Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Flóttamaður stöðvaður á leiðinni til Íslands

Tví­tug­ur flótta­mað­ur frá Sýr­landi fannst um borð í Nor­rænu í morg­un. Ætl­aði til Ís­lands.

Flóttamaður stöðvaður á leiðinni til Íslands

Flóttamaður frá Sýrlandi fannst um borð í ferjunni Norrænu þegar skipið lagði að höfn í Þórshöfn í Færeyjum í morgun. Samkvæmt frétt færeyska miðilsins Local hafði maðurinn verið í ferjunni frá því skipið lagði frá höfn í Hirtshals í Danmörku og var för hans heitið til Íslands. Miðillinn hefur það jafnframt eftir lögreglunni á staðnum að flóttamaðurinn hafi nú verið hnepptur í varðhald og verði yfirheyrður síðar í dag. 

Færeyski fjölmiðillinn Portal fullyrðir að um tvítugan Sýrlending sé að ræða og verður hann sendur úr landi að loknum yfirheyrslum. Miðillinn ræðir við Rúna Poulsen, forstjóra Smyril Line, sem segir það endrum og eins koma fyrir að laumufarþegar finnist um borð í Norrænu. Enginn þeirra hafi ætlað til Færeyja heldur setja allir stefnuna á Ísland. 

Flóttafólk frá Sýrlandi streymir nú í auknum mæli til Danmerkur og hefur eftirlit um borð í Norrænu verið hert í kjölfarið að því er kemur fram í frétt Portal um málið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár