Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Flóttamaður stöðvaður á leiðinni til Íslands

Tví­tug­ur flótta­mað­ur frá Sýr­landi fannst um borð í Nor­rænu í morg­un. Ætl­aði til Ís­lands.

Flóttamaður stöðvaður á leiðinni til Íslands

Flóttamaður frá Sýrlandi fannst um borð í ferjunni Norrænu þegar skipið lagði að höfn í Þórshöfn í Færeyjum í morgun. Samkvæmt frétt færeyska miðilsins Local hafði maðurinn verið í ferjunni frá því skipið lagði frá höfn í Hirtshals í Danmörku og var för hans heitið til Íslands. Miðillinn hefur það jafnframt eftir lögreglunni á staðnum að flóttamaðurinn hafi nú verið hnepptur í varðhald og verði yfirheyrður síðar í dag. 

Færeyski fjölmiðillinn Portal fullyrðir að um tvítugan Sýrlending sé að ræða og verður hann sendur úr landi að loknum yfirheyrslum. Miðillinn ræðir við Rúna Poulsen, forstjóra Smyril Line, sem segir það endrum og eins koma fyrir að laumufarþegar finnist um borð í Norrænu. Enginn þeirra hafi ætlað til Færeyja heldur setja allir stefnuna á Ísland. 

Flóttafólk frá Sýrlandi streymir nú í auknum mæli til Danmerkur og hefur eftirlit um borð í Norrænu verið hert í kjölfarið að því er kemur fram í frétt Portal um málið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár