgun var síðan valið hvaða umsækjandi fengi þessi eftirsóttu lóð. Fyrir valinu var óstofnaða hlutafélagið sem ekki hafði útskrift úr hlutafélagaskrá (enda ekki stofnað) og þar af leiðandi engan ársreikning. Bæjarráð samþykkti valið með fjórum greiddum atkvæðum. Þrírsjálfstæðismenn og einn varamaður frá Samfylkingunni greiddu atkvæði með vali á umræddu óstofnaða hlutafélagi en nefndarmaður Bjartrar framtíðar greiddi atkvæði gegn henni.

En hverjir voru í forsvari og sagðir koma til með að eiga umrætt óstofnað hlutafélag?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár