Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Forsætisráðherra hafi lofað að þessi ríkisstjórn selji ekki bankana

Birgitta Jóns­dótt­ir seg­ir Sig­urð Inga Jó­hanns­son hafa lof­að því á fundi með stjórn­ar­and­stöð­unni að sala bank­anna verði ekki að veru­leika hjá þess­ari rík­is­stjórn. Sam­fylk­ing­in hef­ur lagt fram frum­varp um tíma­bund­ið bann við sölu á eign­ar­hlut­um rík­is­ins í bönk­un­um.

Forsætisráðherra hafi lofað að þessi ríkisstjórn selji ekki bankana

„Því hefur verið lofað að nýja forsætisráðherranum síðast í gær á fundi að sala bankanna verði ekki að veruleika hjá þessari ríkisstjórn,“ skrifar Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, á Facebook-síðu sína og deilir frétt RÚV þar sem haft er eftir Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra að pólitískur óstöðugleiki gæti seinkað sölu á hlut ríkisins í bönkunum. 

„Nú kemur loðna orðalagið frá Bjarna og alls ekki boðlegt að bankarnir séu seldir, ekki eitt % undir stjórn þessa fólks. Það er því miður svo að það er mjög erfitt að treysta neinu nema bindandi samkomulagi um þingrof. Og þó svo að þeir gera slíkt við minnihlutann þá er það því miður svo út af stjórnskipan landsins að ef ríkisstjórnin ákveður að ganga bak orða sinna að minnihlutinn hefur engin raunveruleg verkfæri til að stoppa eitt eða neitt. Þunginn hvílir á almannaáliti og fjölda fólks sem mætir á Austurvöll,“ skrifar Birgitta.

„Það er því miður svo að það er mjög erfitt að treysta neinu nema bindandi samkomulagi um þingrof.“

Í annarri færslu segir Birgitta ófremdarástand ríkja og að hún geti ekki treyst loforði forsætisráðherra um kosningar eftir þetta þing. „...þessi atburðarrás er hönnuð til að þjónka við Sjálfstæðisflokkinn og það verður allt reynt til að koma sér undan ábyrgð á því ástandi sem nú er í samfélaginu,“ skrifar hún meðal annars. „Bjarni segir á eina höndina að það eigi ekki að einakvæða LB en svo segir hann að það komi til greina að gera það ekki. Stór munur þar á. Sumir stjórnarliðar segja kosningar í haust og svo farið alla leið inn í enda október með dagsetningar. Það er ljóst að haustið er teygjanlegt hugtak all víða.“

Leggja til tímabundið bann við sölu á hlut ríkisins í bönkunum

Þingmenn Samfylkingarinnar lögðu í gær fram frumvarp um tímabundið bann við sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum, en lagt er til að bannið gildi til 1. nóvember næstkomandi. Í greinargerð með frumvarpinu segir að með þessu sé verið að bregðast við því fordæmalausa ástandi sem upp er komið í íslenskum stjórnmálum. „Ný ríkisstjórn er tekin til starfa og boðað hefur verið að almennar kosningar til Alþingis muni fara fram næsta haust. Ljóst er að staða þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr er mjög ótrygg. Má þannig í raun líkja núverandi ríkisstjórn við starfsstjórn sem ætlað er að sitja fram yfir kosningar þegar ný ríkisstjórn mun taka við. Ekki er því eðlilegt að sú ríkisstjórn sem nú situr geti tekið afdrifaríkar og stefnumarkandi ákvarðanir á þeim fáu mánuðum sem eftir eru af starfstíma hennar. Slíkar ákvarðanir ber að bíða með að taka fram yfir næstu kosningar þar sem stjórnmálamenn munu fá nýtt umboð frá kjósendum til góðra verka,“ segir meðal annars í greinargerðinni. 

Árni Páll Árnason
Árni Páll Árnason Samfylkingin leggur til tímabundið bann við sölu ríkisins á eignarhlutum í bönkunum.

Þá segir einnig að eignarhlutar ríkisins í fjármálafyrirtækjum séu gríðarlega verðmæti og því skipti miklu máli að fullkomið traust sé til stjórnvalda hafi þau í hyggju að selja að hluta eða að öllu leyti eignarhluti ríkisins. „Þar sem núverandi ríkisstjórn nýtur ekki trausts og ljóst að hún muni aðeins sitja í nokkra mánuði er ekki eðlilegt að fjármála- og efnahagsráðherra hafi þá heimild að selja eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Í þessu sambandi verður einnig að hafa í huga að sala á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum getur verið stefnumarkandi ákvörðun fyrir fjármálakerfið í heild sinni. Eignnarhald ríkisins á nánast öllu fjármálakerfinu gefur möguleika á því nú að endurskoða fjármálakerfið í heild sinni standi til þess pólitískur vilji,“ segir í greinargerð með frumvarpi Samfylkingarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
4
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár