Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Flóttamaður stöðvaður á leiðinni til Íslands

Tví­tug­ur flótta­mað­ur frá Sýr­landi fannst um borð í Nor­rænu í morg­un. Ætl­aði til Ís­lands.

Flóttamaður stöðvaður á leiðinni til Íslands

Flóttamaður frá Sýrlandi fannst um borð í ferjunni Norrænu þegar skipið lagði að höfn í Þórshöfn í Færeyjum í morgun. Samkvæmt frétt færeyska miðilsins Local hafði maðurinn verið í ferjunni frá því skipið lagði frá höfn í Hirtshals í Danmörku og var för hans heitið til Íslands. Miðillinn hefur það jafnframt eftir lögreglunni á staðnum að flóttamaðurinn hafi nú verið hnepptur í varðhald og verði yfirheyrður síðar í dag. 

Færeyski fjölmiðillinn Portal fullyrðir að um tvítugan Sýrlending sé að ræða og verður hann sendur úr landi að loknum yfirheyrslum. Miðillinn ræðir við Rúna Poulsen, forstjóra Smyril Line, sem segir það endrum og eins koma fyrir að laumufarþegar finnist um borð í Norrænu. Enginn þeirra hafi ætlað til Færeyja heldur setja allir stefnuna á Ísland. 

Flóttafólk frá Sýrlandi streymir nú í auknum mæli til Danmerkur og hefur eftirlit um borð í Norrænu verið hert í kjölfarið að því er kemur fram í frétt Portal um málið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Draumur sem aldrei varð: „Gat tilveran orðið svartari?“
5
Viðtal

Draum­ur sem aldrei varð: „Gat til­ver­an orð­ið svart­ari?“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár