Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Færibandabrottvísun fólks er röng, vond og ábyrgðarlaus“

Þjóð­kirkjuprest­ur­inn Krist­ín Þór­unn Tóm­as­dótt­ir skaut skjóls­húsi yf­ir flótta­menn og gagn­rýn­ir nú Út­lend­inga­stofn­un.

„Færibandabrottvísun fólks er röng, vond og ábyrgðarlaus“
Kristín Þórunn Tómasdóttir Kristín Þórunn Tómasdóttir, prestur í Laugarneskirkju.

„Færibandabrottvísun fólks sem leitar eftir alþjóðlegri vernd á Íslandi er röng, vond og ábyrgðarlaus og í engu samræmi við þau gildi sem við viljum byggja samfélagið okkar á. Þessu verður að breyta.“

Þetta segir séra Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur Laugarneskirkju, í samtali við Stundina, en hún og Toshiki Toma, prestur innflytjenda, veittu hælisleitendunum Ali Nasir og Mejed, sem vísa átti úr landi, skjól í kirkjunni aðfaranótt þriðjudags. 

Var þetta gert með vilyrði biskupsembættisins og gripið til úrræðisins í von um að lögregla myndi virða forna siði um kirkjugrið. Það gerði lögreglan hinsvegar ekki en myndband þar sem íslenskir lögreglumenn handtaka mennina við altarið og draga þá út með valdi hefur vakið athygli hér á landi sem og erlendis. Mennirnir hafa verið sendir til Noregs en þeir óttast að þaðan verði þeir sendir aftur til Íraks, en ríkt hefur stríðsástand í landinu um árabil.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár