Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Forstjóri Haga: Forsætisráðherra sýnir mikið ímyndunarafl

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son sak­ar kaup­menn um frekju og seg­ir þá vilja hækka álagn­ingu. Hann seg­ir rík­is­styrki til land­bún­að­ar­fram­leiðslu og tolla á mat­væli snú­ast um að stuðla að lágu mat­væla­verði. Finn­ur Árna­son, for­stjóri Haga, seg­ir hins veg­ar að land­bún­að­ar­vernd­in leiði til um­fram­kostn­að­ar upp á 16 til 18 millj­arða fyr­ir neyt­end­ur.

Forstjóri Haga: Forsætisráðherra sýnir mikið ímyndunarafl
Finnur Árnason Forstjóri Haga, sem reka Bónus og Hagkaup, segir að álagning á sölu matvæla hafi minnkað hjá félaginu. Forsætisráðherra sakar kaupmenn um að ætlar sér að auka álagningu. Mynd: Youtube

Finnur Árnason, forstjóri Haga, er ósammála þeirri yfirlýsingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í viðtali á Bylgjunni í morgun að styrkir og tollar vegna landbúnaðarframleiðslu á Íslandi snúist um að stuðla að lágu matvælaverði fyrir íslenska neytendur.

Sigmundur áfelldist kaupmenn fyrir „frekju“ vegna þess að þeir vildu leggja niður eða lækka tolla á innflutt matvæli, líkt og stendur til með fatnað og fleiri vörur. Hann segir Ísland vera „í meðaltali Evrópusambandsins í matvælaverði“. Tölur OECD frá 2012 sýna hins vegar að Ísland hafi verið 18 prósent yfir matvælaverði í Evrópusambandinu.

Segir neytendur borga 16 til 18 milljarða

„Það liggur fyrir því að það er mótsögn í því sem hann segir. Annars vegar segir hann að matvælaverð sé lágt og hins vegar að verslunin sé að leggja of mikið á. Neytendur eru að borga sennilega 16 til 18 milljarða fyrir óhagkvæmt landbúnaðarkerfi. Að kalla það frekju kaupmanna að fólk hafi skoðun á því er einföldun.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
4
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár