Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fordæmir skopmynd Morgunblaðsins og segir hana birtingarmynd mótlætis

Einn skipu­leggj­anda hinseg­in ný­yrða­sam­keppni for­dæm­ir skop­mynd Morg­un­blaðs­ins. „Mér finnst þetta sýna að bar­átt­unni er hvergi nærri lok­ið, sér­stak­lega fyr­ir fólk sem fell­ur fyr­ir ut­an þess­ar­ar kyntví­hyggju,“ seg­ir Þor­björg Þor­valds­dótt­ir.

Fordæmir skopmynd Morgunblaðsins og segir hana birtingarmynd mótlætis

„Átti ekki beint von á svona eitruðum viðbrögðum við saklausri nýyrðasamkeppni. Er hann að líkja hinsegin fólki við Frankenstein? Alveg hrikalega fyndið, eða þannig. Ágæt ástæða til að hætta viðskiptum við Morgunblaðið, ef þið eigið enn í þeim,“ skrifar Þorbjörg Þorvaldsdóttir, einn skipuleggjanda hinsegin nýyrðasamkeppni Samtakanna '78, á Facebook-síðu sinni. Með færslunni deilir hún skopmynd sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Samtökin '78 deildu færslu Þorbjargar rétt í þessu. Á myndinni má sjá hinsegin einstakling stinga upp á orðinu „frændkynstein“ sem nýyrði.

Skopmyndin er eignuð teiknaranum Helga Sig. 

Átti ekki beint von á svona eitruðum viðbrögðum við saklausri nýyrðasamkeppni. Er hann að líkja hinsegin fólki við...

Posted by Þorbjörg Þorvaldsdóttir on Thursday, August 6, 2015
 

Hinsegin fólki líkt við skrímsli

Í samtali við Stundina tekur Þorbjörg sterkar til orða en í færslunni og raunar fordæmir skopmyndina og segir hana birtingarmynd þess mótlætis sem hinsegin fólk stendur oft á tíðum frammi fyrir. „Ég get allavega sagt það að mér brá og blöskraði. Mér finnst þetta rosalega taktlaust af svona stóru blaði og í þessari viku. Hvernig þeir nenna að vera leiðinlegu kúkalabbarnir sem eyðileggja alla stemmingu,“ segir Þorbjörg sem situr í trúnaðarráði Samtakanna '78  auk þess að skipuleggja samkeppnina ásamt öðrum.

„Það er eins og það séu engin takmörk, kannski á það ekki að vera, eins og umræðan er um tjáningarfrelsi. Maður hefur nú séð ýmislegt frá þessum teiknara. Mér finnst þetta sýna að baráttunni er hvergi nærri lokið, sérstaklega fyrir fólk sem fellur fyrir utan þessarar kyntvíhyggju. Núna erum við til dæmis að biðja fólk um að finna upp á þessum ókyngreindu frændsemisorðum og það er greinilega verið að skjóta á það. Þetta fólk mætir gífurlegu mótlæti og þetta er sterk birtingarmynd þess. Það stendur næstum Frankenstein þarna. Maður spyr bara hvað er verið að smætta fólk niður í, einhver skrímsli? Þetta er ekki alveg í boði,“ segir Þorbjörg.  

Hýryrði 2015“

Líkt og fyrr segir vísar grín Morgunblaðsins til nýyrðasamkeppni Samtakanna '78 sem nefnist Hýryrði 2015. Markmiðið er að finna íslensk nýyrði fyrir orð sem ekki hafa fengið íslenska þýðingu og tengjast kyntjáning, kynvitund og kynhneigð. Hægt er taka þátt hér.

„Fjölmörg orð eru til í hinsegin orðaforðanum sem enn hafa ekki fengið íslenska þýðingu, en hinsegin hugtök og orð endurspegla svo sannarlega þá breidd sem er til staðar í hinsegin samfélaginu. Það er mikilvægt að við getum öll talað um hinsegin reynslu og hinsegin líf á móðurmáli okkar. Samtökin '78 hafa því efnt til nýyrðasamkeppni, sem fengið hefur heitið hýryrði 2015,“ segir á heimasíðu samkeppninnar.

Aðeins orðagrín

Stundin ræddi við Helga Sigurðsson sem teiknaði myndina. Hann segir að skopmyndin sé ekki illa meint og aðeins sé um orðagrín að ræða. Spurður út í viðbrögðin við myndinni segir hann: „Það verður bara að hafa það, en ég kommenta ekkert á þessar myndir. Þær verða bara að tala sínu máli. Það er bara þeirra mál ef þau taka þessu illa, þetta er bara grínmynd,“ segir Helgi. Að hans mati er ekkert ósmekklegt við teikninguna. „Þetta var bara eitthvað sem mér fannst fyndið á þessu augnabliki. Ég vissi alveg að það myndi stuða einhvern en þetta er bara saklaust grín. Þau verða bara að díla við það ef þetta þykir óþægileg,“ segir Helgi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár