Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðismanna og frændi Bjarna Ben fá eftirsótta lóð í Garðabæ

Full­trúi Bjartr­ar fram­tíð­ar í bæj­ar­ráði ásak­ar meiri­hlut­ann um ógagn­sæi í vali um­sækj­enda á lóð und­ir veit­inga­stað við Arn­ar­nes­vog. Sig­ur­björn Ingi­mund­ar­son, fram­kvæmda­stjóri þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og Bene­dikt Ein­ars­son, bróð­ur­son­ur Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra, urðu fyr­ir vali meiri­hluta bæj­ar­ráðs sem sam­an­stend­ur af Sjálf­stæð­is­mönn­um, með óstofn­að hluta­fé­lag.

Framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðismanna og frændi Bjarna Ben fá eftirsótta lóð í Garðabæ
Vinningstillagan Svona mun veitingastaður þeirra Sigurbjörn og Benedikts líta út við Arnarnesvog í Garðabæ. Mynd: Teikning: Zeppelin - arkitektar

Við Arnarnesvog mun brátt rísa veitingastaður en það hefur lengi verið draumur Garðbæinga. Lóðin er eftirsótt enda um gríðarlega fallegt landslag að ræða hvert sem litið er. Í tilraun til þess að koma af stað byggingu veitingastaðar á þessu svæði ákvað bæjarstjórn Garðabæjar að auglýsa lóðina en það var í febrúar á þessu ári. Þrír sóttu um lóðina undir byggingu og rekstur veitingastaðar en þeir voru Klettás fasteignir ehf, Ingvar og Kristján ehf. og eitt óstofnað hlutafélag, sem virtist fara á svig við skilyrði sem talin voru upp í áðurnefndri auglýsingu bæjarins.

Framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins
Framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sigurbjörn Ingimundarson stendur í stórræðum þessa dagana. Hann og Benedikt Sveinsson, frændi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, ætla að opna veitingastað á einni glæsilegustu lóð Garðbæinga. Sigurbjörn Ingimundarsson er sonur Ingimundar Sigurpálssonar, fyrrverandi bæjarstjóra í Garðabæ og núverandi forstjóra Póstsins.

Í auglýsingu bæjarins voru til dæmis þau skilyrði að umsækjendur myndu skila inn ákveðnum gögnum. Þau gögn voru meðal annars útskrift úr hlutafélagaskrá, yfirlýsing frá banka um lánafyrirgreiðslu, og útskrift úr hlutafélagaskrá. Þá var einnig beðið um greinargerð um væntanlegan veitingastað, skissur, tímaáætlanir og kostnaðaráætlun.

Sjálfstæðismenn fá lóð frá sjálfstæðismönnum

Í gærmorgun var síðan valið hvaða umsækjandi fengi þessi eftirsóttu lóð. Fyrir valinu var óstofnaða hlutafélagið sem ekki hafði útskrift úr hlutafélagaskrá (enda ekki stofnað) og þar af leiðandi engan ársreikning. Bæjarráð samþykkti valið með fjórum greiddum atkvæðum. Þrírsjálfstæðismenn og einn varamaður frá Samfylkingunni greiddu atkvæði með vali á umræddu óstofnaða hlutafélagi en nefndarmaður Bjartrar framtíðar greiddi atkvæði gegn henni.

En hverjir voru í forsvari og sagðir koma til með að eiga umrætt óstofnað hlutafélag?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár