Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fjögur kjaftshögg Árna Johnsen

Árni Johnsen varð þekkt­ur fyr­ir að heilsa að sjó­mannas­ið ár­ið 1984. Hann hélt upp­tekn­um hætti og þrír popp­ar­ar urðu fyr­ir hrammi hans.

Fjögur kjaftshögg Árna Johnsen

Um verslunarmannahelgina í ágúst 2005 kom upp mál á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, var sakaður um að hafa kýlt Hreim Örn Heimisson söngvara á sviðinu í Herjólfsdal. Vitni sáu þegar atburðurinn varð og var staðfest að Árni hefði slegið söngvarann utan undir. Hreimur varð þriðji tónlistarmaðurinn til að verða fyrir hrammi þingmannsins þáverandi. Áður höfðu Páll Óskar Hjálmtýsson og Erpur Eyvindarson lent í ónáð Árna þannig að af hlaust líkamlegt ofbeldi.

DV sagði frá málinu í fyrsta tölublaði eftir hátíðina. Þar segir að Árni og Hreimur séu ekki sammála um atburðinn sem varð þegar fjöldi söngvara var kominn á svið til að syngja þjóðhátíðarlagið Lífið er yndislegt. Þá birtist Árni og veittist að Hreimi. Hreimur Örn sagði við DV að Árni hefði kýlt sig en Árni sagðist aftur á móti hafa rekist óviljandi í hann og strax beðist afsökunar. Vitni lýstu því að Árni hefði rekið Hreimi kröftugan löðrung.

„Síminn hefur ekki stoppað hjá mér í dag og fólk hefur verið að hvetja mig til að kæra. Ég ætla hins vegar ekki að gera það. Ég leyfi þjóðinni að hlæja að honum í staðinn,“ Hreimur við blaðið.

Árni Johnsen segir ekkert til í þessum ásökunum. „Þetta er úlfaldi í mýflugumynd,“ sagði hann í samtali við DV.

„Ég var að taka saman hljóðnema á sviðinu þegar ég rakst óviljandi utan í hann. Þetta er bara misskilningur. Ég bað hann afsökunar strax og man ekki betur en að við höfum gert út um þetta strax á sviðinu,“ sagði Árni. Hreimur vísar því til föðurhúsanna að Árni hafi beðið sig afsökunar á sviðinu. Hann sagði hegðun Árna hafa verið fáránlega.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gamla fréttin

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
3
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár