Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Forseti bæjarstjórnar handtekinn grunaður um fjárdrátt

Magnús Jónas­son, for­seti bæj­ar­stjórn­ar í Fjalla­byggð, var ann­ar þeirra sem var hand­tek­inn í fyrra­dag grun­að­ur um fjár­drátt hjá Spari­sjóði Siglu­fjarð­ar. Bæj­ar­full­trú­ar segja mál­ið vera mann­leg­an harm­leik. Eng­inn vildi þó form­lega tjá sig um mál­ið en fjár­hæð­irn­ar eru sagð­ar veru­leg­ar.

Forseti bæjarstjórnar handtekinn grunaður um fjárdrátt
Forseti bæjarstjórnar Magnús Jónasson var annar þeirra sem var handtekinn í fyrradag.

Magnús Jónasson, forseti bæjarstjórnar í Fjallabyggð, er einn þeirra sem var handtekinn í fyrradag grunaður um fjárdrátt hjá Sparisjóði Siglufjarðar. Magnús er fyrrverandi skrifstofustjóri sparisjóðsins. Fréttavefurinn Vísir greindi frá því í gær að átta menn frá sérstökum saksóknara hafi farið norður vegna málsins. Í yfirlýsingu frá Sparisjóði Siglufjarðar í gær segir að eftir fyrirspurn frá Sérstökum saksóknara, í alls óskyldu máli, hafi komið upp rökstuddur grunur um fjárdrátt fyrrum skrifstofustjóra og í framhaldi hafi málið verið kært. Rætt var við Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksóknara, á RÚV í gær. Hann sagðist ekki geta gefið upp hverjar fjárhæðirnar séu en sagði þær verulegar. Ekki náðist í Magnús við vinnslu fréttar.

Í samtali við Stundina segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, að yfirheyrslum sé lokið og ekki hafi verið þörf á að fara fram á gæsluvarðhald. „Þegar við förum í svona aðgerðir þá er tekin skýrsla af fólki og það ræðst töluvert af því hvað kemur fram þar og hvernig framgangur í málinu er að öðru leyti hvort það sé tilefni til að óska eftir gæslu eða ekki. Eins og mál stóð þarna þá var ekki tilefni til þess,“ segir Ólafur Þór. Hann segir að rannsókn standi enn yfir.

Magnús hefur ekki verið starfandi forseti bæjarstjórnar allt núverandi kjörtímabil en Steinunn María Sveinsdóttir úr Samfylkingunni hefur sinnt því embætti frá kosningum síðasta sumar. Í þeim kosningum fékk Samfylkingin og Fjalla­byggðarlist­inn sitt hvora tvo menn kjörna í bæjarstjórn og mynduðu í kjölfarið meirihluta.

Tengdur fyrirtæki í bænum

Eiginkona Magnúsar, Hrönn Fanndal, á 10,4 prósenta hlut í verktakafyrirtækinu Bás ehf. en það hefur fengið stór verkefni bæði frá sveitarfélaginu og ríkinu á undanförnum árum, meðal annars sem undirverktaki við Héðinsfjarðargöng. Heimildir Stundarinnar herma að fjárdrátturinn tengist með einhverjum hætti Bás, en Hrönn er bókari hjá fyrirtækinu.

Stundin ræddi við flesta bæjarfulltrúa minnihlutans og þótt nær allri könnuðust við málið þá vildi enginn tjá sig um málið að svo stöddu. „Þetta er mannlegur harmleikur og ég held að allir séu bara slegnir út af þessu,“ segir einn bæjarfulltrúi. Magnús hefur verið í leyfi frá störfum að undanförnu vegna veikinda.

Yfirlýsing AFLs Sparisjóðs

Í kjölfar umfjöllunar Vísis í gær gaf AFLs Sparisjóður frá sér yfirlýsingu svo hljóðandi: „Vegna umfjöllunar um ætlaðan fjárdrátt fyrrverandi starfsmanns hjá AFL Sparisjóð Siglufirði þá vilja stjórnendur sparisjóðsins koma eftirfarandi á framfæri. Eftir fyrirspurn frá Sérstökum saksóknara, í alls óskyldu máli, kom upp rökstuddur grunur um fjárdrátt fyrrum skrifstofustjóra AFL sparisjóðs og í framhaldi af því var málið kært til Sérstaks saksóknara. Stjórnendur hjá AFL Sparisjóð munu ekki tjá sig frekar um málið meðan rannsókn stendur yfir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
1
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
4
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár