Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Verkföll skollin á: 400 hjartasjúklingar bíða þjónustu

Verk­fall starfs­fólks Land­spít­ala mun hafa veru­leg áhrif á starf­sem­ina. Snún­ara en lækna­verk­fall­ið. Hátt í tíu hjartveik­ir lenda í frest­un að­gerða á hverj­um degi. 3000 manns boða verk­fall í vik­unni.

Verkföll skollin á: 400 hjartasjúklingar bíða þjónustu

Daglega verður á bilinu fimm til tíu aðgerðum á hjartaþræðingarstofu Landspítalans frestað vegna verkfalls lífeindafræðinga, geislafræðinga og náttúrufræðinga. Ástæðan er sú að skurðlæknar þurfa gjarnan að fá niðurstöður blóðrannsókna og geislarannsókna áður en farið er af stað í aðgerðir. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala bíða nú um 400 manns eftir þjónustu á hjartaþræðingastofu, þar af bíða tæplega 200 eftir að komast í hjartaþræðingu. Þá bíða 110 manns eftir því að komast í brennsluaðgerð. Sumir hafa verið á biðlista eftir aðgerð frá árinu 2012. 

Allar stærri bæklunaraðgerðir og aðrar aðgerðir sem ekki teljast bráðaaðgerðir frestast vegna verkfallsins. Starfsfólk Landspítala fundaði klukkan átta í morgun og fór yfir stöðuna. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Landspítala er verkfallið sem hófst í dag snúnara en til dæmis læknaverkfallið í haust og erfiðara að sjá hver áhrifin verða á starfsemina. Landspítali mun eftir sem áður sinna allri bráðastarfsemi og hvetur alla sem telja sig þurfa slíka þjónustu að draga ekki að leita til spítalans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár