Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fimm ráð Michael Moore til að bregðast við kjöri Donald Trump

Michael Moore spáði fyr­ir um sig­ur Don­ald Trump í heim­ild­ar­mynd sem hann gaf út skömmu fyr­ir kosn­ing­ar. Morg­un­inn eft­ir að ljóst varð að hann hefði rétt fyr­ir sér og ljóst varð að Don­ald Trump yrði næsti for­seti Banda­ríkj­anna birti hann að­gerðalista í fimm lið­um á Face­book. Hann hvet­ur fólk til að hafna ótt­an­um, hætta að tala um hvað það er mið­ur sín yf­ir úr­slit­un­um og ráð­ast í að­gerð­ir.

Fimm ráð Michael Moore til að bregðast við kjöri Donald Trump
Michael Moore Var sannfærður um að Donald Trump ætti eftir að ná kjöri, þrátt fyrir að skoðanakannanir bentu til annars. Mynd: Wikimedia Commons

Morguninn eftir að Donald Trump hafði verið kjörinn forseti Bandaríkjanna settist leikstjórinn, handritshöfundurinn og framleiðandinn Michael Moore niður og skrifaði morgun-gátlista fyrir landa sína. Listanum, sem er nokkurs konar ákall til fylgjenda Demókrataflokksins, deildi hann á Facebook-síðu sinni og þaðan barst hann með ógnarhraða um netið. Í dag hafa 374 þúsund manns brugðist við listanum, honum hefur verið deilt meira en 170 þúsund sinnum og 17 þúsund manns hafa skrifað ummæli við hann.

Moore var einn margra sem reyndu að koma í veg fyrir að Donald Trump kæmist til valda fyrir kosningar. Þrátt fyrir það var hann sannfærður um að Trump næði kjöri, enda spáði hann fyrir um það í óvæntri og hraðsoðinni heimildarmynd sinni, Michael Moore in TrumpLand, sem kom út í októberlok öllum að óvörum. Í myndinni er fylgst með því þegar Michael Moore setur upp eins manns sýningu í Ohio stuttu fyrir kosningar, þar sem Moore …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
4
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár