Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Verkföll skollin á: 400 hjartasjúklingar bíða þjónustu

Verk­fall starfs­fólks Land­spít­ala mun hafa veru­leg áhrif á starf­sem­ina. Snún­ara en lækna­verk­fall­ið. Hátt í tíu hjartveik­ir lenda í frest­un að­gerða á hverj­um degi. 3000 manns boða verk­fall í vik­unni.

Verkföll skollin á: 400 hjartasjúklingar bíða þjónustu

Daglega verður á bilinu fimm til tíu aðgerðum á hjartaþræðingarstofu Landspítalans frestað vegna verkfalls lífeindafræðinga, geislafræðinga og náttúrufræðinga. Ástæðan er sú að skurðlæknar þurfa gjarnan að fá niðurstöður blóðrannsókna og geislarannsókna áður en farið er af stað í aðgerðir. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala bíða nú um 400 manns eftir þjónustu á hjartaþræðingastofu, þar af bíða tæplega 200 eftir að komast í hjartaþræðingu. Þá bíða 110 manns eftir því að komast í brennsluaðgerð. Sumir hafa verið á biðlista eftir aðgerð frá árinu 2012. 

Allar stærri bæklunaraðgerðir og aðrar aðgerðir sem ekki teljast bráðaaðgerðir frestast vegna verkfallsins. Starfsfólk Landspítala fundaði klukkan átta í morgun og fór yfir stöðuna. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Landspítala er verkfallið sem hófst í dag snúnara en til dæmis læknaverkfallið í haust og erfiðara að sjá hver áhrifin verða á starfsemina. Landspítali mun eftir sem áður sinna allri bráðastarfsemi og hvetur alla sem telja sig þurfa slíka þjónustu að draga ekki að leita til spítalans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár