Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fjörutíu druslur í einni bók

Ég er drusla er heiti bók­ar sem kom út hjá Sölku á dög­un­um. Þar tjá rúm­lega fjöru­tíu manns sig um kyn­ferð­isof­beldi frá ólík­um sjón­ar­horn­um með ólík­um hætti. Það er Druslu­gang­an sem stend­ur á bak við út­gáfu bók­ar­inn­ar og einn þriggja rit­stjóra er Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir. Hún sagði Stund­inni frá bók­inni og til­urð henn­ar.

Fjörutíu druslur í einni bók
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Mynd: Heiða Helgadóttir

Útgáfu bókarinnar Ég er drusla frestaðist um skeið vegna ábendingar um að einn aðstandenda bókarinnar væri kynferðisbrotamaður, en hún er loks orðin að veruleika.

„Bókin hefur verið í bígerð í heil þrjú ár, en upprunalega átti að gefa út ljósmyndabók sem heimild um gönguna. Hætt var við þá útgáfu þegar Druslugönguhópnum barst ábending um að einn þeirra sem kom að bókinni væri kynferðisbrotamaður. Ásakanirnar gerðu að verkum að við sáum okkur ekki fært að standa að útgáfunni, enda markmið göngunnar að standa með þolendum og uppræta kynferðisofbeldi. Enn var þó í Druslugönguhópnum löngun til að fanga anda göngunnar og fólksins sem að henni kemur í bókarform. Eftir nokkra umhugsun áttuðum við okkur á að auðvitað ætti bókin að vera frjáls vettvangur fyrir fólk til að tjá sig á sinn eigin hátt um kynferðisofbeldi, femínisma eða hvað sem því lægi á hjarta. Við höfðum því samband við yfir fjörutíu listamenn, rithöfunda, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu