Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Flestar símhleranir eru gerðar hjá saklausum

Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þing­mað­ur Pírata, vakti at­hygli á því á Al­þingi að nær all­ar beiðn­ir lög­reglu um sím­hler­un eru sam­þykkt­ar. 60% mála sem tengj­ast sím­hler­un­um eru felld nið­ur.

Flestar símhleranir eru gerðar hjá saklausum

Þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson, beindi athygli að heimildum lögreglu til símhlerana í sérstakri umræðu á Alþingi í dag. Fyrir rúmu ári lagði Helgi Hrafn fram fyrirspurnir á Alþingi til innanríkisráðherra um ástæður hlerana frá ársbyrjun 2008.

„Hlerunarbeiðnir lögreglunnar eru samþykktar í 99,31 prósent tilfella. Það er í reynd öllum tilvika, með einstaka, einstaka undantekningum. Þetta eru fimm hafnanir af 720 beiðnum. Það er eiginlega þannig að lögreglan biður um heimild og fær hana,“ sagði Helgi Hrafn í ræðu sinni.  

Langoftast vegna fíkniefnabrota

Helgi Hrafn segir að það hafi sömuleiðis vakið athygli sína í hvaða tilvikum símhleranir væru notaðar. „Það vekur líka áhuga minn að sjá í hvaða málum þetta er notað. Ef einhver nefnir manndráp eða mansal eða kynferðisbrot þá eru allir auðvitað til í að hlera, og gott og vel. En þessar beiðnir koma fram hins vegar yfirleitt eða það er að segja í meirihluta beiðna kemur til vegna fíkniefnabrota. Það er að segja um 65 prósent tilvika. 65 prósent hlerunartilvika koma til vegna fíkniefnabrota. Vegna mansalsbrota er það 2,64 prósent. Kynferðisbrota: 5,28 prósent. Þannig að það er í hreinum meirihluta, stærri meirihluta en meirihlutinn er hér á þingi, þar sem þetta er notað í fíkniefnabrotum,“ sagði Helgi Hrafn.

Minnihluti mála lögmæt

Þingmaðurinn benti sömuleiðis á að samkvæmt tölfræði virðast símhleranir ekki vera sérlega skilvirkt aðferð til að leiða fram dóm. „Ef maður lítur á afdrif mála, hvernig fer fyrir þessum málum, þá falla málin niður í sextíu prósent tilvika, ýmist hjá ákæruvaldi eða lögreglu. Það er einungis í 40 prósent mála þar sem málið heldur áfram og teljast því lögmæt,“ sagði Helgi Hrafn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár