Fjögur kjaftshögg Árna Johnsen

Árni Johnsen varð þekkt­ur fyr­ir að heilsa að sjó­mannas­ið ár­ið 1984. Hann hélt upp­tekn­um hætti og þrír popp­ar­ar urðu fyr­ir hrammi hans.

Fjögur kjaftshögg Árna Johnsen

Um verslunarmannahelgina í ágúst 2005 kom upp mál á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, var sakaður um að hafa kýlt Hreim Örn Heimisson söngvara á sviðinu í Herjólfsdal. Vitni sáu þegar atburðurinn varð og var staðfest að Árni hefði slegið söngvarann utan undir. Hreimur varð þriðji tónlistarmaðurinn til að verða fyrir hrammi þingmannsins þáverandi. Áður höfðu Páll Óskar Hjálmtýsson og Erpur Eyvindarson lent í ónáð Árna þannig að af hlaust líkamlegt ofbeldi.

DV sagði frá málinu í fyrsta tölublaði eftir hátíðina. Þar segir að Árni og Hreimur séu ekki sammála um atburðinn sem varð þegar fjöldi söngvara var kominn á svið til að syngja þjóðhátíðarlagið Lífið er yndislegt. Þá birtist Árni og veittist að Hreimi. Hreimur Örn sagði við DV að Árni hefði kýlt sig en Árni sagðist aftur á móti hafa rekist óviljandi í hann og strax beðist afsökunar. Vitni lýstu því að Árni hefði rekið Hreimi kröftugan löðrung.

„Síminn hefur ekki stoppað hjá mér í dag og fólk hefur verið að hvetja mig til að kæra. Ég ætla hins vegar ekki að gera það. Ég leyfi þjóðinni að hlæja að honum í staðinn,“ Hreimur við blaðið.

Árni Johnsen segir ekkert til í þessum ásökunum. „Þetta er úlfaldi í mýflugumynd,“ sagði hann í samtali við DV.

„Ég var að taka saman hljóðnema á sviðinu þegar ég rakst óviljandi utan í hann. Þetta er bara misskilningur. Ég bað hann afsökunar strax og man ekki betur en að við höfum gert út um þetta strax á sviðinu,“ sagði Árni. Hreimur vísar því til föðurhúsanna að Árni hafi beðið sig afsökunar á sviðinu. Hann sagði hegðun Árna hafa verið fáránlega.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gamla fréttin

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
2
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár