„Færibandabrottvísun fólks er röng, vond og ábyrgðarlaus“

Þjóð­kirkjuprest­ur­inn Krist­ín Þór­unn Tóm­as­dótt­ir skaut skjóls­húsi yf­ir flótta­menn og gagn­rýn­ir nú Út­lend­inga­stofn­un.

„Færibandabrottvísun fólks er röng, vond og ábyrgðarlaus“
Kristín Þórunn Tómasdóttir Kristín Þórunn Tómasdóttir, prestur í Laugarneskirkju.

„Færibandabrottvísun fólks sem leitar eftir alþjóðlegri vernd á Íslandi er röng, vond og ábyrgðarlaus og í engu samræmi við þau gildi sem við viljum byggja samfélagið okkar á. Þessu verður að breyta.“

Þetta segir séra Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur Laugarneskirkju, í samtali við Stundina, en hún og Toshiki Toma, prestur innflytjenda, veittu hælisleitendunum Ali Nasir og Mejed, sem vísa átti úr landi, skjól í kirkjunni aðfaranótt þriðjudags. 

Var þetta gert með vilyrði biskupsembættisins og gripið til úrræðisins í von um að lögregla myndi virða forna siði um kirkjugrið. Það gerði lögreglan hinsvegar ekki en myndband þar sem íslenskir lögreglumenn handtaka mennina við altarið og draga þá út með valdi hefur vakið athygli hér á landi sem og erlendis. Mennirnir hafa verið sendir til Noregs en þeir óttast að þaðan verði þeir sendir aftur til Íraks, en ríkt hefur stríðsástand í landinu um árabil.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár