Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Forsætisráðherra hafi lofað að þessi ríkisstjórn selji ekki bankana

Birgitta Jóns­dótt­ir seg­ir Sig­urð Inga Jó­hanns­son hafa lof­að því á fundi með stjórn­ar­and­stöð­unni að sala bank­anna verði ekki að veru­leika hjá þess­ari rík­is­stjórn. Sam­fylk­ing­in hef­ur lagt fram frum­varp um tíma­bund­ið bann við sölu á eign­ar­hlut­um rík­is­ins í bönk­un­um.

Forsætisráðherra hafi lofað að þessi ríkisstjórn selji ekki bankana

„Því hefur verið lofað að nýja forsætisráðherranum síðast í gær á fundi að sala bankanna verði ekki að veruleika hjá þessari ríkisstjórn,“ skrifar Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, á Facebook-síðu sína og deilir frétt RÚV þar sem haft er eftir Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra að pólitískur óstöðugleiki gæti seinkað sölu á hlut ríkisins í bönkunum. 

„Nú kemur loðna orðalagið frá Bjarna og alls ekki boðlegt að bankarnir séu seldir, ekki eitt % undir stjórn þessa fólks. Það er því miður svo að það er mjög erfitt að treysta neinu nema bindandi samkomulagi um þingrof. Og þó svo að þeir gera slíkt við minnihlutann þá er það því miður svo út af stjórnskipan landsins að ef ríkisstjórnin ákveður að ganga bak orða sinna að minnihlutinn hefur engin raunveruleg verkfæri til að stoppa eitt eða neitt. Þunginn hvílir á almannaáliti og fjölda fólks sem mætir á Austurvöll,“ skrifar Birgitta.

„Það er því miður svo að það er mjög erfitt að treysta neinu nema bindandi samkomulagi um þingrof.“

Í annarri færslu segir Birgitta ófremdarástand ríkja og að hún geti ekki treyst loforði forsætisráðherra um kosningar eftir þetta þing. „...þessi atburðarrás er hönnuð til að þjónka við Sjálfstæðisflokkinn og það verður allt reynt til að koma sér undan ábyrgð á því ástandi sem nú er í samfélaginu,“ skrifar hún meðal annars. „Bjarni segir á eina höndina að það eigi ekki að einakvæða LB en svo segir hann að það komi til greina að gera það ekki. Stór munur þar á. Sumir stjórnarliðar segja kosningar í haust og svo farið alla leið inn í enda október með dagsetningar. Það er ljóst að haustið er teygjanlegt hugtak all víða.“

Leggja til tímabundið bann við sölu á hlut ríkisins í bönkunum

Þingmenn Samfylkingarinnar lögðu í gær fram frumvarp um tímabundið bann við sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum, en lagt er til að bannið gildi til 1. nóvember næstkomandi. Í greinargerð með frumvarpinu segir að með þessu sé verið að bregðast við því fordæmalausa ástandi sem upp er komið í íslenskum stjórnmálum. „Ný ríkisstjórn er tekin til starfa og boðað hefur verið að almennar kosningar til Alþingis muni fara fram næsta haust. Ljóst er að staða þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr er mjög ótrygg. Má þannig í raun líkja núverandi ríkisstjórn við starfsstjórn sem ætlað er að sitja fram yfir kosningar þegar ný ríkisstjórn mun taka við. Ekki er því eðlilegt að sú ríkisstjórn sem nú situr geti tekið afdrifaríkar og stefnumarkandi ákvarðanir á þeim fáu mánuðum sem eftir eru af starfstíma hennar. Slíkar ákvarðanir ber að bíða með að taka fram yfir næstu kosningar þar sem stjórnmálamenn munu fá nýtt umboð frá kjósendum til góðra verka,“ segir meðal annars í greinargerðinni. 

Árni Páll Árnason
Árni Páll Árnason Samfylkingin leggur til tímabundið bann við sölu ríkisins á eignarhlutum í bönkunum.

Þá segir einnig að eignarhlutar ríkisins í fjármálafyrirtækjum séu gríðarlega verðmæti og því skipti miklu máli að fullkomið traust sé til stjórnvalda hafi þau í hyggju að selja að hluta eða að öllu leyti eignarhluti ríkisins. „Þar sem núverandi ríkisstjórn nýtur ekki trausts og ljóst að hún muni aðeins sitja í nokkra mánuði er ekki eðlilegt að fjármála- og efnahagsráðherra hafi þá heimild að selja eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Í þessu sambandi verður einnig að hafa í huga að sala á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum getur verið stefnumarkandi ákvörðun fyrir fjármálakerfið í heild sinni. Eignnarhald ríkisins á nánast öllu fjármálakerfinu gefur möguleika á því nú að endurskoða fjármálakerfið í heild sinni standi til þess pólitískur vilji,“ segir í greinargerð með frumvarpi Samfylkingarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár