Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Flóttamaður stöðvaður á leiðinni til Íslands

Tví­tug­ur flótta­mað­ur frá Sýr­landi fannst um borð í Nor­rænu í morg­un. Ætl­aði til Ís­lands.

Flóttamaður stöðvaður á leiðinni til Íslands

Flóttamaður frá Sýrlandi fannst um borð í ferjunni Norrænu þegar skipið lagði að höfn í Þórshöfn í Færeyjum í morgun. Samkvæmt frétt færeyska miðilsins Local hafði maðurinn verið í ferjunni frá því skipið lagði frá höfn í Hirtshals í Danmörku og var för hans heitið til Íslands. Miðillinn hefur það jafnframt eftir lögreglunni á staðnum að flóttamaðurinn hafi nú verið hnepptur í varðhald og verði yfirheyrður síðar í dag. 

Færeyski fjölmiðillinn Portal fullyrðir að um tvítugan Sýrlending sé að ræða og verður hann sendur úr landi að loknum yfirheyrslum. Miðillinn ræðir við Rúna Poulsen, forstjóra Smyril Line, sem segir það endrum og eins koma fyrir að laumufarþegar finnist um borð í Norrænu. Enginn þeirra hafi ætlað til Færeyja heldur setja allir stefnuna á Ísland. 

Flóttafólk frá Sýrlandi streymir nú í auknum mæli til Danmerkur og hefur eftirlit um borð í Norrænu verið hert í kjölfarið að því er kemur fram í frétt Portal um málið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár