Útgáfu bókarinnar Ég er drusla frestaðist um skeið vegna ábendingar um að einn aðstandenda bókarinnar væri kynferðisbrotamaður, en hún er loks orðin að veruleika.
„Bókin hefur verið í bígerð í heil þrjú ár, en upprunalega átti að gefa út ljósmyndabók sem heimild um gönguna. Hætt var við þá útgáfu þegar Druslugönguhópnum barst ábending um að einn þeirra sem kom að bókinni væri kynferðisbrotamaður. Ásakanirnar gerðu að verkum að við sáum okkur ekki fært að standa að útgáfunni, enda markmið göngunnar að standa með þolendum og uppræta kynferðisofbeldi. Enn var þó í Druslugönguhópnum löngun til að fanga anda göngunnar og fólksins sem að henni kemur í bókarform. Eftir nokkra umhugsun áttuðum við okkur á að auðvitað ætti bókin að vera frjáls vettvangur fyrir fólk til að tjá sig á sinn eigin hátt um kynferðisofbeldi, femínisma eða hvað sem því lægi á hjarta. Við höfðum því samband við yfir fjörutíu listamenn, rithöfunda, …
Athugasemdir