Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Flestar símhleranir eru gerðar hjá saklausum

Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þing­mað­ur Pírata, vakti at­hygli á því á Al­þingi að nær all­ar beiðn­ir lög­reglu um sím­hler­un eru sam­þykkt­ar. 60% mála sem tengj­ast sím­hler­un­um eru felld nið­ur.

Flestar símhleranir eru gerðar hjá saklausum

Þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson, beindi athygli að heimildum lögreglu til símhlerana í sérstakri umræðu á Alþingi í dag. Fyrir rúmu ári lagði Helgi Hrafn fram fyrirspurnir á Alþingi til innanríkisráðherra um ástæður hlerana frá ársbyrjun 2008.

„Hlerunarbeiðnir lögreglunnar eru samþykktar í 99,31 prósent tilfella. Það er í reynd öllum tilvika, með einstaka, einstaka undantekningum. Þetta eru fimm hafnanir af 720 beiðnum. Það er eiginlega þannig að lögreglan biður um heimild og fær hana,“ sagði Helgi Hrafn í ræðu sinni.  

Langoftast vegna fíkniefnabrota

Helgi Hrafn segir að það hafi sömuleiðis vakið athygli sína í hvaða tilvikum símhleranir væru notaðar. „Það vekur líka áhuga minn að sjá í hvaða málum þetta er notað. Ef einhver nefnir manndráp eða mansal eða kynferðisbrot þá eru allir auðvitað til í að hlera, og gott og vel. En þessar beiðnir koma fram hins vegar yfirleitt eða það er að segja í meirihluta beiðna kemur til vegna fíkniefnabrota. Það er að segja um 65 prósent tilvika. 65 prósent hlerunartilvika koma til vegna fíkniefnabrota. Vegna mansalsbrota er það 2,64 prósent. Kynferðisbrota: 5,28 prósent. Þannig að það er í hreinum meirihluta, stærri meirihluta en meirihlutinn er hér á þingi, þar sem þetta er notað í fíkniefnabrotum,“ sagði Helgi Hrafn.

Minnihluti mála lögmæt

Þingmaðurinn benti sömuleiðis á að samkvæmt tölfræði virðast símhleranir ekki vera sérlega skilvirkt aðferð til að leiða fram dóm. „Ef maður lítur á afdrif mála, hvernig fer fyrir þessum málum, þá falla málin niður í sextíu prósent tilvika, ýmist hjá ákæruvaldi eða lögreglu. Það er einungis í 40 prósent mála þar sem málið heldur áfram og teljast því lögmæt,“ sagði Helgi Hrafn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.
„Ég var lifandi dauð“
5
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár