Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Forstjóri Haga: Forsætisráðherra sýnir mikið ímyndunarafl

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son sak­ar kaup­menn um frekju og seg­ir þá vilja hækka álagn­ingu. Hann seg­ir rík­is­styrki til land­bún­að­ar­fram­leiðslu og tolla á mat­væli snú­ast um að stuðla að lágu mat­væla­verði. Finn­ur Árna­son, for­stjóri Haga, seg­ir hins veg­ar að land­bún­að­ar­vernd­in leiði til um­fram­kostn­að­ar upp á 16 til 18 millj­arða fyr­ir neyt­end­ur.

Forstjóri Haga: Forsætisráðherra sýnir mikið ímyndunarafl
Finnur Árnason Forstjóri Haga, sem reka Bónus og Hagkaup, segir að álagning á sölu matvæla hafi minnkað hjá félaginu. Forsætisráðherra sakar kaupmenn um að ætlar sér að auka álagningu. Mynd: Youtube

Finnur Árnason, forstjóri Haga, er ósammála þeirri yfirlýsingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í viðtali á Bylgjunni í morgun að styrkir og tollar vegna landbúnaðarframleiðslu á Íslandi snúist um að stuðla að lágu matvælaverði fyrir íslenska neytendur.

Sigmundur áfelldist kaupmenn fyrir „frekju“ vegna þess að þeir vildu leggja niður eða lækka tolla á innflutt matvæli, líkt og stendur til með fatnað og fleiri vörur. Hann segir Ísland vera „í meðaltali Evrópusambandsins í matvælaverði“. Tölur OECD frá 2012 sýna hins vegar að Ísland hafi verið 18 prósent yfir matvælaverði í Evrópusambandinu.

Segir neytendur borga 16 til 18 milljarða

„Það liggur fyrir því að það er mótsögn í því sem hann segir. Annars vegar segir hann að matvælaverð sé lágt og hins vegar að verslunin sé að leggja of mikið á. Neytendur eru að borga sennilega 16 til 18 milljarða fyrir óhagkvæmt landbúnaðarkerfi. Að kalla það frekju kaupmanna að fólk hafi skoðun á því er einföldun.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár