Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fjallað um forboðið samband Megasar við „ladyboy“

Ein­læg­ar upp­ljóstran­ir í lífs­sög­unni Viðr­ini tel ég mig vera. Sleit sam­band­inu við taí­lensk­an „lady­boy“ og gaf út lag­ið Litl­ir, sæt­ir strák­ar.

Fjallað um forboðið samband Megasar við „ladyboy“
Megas Kynntist ladyboy á Taílandi og kom með hann til Íslands. Mynd: PressPhotos

„Taílandsferðin breytti öllu. og hann kom aftur allur annar maður með ný lífsviðhorf,” segir í nýrri bók um Megas, Viðrini tel ég mig vera, eftir Óttar Guðmundsson. Þarna er því lýst þegar tónlistarmaðurinn tók upp ástarsamband við ungan taílenskan mann, svokallaðan „ladyboy“, Mú að nafni. Megas bauð Mú til Íslands og landið bókstaflega logaði af kjaftasögum.

Rakið er í bókinni hvernig ástarsamband þeirra kom til. Megas hafði hitt Mú á bar „þar sem hann kom fram sem kona eða drag-kvín”.

Megas fellur af stalli

„Þeir hrifust hvor af öðrum og urðu nánir vinir. Megas fór fljótlega aftur til Taílands og hann bauð Mú að koma til Íslands. Megas sótti vin sinn út á flugvöll og fór með hann heim til sín þar sem Mú dvaldist um hríð,“ segir í bókinni.

Áður en þetta kom til virtist framtíðin ætla að verða sú að Megas yrði settur á stall af þjóð sinni og hlyti fjölda viðurkenninga. Hann var elskaður og dáður og edrúmennskan var í fyrirrúmi. Höfundur spáir því að Megas verði aufúsugestur á Bessastöðum og fái listamannalaun í áskrift. En svo snérist allt gegn honum.

„Megas datt eins og fallin keila af sínum nýfengna stalli“

„Íslenskt samfélag var á engan  hátt tilbúið til að sætta sig við samband þessara tveggja manna. Margar sögur fóru á flug og fljótlega var Mú orðinn 12-13 ára og kominn í útleigu til bæði karla og kvenna. Megas datt eins og fallin keila af sínum nýfengna stalli og varð að pervert, vændiskaupanda, barnaperra og homma í þjóðarvitundinni. Fallið var hátt og margir tilbúnir til að kasta steinum í skáldið,” segir í bókinni.

Forboðnar ástir

Bókarhöfundur líkir þessu við forboðnar ástir séra Hallgíms Péturssonar og Guðríðar Símonardóttur. Þá hafi eins og nú náðst þjóðarsátt um að fordæma hið breyska skáld.

„Sannleikurinn var sá að Mú var fullorðinn, fæddur karlmaður en klæddi sig og málaði sig eins og kona og lifði á landamærum kynjanna. Slíkir menn kallast transvestítar, klæðskiptingar eða ladyboys í Taílandi …,“ segir í bókinni.

Því er lýst í bókinni að Mú hafi litið upp til Megasar en fljótlega uppgötvað vandamál Megasar með eigin kynhneigð eða skort á samkynhneigð. Og það fjaraði undan sambandinu. Mú fór að fara sínar eigin leiðir.

„Litlir sætir strákar“

Mú sást oft í Vesturbæjargufunni og fleiri stöðum þar sem karlmenn hittust til spjalls og leikja. Eftir nokkurn tíma hafði Megas misst öll tök á aðstæðunum og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Algjör hlutverkaskipti urðu í sambandinu. Megas varð bráðin en Mú veiðimaður en ekki öfugt eins og þegar þeir hittust fyrst …,” segir í bókinni.

Mú kom aftur til Íslands en þá var sambandið „tekið að súrna”. Gjáin milli þeirra dýpkaði. Megas uppgötvaði að hann hafði vakið til lífsins ástand sem hann réði engan veginn við.

„Hann var gagnkynhneigður í sambandi við samkynhneigðan mann í kvenmannsgervi sem ætlast var til að hann héldi uppi …,“ skrifar Óttar um endalok sambandsins. Seinna átti Megas eftir að vekja upp enn meira umtal þegar hann gaf út lagið Litlir sætir strákar.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár