Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fótboltastelpum mismunað í Kópavogi

Strákalið Breiða­bliks fékk að keppa úr­slita­leik á Kópa­vogs­velli í fyrra en í ár fá stelp­urn­ar það ekki. „Mér finnst að Kópa­vogs­bær eigi að skamm­ast sín,“ seg­ir þjálf­ari.

Fótboltastelpum mismunað í Kópavogi
5. flokkur kvenna Myndin eru frá árunum 2010 til 2011. Mynd: Breiðablik

Fimmti flokkur stúlknaliðs Breiðabliks fékk ekki að keppa úrslitaleik sinn á Kópavogsvelli í ár, þótt drengjalið sama flokks hjá Breiðabliki hafi fengið að spila úrslitaleik sinn á vellinum í fyrra.

Margrét María Hólmarsdóttir, þjálfari 5. flokks kvenna hjá Breiðablik, gagnrýnir þetta harðlega og segir þetta vera mismunun.

Þjálfari 5. flokks kvenna
Þjálfari 5. flokks kvenna Margrét María Hólmarsdóttir skrifar harðorða pistil á Facebook-síðu sína.
 

„Ég vona í framtíðinni, að Kópavogsbær endurskoði þessi vinnubrögð sín og vinni frekar með félaginu heldur en á móti því. Finnst mér þetta hreint út sagt til háborinnar skammar fyrir Kópavogsbæ og er þetta engum til framdráttar. Ég vil líka bara að þessir menn viti það að stelpurnar finna alveg fyrir þessari mismunun. Þær skilja ekki af hverju mótherjar þeirra fá að spila á sínum aðalvelli en þær fá það ekki,“ skrifar Margrét María á Facebook.

„Stelpurnar finna alveg fyrir þessari mismunun.“

Leikirnir fóru fram í gær annars vegar á gervigrasvelli Breiðabliks, Fífunni, og hins vegar velli Víkings. Forstöðumaður Kópavogsvallar er Ómar Stefánsson, fyrrum bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins. 

Ómar þvertekur fyrir að fótboltastúlkum sé mismunað í Kópavogi og bendir hann á tölfræði um leiki stúlkna á vellinum máli sínu til stuðnings.

„Tölfræðin sýnir það algjörlega að seinustu ár höfum við leyft fleiri kvennaleiki en karlaleiki á Kópavogsvelli,“ segir Ómar. Hann segir að hjá Kópavogsvelli hafi verið vinnuregla að öðrum til fjórða flokk sé boðið að spila úrslitaleik á Kópavogsvelli. Yngri liðum hefur þó ekki verið boðið.

„Við bjóðum upp á frábæra aðstöðu á útisvæðum. Núna var sagt nei. Í fyrra gerðum við mistök og ég tek það á mig, að hafa leyft einn leik fimmta flokks karla. Í fyrra vorum við með þrjá leiki í kvennaflokkunum, tvo í öðrum flokki kvenna og einn leik í fjórða flokk. Símamótið, þar sem þessi aldurshópur er að keppa, fer fram á Kópavogsvelli,“ segir Ómar. 

Draumur hjá stelpunum að spila á vellinum

Margrét María bendir á að stelpurnar hafi dreymt um að fá að spila á Kópavogsvelli, líkt og eldri fyrirmyndir þeirra.

„Árið 2014 komst 5. flokkur karla hjá Breiðablik í úrslitaleik Íslandsmótsins og fengu þeir það frábæra tækifæri að spila úrslitaleik sinn á Kópavogsvelli. Það er draumur allra yngra iðkenda að fá að spila á aðalvelli félagsins.

Árið 2015 komst 5. flokkur kvenna hjá Breiðablik í úrslitaleik bæði í A og B liðum. Var strax farið í það að leitast eftir því að fá að spila leikina á frábærum Kópavogsvelli. Var það svo að KSÍ setti leikinn hjá bæði A og B liðum á Kópavogsvöll. Með þessu var draumur hjá stelpunum að fara að rætast. Stelpurnar höfðu mætt á hvern einasta leik hjá meistaraflokki kvenna og dáðst af fyrirmyndum sínum spila á þessum frábæra velli og gátu ekki beðið eftir því að fá að spila einn leik á þessum velli,“ skrifar María.

„Við urðum því hreint út sagt mjög hissa þegar Kópavogsbær ákvað að banna stelpunum að spila sína úrslitaleiki á vellinum.“

Undanþága vegna nágrannaslags

Að sögn Margrétar Maríu bera yfirmenn Kópavogsvallar fyrir sér þau rök að leikur drengjanna í fyrra hafi verið nágrannaslagur og því mikilvægari. „Þar sem Kópavogsvöllur er í eigu Kópavogsbæjar var það í höndum þeirra að gefa leyfi á að leikirnir yrði spilaðir á vellinum. Þar sem strákarnir fengu að spila sinn úrslitaleik á vellinum árið 2014, þá héldum við að það ætti ekki neitt að vera því til fyrirstöðu að stelpurnar fengju að spila sína úrslitaleiki á vellinum. Við urðum því hreint út sagt mjög hissa þegar Kópavogsbær ákvað að banna stelpunum að spila sína úrslitaleiki á vellinum. Þegar það var borið upp að strákarnir hefðu fengið að spila úrslitaleik þarna í fyrra og því ætti það nú að vera borðleggjandi að stelpurnar fengju það líka voru svörin á þá leið að í fyrra hafi þetta verið „Derbý-slagur“ (Breiðablik-HK) hjá strákunum og því hafi þeir fengið undanþágu í þetta eina skipti,“ skrifar Margrét María.

Auk þessa hafi þau rök verið notuð að mannekla sé hjá vallarstarfsmönnum og erfitt að kalla út starfsfólk á sunnudegi til að undirbúa völlinn fyrir leikinn.

„Mér finnst að Kópavogsbær eigi að skammast sín fyrir þessi vinnubrögð.

Kópavogsbær eigi að skammist sín

Margrét María segir að lokum að vinnubrögð hjá Kópavogsbæ séu forkastanleg. „Mér finnst að Kópavogsbær eigi að skammast sín fyrir þessi vinnubrögð. Með þessari ákvörðun sinni, hvort sem þeim líkar það betur eða verr, er verið að mismuna kynjum. Þetta eru börn sem eru jafn gömul, leggja jafn mikla vinnu á sig og eiga jafn mikið skilið að spila á aðalvelli félagsins. Það er ekki hægt að segja stelpunum okkar það, að ástæða þess að þær fá ekki að spila á vellinum sé sú að þetta sé ekki „Derbý-slagur“,“ skrifar Margrét María.

Formaður íþróttaráðs
Formaður íþróttaráðs Jón Finnbogason skrifar í athugasemd að hann muni kalla eftir skýrum svörum frá Kópavogsvelli.
 

Íþróttaráð mun kalla eftir svörum

Jón Finnbogason, formaður íþróttaráðs og varabæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, tekur undir orð Margrétar Maríu í athugasemd við stöðufærslunna. Hann segist hafa beitt sér innan ráðsins en allt hafi komið fyrir ekki. „Tek undir hvert orð hjá Margréti Maríu. Seint á fimmtudag heyrði ég af þessari ákvörðun. Íþróttaráð hefur hingað til ekki fjallað um einstaka leiki á Kópavogsvelli. Engu að síður þótti mér sem formanni íþróttaráðs hér fullt tilefni til að gera stjórnendum Kópavogsbæjar grein fyrir vanþóknun minni á þeirri ákvörðun sem tekin hafði verið. Athugasemdir mínar höfðu engin áhrif og ákvörðuninni var ekki haggað. Eitt er þó á hreinu, íþróttaráð mun kalla eftir skýrum svörum og gera sitt til að tryggja að svona mismunun endurtaki sig aldrei aftur,“ skrifar Jón.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár