Félagið, sem rekur skemmtistaðinn Austur, skuldar milljónir í opinber gjöld og gert var árangurslaust fjárnám hjá Sýslumanninum í Reykjavík í lok maí. Ásgeir Kolbeinsson, framkvæmdastjóri 101 Austurstrætis ehf., kennir stjórnarformanni félagsins um og segist ekki hafa vitað af innheimtuaðgerðunum. „Hann er að reyna að svindla og ljúga,“ segir stjórnarformaðurinn.
„Það er rétt að það kom árangurslaust fjárnám um daginn, sem er enn og aftur vegna þess að stjórnarformaður félagsins fékk ábyrgðarbréfið og lét hann ekki framkvæmdastjóra félagsins né aðra stjórnarmenn vita af því. Sú skuld sem réttilega er til greiðslu er 1,5 milljónir króna,“ segir Ásgeir og tiltekur að skuldin verði greidd í júlí.
Athugasemdir