Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Flestar símhleranir eru gerðar hjá saklausum

Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þing­mað­ur Pírata, vakti at­hygli á því á Al­þingi að nær all­ar beiðn­ir lög­reglu um sím­hler­un eru sam­þykkt­ar. 60% mála sem tengj­ast sím­hler­un­um eru felld nið­ur.

Flestar símhleranir eru gerðar hjá saklausum

Þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson, beindi athygli að heimildum lögreglu til símhlerana í sérstakri umræðu á Alþingi í dag. Fyrir rúmu ári lagði Helgi Hrafn fram fyrirspurnir á Alþingi til innanríkisráðherra um ástæður hlerana frá ársbyrjun 2008.

„Hlerunarbeiðnir lögreglunnar eru samþykktar í 99,31 prósent tilfella. Það er í reynd öllum tilvika, með einstaka, einstaka undantekningum. Þetta eru fimm hafnanir af 720 beiðnum. Það er eiginlega þannig að lögreglan biður um heimild og fær hana,“ sagði Helgi Hrafn í ræðu sinni.  

Langoftast vegna fíkniefnabrota

Helgi Hrafn segir að það hafi sömuleiðis vakið athygli sína í hvaða tilvikum símhleranir væru notaðar. „Það vekur líka áhuga minn að sjá í hvaða málum þetta er notað. Ef einhver nefnir manndráp eða mansal eða kynferðisbrot þá eru allir auðvitað til í að hlera, og gott og vel. En þessar beiðnir koma fram hins vegar yfirleitt eða það er að segja í meirihluta beiðna kemur til vegna fíkniefnabrota. Það er að segja um 65 prósent tilvika. 65 prósent hlerunartilvika koma til vegna fíkniefnabrota. Vegna mansalsbrota er það 2,64 prósent. Kynferðisbrota: 5,28 prósent. Þannig að það er í hreinum meirihluta, stærri meirihluta en meirihlutinn er hér á þingi, þar sem þetta er notað í fíkniefnabrotum,“ sagði Helgi Hrafn.

Minnihluti mála lögmæt

Þingmaðurinn benti sömuleiðis á að samkvæmt tölfræði virðast símhleranir ekki vera sérlega skilvirkt aðferð til að leiða fram dóm. „Ef maður lítur á afdrif mála, hvernig fer fyrir þessum málum, þá falla málin niður í sextíu prósent tilvika, ýmist hjá ákæruvaldi eða lögreglu. Það er einungis í 40 prósent mála þar sem málið heldur áfram og teljast því lögmæt,“ sagði Helgi Hrafn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
3
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár