Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Fjögur kjaftshögg Árna Johnsen

Árni Johnsen varð þekkt­ur fyr­ir að heilsa að sjó­mannas­ið ár­ið 1984. Hann hélt upp­tekn­um hætti og þrír popp­ar­ar urðu fyr­ir hrammi hans.

Fjögur kjaftshögg Árna Johnsen

Um verslunarmannahelgina í ágúst 2005 kom upp mál á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, var sakaður um að hafa kýlt Hreim Örn Heimisson söngvara á sviðinu í Herjólfsdal. Vitni sáu þegar atburðurinn varð og var staðfest að Árni hefði slegið söngvarann utan undir. Hreimur varð þriðji tónlistarmaðurinn til að verða fyrir hrammi þingmannsins þáverandi. Áður höfðu Páll Óskar Hjálmtýsson og Erpur Eyvindarson lent í ónáð Árna þannig að af hlaust líkamlegt ofbeldi.

DV sagði frá málinu í fyrsta tölublaði eftir hátíðina. Þar segir að Árni og Hreimur séu ekki sammála um atburðinn sem varð þegar fjöldi söngvara var kominn á svið til að syngja þjóðhátíðarlagið Lífið er yndislegt. Þá birtist Árni og veittist að Hreimi. Hreimur Örn sagði við DV að Árni hefði kýlt sig en Árni sagðist aftur á móti hafa rekist óviljandi í hann og strax beðist afsökunar. Vitni lýstu því að Árni hefði rekið Hreimi kröftugan löðrung.

„Síminn hefur ekki stoppað hjá mér í dag og fólk hefur verið að hvetja mig til að kæra. Ég ætla hins vegar ekki að gera það. Ég leyfi þjóðinni að hlæja að honum í staðinn,“ Hreimur við blaðið.

Árni Johnsen segir ekkert til í þessum ásökunum. „Þetta er úlfaldi í mýflugumynd,“ sagði hann í samtali við DV.

„Ég var að taka saman hljóðnema á sviðinu þegar ég rakst óviljandi utan í hann. Þetta er bara misskilningur. Ég bað hann afsökunar strax og man ekki betur en að við höfum gert út um þetta strax á sviðinu,“ sagði Árni. Hreimur vísar því til föðurhúsanna að Árni hafi beðið sig afsökunar á sviðinu. Hann sagði hegðun Árna hafa verið fáránlega.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gamla fréttin

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár