Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fjörutíu druslur í einni bók

Ég er drusla er heiti bók­ar sem kom út hjá Sölku á dög­un­um. Þar tjá rúm­lega fjöru­tíu manns sig um kyn­ferð­isof­beldi frá ólík­um sjón­ar­horn­um með ólík­um hætti. Það er Druslu­gang­an sem stend­ur á bak við út­gáfu bók­ar­inn­ar og einn þriggja rit­stjóra er Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir. Hún sagði Stund­inni frá bók­inni og til­urð henn­ar.

Fjörutíu druslur í einni bók
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Mynd: Heiða Helgadóttir

Útgáfu bókarinnar Ég er drusla frestaðist um skeið vegna ábendingar um að einn aðstandenda bókarinnar væri kynferðisbrotamaður, en hún er loks orðin að veruleika.

„Bókin hefur verið í bígerð í heil þrjú ár, en upprunalega átti að gefa út ljósmyndabók sem heimild um gönguna. Hætt var við þá útgáfu þegar Druslugönguhópnum barst ábending um að einn þeirra sem kom að bókinni væri kynferðisbrotamaður. Ásakanirnar gerðu að verkum að við sáum okkur ekki fært að standa að útgáfunni, enda markmið göngunnar að standa með þolendum og uppræta kynferðisofbeldi. Enn var þó í Druslugönguhópnum löngun til að fanga anda göngunnar og fólksins sem að henni kemur í bókarform. Eftir nokkra umhugsun áttuðum við okkur á að auðvitað ætti bókin að vera frjáls vettvangur fyrir fólk til að tjá sig á sinn eigin hátt um kynferðisofbeldi, femínisma eða hvað sem því lægi á hjarta. Við höfðum því samband við yfir fjörutíu listamenn, rithöfunda, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár