Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Flóttamaðurinn sem fórnaði sér til að hjálpa öðrum

Í Tyrklandi eru hátt í þrjár millj­ón­ir sýr­lenskra flótta­manna. Þeirra á með­al er sýr­lenski flótta­mað­ur­inn Aslam Obaid, sem hef­ur nú fórn­að sínu tæki­færi til að kom­ast úr Grikklandi til að hjálpa öðr­um flótta­mönn­um. Benja­mín Ju­li­an skrif­ar frá vett­vangi: „Barna­vinna, nær eng­in rétt­indi verka­manna, síð­bú­in greiðsla launa og mun hærri út­gjöld en laun eru hér dag­legt brauð.“

Flóttamaðurinn sem fórnaði sér til að hjálpa öðrum

Í kringum þorpið Torbali vestarlega í Tyrklandi er fjöldi yfirgefinna húsa og tjaldbúða. Þær hafa verið þar í fjögur ár, en í dag búa þar meira en þúsund landflótta Sýrlendingar. Þeir eiga ekki pening fyrir ferðalagi úr landi og vinna dag hvern meðan birta leyfir fyrir stórbændur í nágrenninu. Rútur sækja þá fyrir sólarupprás og skila þeim heim eftir myrkur. Á meðan foreldrarnir bogra á ökrunum eru börnin heima, en þegar ég ók í gegn þann 9. mars voru mörg þeirra líka vinnandi. Sjálfboðaliði á staðnum segir þau hefja störf tólf ára gömul.

Í Tyrklandi eru hátt í þrjár milljónir sýrlenskra flóttamanna. Þeim er gert erfitt eða ómögulegt að fá löglega vinnu, og ef þeir eru heppnir fá þeir vinnu á borð við þessa. Í stórborgunum heyrist hvína í öllu óheilbrigðari saumastofum og lýsingar sjónarvotta, til dæmis blaðamanna The Guardian í janúarlok, eru í takt við nítjándu aldar útlistanir á iðnbyltingunni í Bretlandi. Barnavinna, nær engin réttindi verkamanna, síðbúin greiðsla launa og mun hærri útgjöld en laun eru hér daglegt brauð. Landbúnaðarverkamennirnir við Torbali þurfa stundum að reiða sig á matargjafir tyrkneskra nágranna, en fá þó að sjá dagsljós.

Ég kom til þeirra með þýskum sjálfboðaliðum sem vinna við að bæta heimili verkafólksins. Við skófluðum braki og rusli ofanaf einu eyðibýlinu, svo hægt væri að laga leka gegnum það. Húsin eru lúxusíbúðir þessara fátækrahverfa, en flestir búa í tjöldum. Á meðan við unnum komu nokkrir strákar - íbúar úr tjöldunum í kring - að hjálpa til. Stiginn uppá þak er kræklótt tré sem vinnueftirlit norðan Alpafjalla myndu líta hornauga. Ofanaf þakinu mátti sjá foreldrana ganga hokna í baki frá akri til akurs.

Fari þessir verkamenn til Evrópu er ekki hægt að kalla þá annað en „efnahagslega flóttamenn“. Þetta skammaryrði hefur lengi verið notað um hælisleitendur í Evrópu, undantekningarlítið af fólki sem hefur aldrei liðið skort. Aðgreining þeirra frá öðrum flóttamönnum er ekki aðeins til að gera lítið úr þörf þeirra á vernd, heldur hefur hún lagalegt vægi. Að flýja bágborið efnahagsástand gefur manni ekki rétt á hæli, samkvæmt flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna.

Sú staðreynd að hungursneyð drepur mann jafn áreiðanlega og stríð hefur drifið fjölda fólks úr heimalöndum sínum undanfarin ár. Trú flóttamanna af öllum sortum á að í Evrópu megi finna mannréttindi og betra líf hvetur þá til að leita á náðir evrópskra ríkja. Gegn þessum hvata reyna evrópskir stjórnmálamenn að tefla gaddavírsgirðingum, táragasi og flýttum brottvísunum. „Við þurfum fleiri myndir af brottvísunum á næstunni,“ sagði þingmaður CSU í Þýskalandi í desember. Það gæti haft „fælingarmátt“. Dönsk yfirvöld keyptu auglýsingu í líbönsku dagblaði í september sem lýsti hve illa yrði tekið á móti flóttamönnum sem kæmu til Danmerkur.

Þann 8. mars leit út fyrir að Evrópusambandið næði samkomulagi við Tyrkland um að brottvísa öllum flóttamönnum sem kæmu úr Tyrklandi beint þangað aftur, án málsmeðferðar. Þótt samkomulagið sé enn ekki í höfn tilkynntu lögregluyfirvöld á Balkanskaganum umsvifalaust að þau myndu loka Balkanleiðinni, langmest notuðu leið flóttamanna til Norður-Evrópu. Þrátt fyrir lokunina koma flóttamenn enn til Grikklands í stríðum straum. Þótt smyglleiðirnar séu allar mannskæðar eru fáar jafn drungalegar og leiðin frá tyrknesku borginni Cesme.

Draugaþorpið

Nokkurra mínútna akstur vesturfrá borginni er draugaþorp. Þegar maður ekur uppeftir malarslóðanum sem liggur inní það mæta manni þrír trylltir varðhundar, steinhlaðið virki og tugir gluggalausra steypuhúsa. Allt um kring liggja fatahrúgur, teppi og sóthrúgur í útbrunnum eldstæðum. Í skóginum umhverfis er plastrusl á hverjum 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár