Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fótboltastelpum mismunað í Kópavogi

Strákalið Breiða­bliks fékk að keppa úr­slita­leik á Kópa­vogs­velli í fyrra en í ár fá stelp­urn­ar það ekki. „Mér finnst að Kópa­vogs­bær eigi að skamm­ast sín,“ seg­ir þjálf­ari.

Fótboltastelpum mismunað í Kópavogi
5. flokkur kvenna Myndin eru frá árunum 2010 til 2011. Mynd: Breiðablik

Fimmti flokkur stúlknaliðs Breiðabliks fékk ekki að keppa úrslitaleik sinn á Kópavogsvelli í ár, þótt drengjalið sama flokks hjá Breiðabliki hafi fengið að spila úrslitaleik sinn á vellinum í fyrra.

Margrét María Hólmarsdóttir, þjálfari 5. flokks kvenna hjá Breiðablik, gagnrýnir þetta harðlega og segir þetta vera mismunun.

Þjálfari 5. flokks kvenna
Þjálfari 5. flokks kvenna Margrét María Hólmarsdóttir skrifar harðorða pistil á Facebook-síðu sína.
 

„Ég vona í framtíðinni, að Kópavogsbær endurskoði þessi vinnubrögð sín og vinni frekar með félaginu heldur en á móti því. Finnst mér þetta hreint út sagt til háborinnar skammar fyrir Kópavogsbæ og er þetta engum til framdráttar. Ég vil líka bara að þessir menn viti það að stelpurnar finna alveg fyrir þessari mismunun. Þær skilja ekki af hverju mótherjar þeirra fá að spila á sínum aðalvelli en þær fá það ekki,“ skrifar Margrét María á Facebook.

„Stelpurnar finna alveg fyrir þessari mismunun.“

Leikirnir fóru fram í gær annars vegar á gervigrasvelli Breiðabliks, Fífunni, og hins vegar velli Víkings. Forstöðumaður Kópavogsvallar er Ómar Stefánsson, fyrrum bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins. 

Ómar þvertekur fyrir að fótboltastúlkum sé mismunað í Kópavogi og bendir hann á tölfræði um leiki stúlkna á vellinum máli sínu til stuðnings.

„Tölfræðin sýnir það algjörlega að seinustu ár höfum við leyft fleiri kvennaleiki en karlaleiki á Kópavogsvelli,“ segir Ómar. Hann segir að hjá Kópavogsvelli hafi verið vinnuregla að öðrum til fjórða flokk sé boðið að spila úrslitaleik á Kópavogsvelli. Yngri liðum hefur þó ekki verið boðið.

„Við bjóðum upp á frábæra aðstöðu á útisvæðum. Núna var sagt nei. Í fyrra gerðum við mistök og ég tek það á mig, að hafa leyft einn leik fimmta flokks karla. Í fyrra vorum við með þrjá leiki í kvennaflokkunum, tvo í öðrum flokki kvenna og einn leik í fjórða flokk. Símamótið, þar sem þessi aldurshópur er að keppa, fer fram á Kópavogsvelli,“ segir Ómar. 

Draumur hjá stelpunum að spila á vellinum

Margrét María bendir á að stelpurnar hafi dreymt um að fá að spila á Kópavogsvelli, líkt og eldri fyrirmyndir þeirra.

„Árið 2014 komst 5. flokkur karla hjá Breiðablik í úrslitaleik Íslandsmótsins og fengu þeir það frábæra tækifæri að spila úrslitaleik sinn á Kópavogsvelli. Það er draumur allra yngra iðkenda að fá að spila á aðalvelli félagsins.

Árið 2015 komst 5. flokkur kvenna hjá Breiðablik í úrslitaleik bæði í A og B liðum. Var strax farið í það að leitast eftir því að fá að spila leikina á frábærum Kópavogsvelli. Var það svo að KSÍ setti leikinn hjá bæði A og B liðum á Kópavogsvöll. Með þessu var draumur hjá stelpunum að fara að rætast. Stelpurnar höfðu mætt á hvern einasta leik hjá meistaraflokki kvenna og dáðst af fyrirmyndum sínum spila á þessum frábæra velli og gátu ekki beðið eftir því að fá að spila einn leik á þessum velli,“ skrifar María.

„Við urðum því hreint út sagt mjög hissa þegar Kópavogsbær ákvað að banna stelpunum að spila sína úrslitaleiki á vellinum.“

Undanþága vegna nágrannaslags

Að sögn Margrétar Maríu bera yfirmenn Kópavogsvallar fyrir sér þau rök að leikur drengjanna í fyrra hafi verið nágrannaslagur og því mikilvægari. „Þar sem Kópavogsvöllur er í eigu Kópavogsbæjar var það í höndum þeirra að gefa leyfi á að leikirnir yrði spilaðir á vellinum. Þar sem strákarnir fengu að spila sinn úrslitaleik á vellinum árið 2014, þá héldum við að það ætti ekki neitt að vera því til fyrirstöðu að stelpurnar fengju að spila sína úrslitaleiki á vellinum. Við urðum því hreint út sagt mjög hissa þegar Kópavogsbær ákvað að banna stelpunum að spila sína úrslitaleiki á vellinum. Þegar það var borið upp að strákarnir hefðu fengið að spila úrslitaleik þarna í fyrra og því ætti það nú að vera borðleggjandi að stelpurnar fengju það líka voru svörin á þá leið að í fyrra hafi þetta verið „Derbý-slagur“ (Breiðablik-HK) hjá strákunum og því hafi þeir fengið undanþágu í þetta eina skipti,“ skrifar Margrét María.

Auk þessa hafi þau rök verið notuð að mannekla sé hjá vallarstarfsmönnum og erfitt að kalla út starfsfólk á sunnudegi til að undirbúa völlinn fyrir leikinn.

„Mér finnst að Kópavogsbær eigi að skammast sín fyrir þessi vinnubrögð.

Kópavogsbær eigi að skammist sín

Margrét María segir að lokum að vinnubrögð hjá Kópavogsbæ séu forkastanleg. „Mér finnst að Kópavogsbær eigi að skammast sín fyrir þessi vinnubrögð. Með þessari ákvörðun sinni, hvort sem þeim líkar það betur eða verr, er verið að mismuna kynjum. Þetta eru börn sem eru jafn gömul, leggja jafn mikla vinnu á sig og eiga jafn mikið skilið að spila á aðalvelli félagsins. Það er ekki hægt að segja stelpunum okkar það, að ástæða þess að þær fá ekki að spila á vellinum sé sú að þetta sé ekki „Derbý-slagur“,“ skrifar Margrét María.

Formaður íþróttaráðs
Formaður íþróttaráðs Jón Finnbogason skrifar í athugasemd að hann muni kalla eftir skýrum svörum frá Kópavogsvelli.
 

Íþróttaráð mun kalla eftir svörum

Jón Finnbogason, formaður íþróttaráðs og varabæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, tekur undir orð Margrétar Maríu í athugasemd við stöðufærslunna. Hann segist hafa beitt sér innan ráðsins en allt hafi komið fyrir ekki. „Tek undir hvert orð hjá Margréti Maríu. Seint á fimmtudag heyrði ég af þessari ákvörðun. Íþróttaráð hefur hingað til ekki fjallað um einstaka leiki á Kópavogsvelli. Engu að síður þótti mér sem formanni íþróttaráðs hér fullt tilefni til að gera stjórnendum Kópavogsbæjar grein fyrir vanþóknun minni á þeirri ákvörðun sem tekin hafði verið. Athugasemdir mínar höfðu engin áhrif og ákvörðuninni var ekki haggað. Eitt er þó á hreinu, íþróttaráð mun kalla eftir skýrum svörum og gera sitt til að tryggja að svona mismunun endurtaki sig aldrei aftur,“ skrifar Jón.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár