„Er fólk frá Íslandi hérna?“ spurði bandaríski þáttarstjórnandinn Stephen Colbert þegar fagnaðarlæti brutust út í The Late Show í gær við að landið var nefnt á nafn.
Ísland nýtur nú fordæmalauss stuðnings í íþróttagrein eftir að hafa náð að komast upp úr riðlakeppninni þrátt fyrir að vera fámennasta þjóðin til að taka þátt í stórmóti í knattspyrnu, sem er vinsælasta íþrótt heims.
Guðmundur Benediktsson lýsandi hefur auk þess slegið í gegn með tilfinningalegu uppnámi sem hann komst í við lýsingar á sigurmarki íslenska landsliðsins gegn Austurríki á miðvikudaginn. „Engar áhyggjur. Það eru ekki úlfar að rífa hann í sig. Þetta er hamingja,“ segir Colbert.
Athugasemdir