Jón Örn Loðmfjörð sendi á dögunum frá sér ljóðabókina Sprungur, sem hann segir sína fyrstu til fjórðu ljóðabók, það fari eftir skilgreiningu á því hvað ljóðabók sé. Hvað sem þeim skilgreiningum líður hefur hann þó verið áberandi í ljóðaheiminum þó nokkuð lengi og er enginn nýgræðingur í faginu. En um hvað er hann að fjalla í Sprungum?
„Ég ákvað kannski ekki eitthvert eitt yrkisefni. Heldur ákveðna stemningu. Ákveðna tilfinningu og liti. Ég held það þurfi ekki annað en að lesa nokkur ljóð til að átta sig á því – en mér finnst kannski hálf-leiðinlegt að þröngva upp á fólk nákvæmari skilgreiningu. Nógu mikið hef ég haft fyrir því að kötta og kötta út svo hægt sé að nálgast textana á fleiri en einn vegu.“
Athugasemdir