Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fordæmir skopmynd Morgunblaðsins og segir hana birtingarmynd mótlætis

Einn skipu­leggj­anda hinseg­in ný­yrða­sam­keppni for­dæm­ir skop­mynd Morg­un­blaðs­ins. „Mér finnst þetta sýna að bar­átt­unni er hvergi nærri lok­ið, sér­stak­lega fyr­ir fólk sem fell­ur fyr­ir ut­an þess­ar­ar kyntví­hyggju,“ seg­ir Þor­björg Þor­valds­dótt­ir.

Fordæmir skopmynd Morgunblaðsins og segir hana birtingarmynd mótlætis

„Átti ekki beint von á svona eitruðum viðbrögðum við saklausri nýyrðasamkeppni. Er hann að líkja hinsegin fólki við Frankenstein? Alveg hrikalega fyndið, eða þannig. Ágæt ástæða til að hætta viðskiptum við Morgunblaðið, ef þið eigið enn í þeim,“ skrifar Þorbjörg Þorvaldsdóttir, einn skipuleggjanda hinsegin nýyrðasamkeppni Samtakanna '78, á Facebook-síðu sinni. Með færslunni deilir hún skopmynd sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Samtökin '78 deildu færslu Þorbjargar rétt í þessu. Á myndinni má sjá hinsegin einstakling stinga upp á orðinu „frændkynstein“ sem nýyrði.

Skopmyndin er eignuð teiknaranum Helga Sig. 

Átti ekki beint von á svona eitruðum viðbrögðum við saklausri nýyrðasamkeppni. Er hann að líkja hinsegin fólki við...

Posted by Þorbjörg Þorvaldsdóttir on Thursday, August 6, 2015
 

Hinsegin fólki líkt við skrímsli

Í samtali við Stundina tekur Þorbjörg sterkar til orða en í færslunni og raunar fordæmir skopmyndina og segir hana birtingarmynd þess mótlætis sem hinsegin fólk stendur oft á tíðum frammi fyrir. „Ég get allavega sagt það að mér brá og blöskraði. Mér finnst þetta rosalega taktlaust af svona stóru blaði og í þessari viku. Hvernig þeir nenna að vera leiðinlegu kúkalabbarnir sem eyðileggja alla stemmingu,“ segir Þorbjörg sem situr í trúnaðarráði Samtakanna '78  auk þess að skipuleggja samkeppnina ásamt öðrum.

„Það er eins og það séu engin takmörk, kannski á það ekki að vera, eins og umræðan er um tjáningarfrelsi. Maður hefur nú séð ýmislegt frá þessum teiknara. Mér finnst þetta sýna að baráttunni er hvergi nærri lokið, sérstaklega fyrir fólk sem fellur fyrir utan þessarar kyntvíhyggju. Núna erum við til dæmis að biðja fólk um að finna upp á þessum ókyngreindu frændsemisorðum og það er greinilega verið að skjóta á það. Þetta fólk mætir gífurlegu mótlæti og þetta er sterk birtingarmynd þess. Það stendur næstum Frankenstein þarna. Maður spyr bara hvað er verið að smætta fólk niður í, einhver skrímsli? Þetta er ekki alveg í boði,“ segir Þorbjörg.  

Hýryrði 2015“

Líkt og fyrr segir vísar grín Morgunblaðsins til nýyrðasamkeppni Samtakanna '78 sem nefnist Hýryrði 2015. Markmiðið er að finna íslensk nýyrði fyrir orð sem ekki hafa fengið íslenska þýðingu og tengjast kyntjáning, kynvitund og kynhneigð. Hægt er taka þátt hér.

„Fjölmörg orð eru til í hinsegin orðaforðanum sem enn hafa ekki fengið íslenska þýðingu, en hinsegin hugtök og orð endurspegla svo sannarlega þá breidd sem er til staðar í hinsegin samfélaginu. Það er mikilvægt að við getum öll talað um hinsegin reynslu og hinsegin líf á móðurmáli okkar. Samtökin '78 hafa því efnt til nýyrðasamkeppni, sem fengið hefur heitið hýryrði 2015,“ segir á heimasíðu samkeppninnar.

Aðeins orðagrín

Stundin ræddi við Helga Sigurðsson sem teiknaði myndina. Hann segir að skopmyndin sé ekki illa meint og aðeins sé um orðagrín að ræða. Spurður út í viðbrögðin við myndinni segir hann: „Það verður bara að hafa það, en ég kommenta ekkert á þessar myndir. Þær verða bara að tala sínu máli. Það er bara þeirra mál ef þau taka þessu illa, þetta er bara grínmynd,“ segir Helgi. Að hans mati er ekkert ósmekklegt við teikninguna. „Þetta var bara eitthvað sem mér fannst fyndið á þessu augnabliki. Ég vissi alveg að það myndi stuða einhvern en þetta er bara saklaust grín. Þau verða bara að díla við það ef þetta þykir óþægileg,“ segir Helgi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
6
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár