Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Ekki réttur skilningur“ að foreldrar hafi fjárhagslega hagsmuni af því að börnum batni ekki

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra seg­ir að ákveðn­ir þætt­ir í barna­líf­eyri­s­kerf­inu geti skap­að ranga hvata. Hins veg­ar sé það ekki rétt­ur skiln­ing­ur hjá Morg­un­blað­inu að hann hafi sagt að for­eldr­ar hefðu fjár­hags­lega hags­muni af því að börn sem byggju hjá þeim næðu ekki bata.

„Ekki réttur skilningur“ að foreldrar hafi fjárhagslega hagsmuni af því að börnum batni ekki

Dæmi eru um að foreldrar hafi fjárhagslega hagsmuni af því að börn sem búa í heimahúsum nái ekki bata. Samkvæmt frétt Mbl.is kom þetta fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, á hádegisfundi hjá Samtökum eldri sjálfstæðismanna í gær.

Í svari við fyrirspurn Stundarinnar segir Bjarni hins vegar að þetta sé ekki réttur skilningur á orðum sínum. Hann skrifar:

„Þetta er ekki réttur skilningur. Í svari við fyrirspurn kom staða öryrkja til tals og fjölgun þeirra umdanfarin ár. Ég benti á að sú gagnrýni sem fram hefur komið á barnalífeyri (m.a. frá Pétri heitnum Blöndal) byggir á því að foreldrar (ekki börn) sem fara af örorku tapa honum og njóta sem launþegar töluvert minni stuðnings sem foreldrar. Þetta getur skapað ranga hvata. Um þetta hefur m.a. verið rætt í nefnd um endurskoðun almannatrygginga.“

Í frétt Mbl.is er haft eftir Bjarna að viðurkenna þurfi göt í bótakerfinu, auk þess sem mikilvægt sé að ná samkomu­lagi við Öryrkja­banda­lagið og aðra hags­munaaðila um að byggja á starfs­getumati en ekki lækn­is­fræðilegri ör­orku sem grund­velli ör­orku­bóta. „Nefndi ráðherr­ann ein­stak­linga sem fest­ust í grasreyk­ing­um og tölvu­leikj­um og svæfu fram á há­degi. Í sum­um til­fell­um hefðu for­eldr­ar fjár­hags­lega hags­muni af því að börn sem byggju hjá þeim næðu ekki bata. Göt væru í kerf­inu sem menn yrðu að viður­kenna að væru til staðar,“ segir í fréttinni. Þá kemur fram að Bjarni hafi sagt að sí­fellt fleira fólk á vinnualdri bygg­ði fram­færslu sína á ör­orku en ef maður seg­ði að fjölg­un ör­yrkja sé vanda­mál væri maður sakaður um að vera upp­full­ur af mann­vonsku.

Velferðarráðuneytið birti í vikunni upplýsingar um þróun örorku hérlendis. Þar kemur fram að á tímabilinu nóvember 2005 til nóvember 2015 fjölgaði öryrkjum um 29%. Var mest fjölgun á aldursbilinu 65-66 ára en öryrkjum á aldrinum 40-49 ára fjölgaði lítið sem ekkert. Í yngsta hópnum, 16-19 ára, varð mikil fækkun en í nóvember 2015 voru engu að síður 156 öryrkjar í þeim hópi. „Í því sambandi verður að hafa hliðsjón af því að með lagabreytingu sem tók gildi 1. janúar 2010 miðast lágmarksaldur örorkulífeyrisþega við 18 ár en var 16 ár áður,“ segir í texta ráðuneytisins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórnin

Kristján Þór og Þorsteinn Már „nánir  vinir“ í skilningi stjórnsýslulaga
FréttirRíkisstjórnin

Kristján Þór og Þor­steinn Már „nán­ir vin­ir“ í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga

Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, hafa ekki vilj­að svara spurn­ing­um um eðli vináttu sinn­ar. Sam­kvæmt hæfis­regl­um stjórn­sýslu­laga get­ur „ná­in vinátta“ haft áhrif á hæfi ráð­herra og annarra op­in­berra starfs­manna en í slíkri vináttu felst með­al ann­ars að menn um­gang­ist í frí­tíma sín­um.
Af hverju er spilling frekar umborin á Íslandi en í Svíþjóð?
Úttekt

Af hverju er spill­ing frek­ar um­bor­in á Ís­landi en í Sví­þjóð?

Mun­ur á um­ræðu og að­gerð­um stjórn­valda gegn spill­ingu í Sví­þjóð og á Ís­landi er hróp­lega mik­ill. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur á síð­ustu tveim­ur ár­um haf­ið rann­sókn á tveim­ur ráð­herr­um vegna spill­ing­ar. Þess­ar rann­sókn­ir byggj­ast samt á veik­ari for­send­um en mörg mál sem kom­ið hafa upp um ís­lenska ráð­herra á liðn­um ár­um. Þá eru óform­leg­ar regl­ur um spill­ingu og þol­in­mæði al­menn­ings gagn­vart spill­ingu allt ann­ars kon­ar á Ís­landi en í Sví­þjóð.
Er gagnrýnin á pólitíska hræsni Vinstri grænna innihaldslítil?
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillRíkisstjórnin

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Er gagn­rýn­in á póli­tíska hræsni Vinstri grænna inni­halds­lít­il?

Þeir sem stíga fram og tala fyr­ir hræsni­laus­um stjórn­mál­um eru blind­að­ir af tál­sýn um út­ópíska póli­tík sem ekki fyr­ir­finnst í raun­veru­leik­an­um. Þetta er einn af þráð­un­um í bók bresks fræði­manns um hræsni í stjórn­mál­um. Hér er ákvörð­un Vinstri grænna um mögu­legt stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn skoð­uð út frá þess­ari bók.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
3
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár