Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Fjallað um forboðið samband Megasar við „ladyboy“

Ein­læg­ar upp­ljóstran­ir í lífs­sög­unni Viðr­ini tel ég mig vera. Sleit sam­band­inu við taí­lensk­an „lady­boy“ og gaf út lag­ið Litl­ir, sæt­ir strák­ar.

Fjallað um forboðið samband Megasar við „ladyboy“
Megas Kynntist ladyboy á Taílandi og kom með hann til Íslands. Mynd: PressPhotos

„Taílandsferðin breytti öllu. og hann kom aftur allur annar maður með ný lífsviðhorf,” segir í nýrri bók um Megas, Viðrini tel ég mig vera, eftir Óttar Guðmundsson. Þarna er því lýst þegar tónlistarmaðurinn tók upp ástarsamband við ungan taílenskan mann, svokallaðan „ladyboy“, Mú að nafni. Megas bauð Mú til Íslands og landið bókstaflega logaði af kjaftasögum.

Rakið er í bókinni hvernig ástarsamband þeirra kom til. Megas hafði hitt Mú á bar „þar sem hann kom fram sem kona eða drag-kvín”.

Megas fellur af stalli

„Þeir hrifust hvor af öðrum og urðu nánir vinir. Megas fór fljótlega aftur til Taílands og hann bauð Mú að koma til Íslands. Megas sótti vin sinn út á flugvöll og fór með hann heim til sín þar sem Mú dvaldist um hríð,“ segir í bókinni.

Áður en þetta kom til virtist framtíðin ætla að verða sú að Megas yrði settur á stall af þjóð sinni og hlyti fjölda viðurkenninga. Hann var elskaður og dáður og edrúmennskan var í fyrirrúmi. Höfundur spáir því að Megas verði aufúsugestur á Bessastöðum og fái listamannalaun í áskrift. En svo snérist allt gegn honum.

„Megas datt eins og fallin keila af sínum nýfengna stalli“

„Íslenskt samfélag var á engan  hátt tilbúið til að sætta sig við samband þessara tveggja manna. Margar sögur fóru á flug og fljótlega var Mú orðinn 12-13 ára og kominn í útleigu til bæði karla og kvenna. Megas datt eins og fallin keila af sínum nýfengna stalli og varð að pervert, vændiskaupanda, barnaperra og homma í þjóðarvitundinni. Fallið var hátt og margir tilbúnir til að kasta steinum í skáldið,” segir í bókinni.

Forboðnar ástir

Bókarhöfundur líkir þessu við forboðnar ástir séra Hallgíms Péturssonar og Guðríðar Símonardóttur. Þá hafi eins og nú náðst þjóðarsátt um að fordæma hið breyska skáld.

„Sannleikurinn var sá að Mú var fullorðinn, fæddur karlmaður en klæddi sig og málaði sig eins og kona og lifði á landamærum kynjanna. Slíkir menn kallast transvestítar, klæðskiptingar eða ladyboys í Taílandi …,“ segir í bókinni.

Því er lýst í bókinni að Mú hafi litið upp til Megasar en fljótlega uppgötvað vandamál Megasar með eigin kynhneigð eða skort á samkynhneigð. Og það fjaraði undan sambandinu. Mú fór að fara sínar eigin leiðir.

„Litlir sætir strákar“

Mú sást oft í Vesturbæjargufunni og fleiri stöðum þar sem karlmenn hittust til spjalls og leikja. Eftir nokkurn tíma hafði Megas misst öll tök á aðstæðunum og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Algjör hlutverkaskipti urðu í sambandinu. Megas varð bráðin en Mú veiðimaður en ekki öfugt eins og þegar þeir hittust fyrst …,” segir í bókinni.

Mú kom aftur til Íslands en þá var sambandið „tekið að súrna”. Gjáin milli þeirra dýpkaði. Megas uppgötvaði að hann hafði vakið til lífsins ástand sem hann réði engan veginn við.

„Hann var gagnkynhneigður í sambandi við samkynhneigðan mann í kvenmannsgervi sem ætlast var til að hann héldi uppi …,“ skrifar Óttar um endalok sambandsins. Seinna átti Megas eftir að vekja upp enn meira umtal þegar hann gaf út lagið Litlir sætir strákar.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár