Morguninn eftir að Donald Trump hafði verið kjörinn forseti Bandaríkjanna settist leikstjórinn, handritshöfundurinn og framleiðandinn Michael Moore niður og skrifaði morgun-gátlista fyrir landa sína. Listanum, sem er nokkurs konar ákall til fylgjenda Demókrataflokksins, deildi hann á Facebook-síðu sinni og þaðan barst hann með ógnarhraða um netið. Í dag hafa 374 þúsund manns brugðist við listanum, honum hefur verið deilt meira en 170 þúsund sinnum og 17 þúsund manns hafa skrifað ummæli við hann.
Moore var einn margra sem reyndu að koma í veg fyrir að Donald Trump kæmist til valda fyrir kosningar. Þrátt fyrir það var hann sannfærður um að Trump næði kjöri, enda spáði hann fyrir um það í óvæntri og hraðsoðinni heimildarmynd sinni, Michael Moore in TrumpLand, sem kom út í októberlok öllum að óvörum. Í myndinni er fylgst með því þegar Michael Moore setur upp eins manns sýningu í Ohio stuttu fyrir kosningar, þar sem Moore …
Athugasemdir