„Þegar maður flytur að heiman 16 ára og býr við rýran kost í nokkur ár þá vaknar hjá manni áhugi að gera betur þegar maður loks kemst í sæmilega aðstöðu til þess. Þannig að áhuginn á eldamennskunni kviknaði ekki fyrr en eftir að eldamennskan hafði verið – eigum við að segja – lífsnauðsynlegur þáttur í lífi manns. Í þá daga var ekki mikið um skyndibita auk þess sem fjárráðin hefðu ekki leyft slíkan munað nema örsjaldan.“
Hversu langan tíma tók það fyrir áhugann að verða að ástríðu?
Góðir hlutir gerast hægt. Erfitt að segja nákvæmlega til um það. Hluti af því var sennilega meðfædd níska annars vegar og leti hins vegar sem leiddi til þess að maður fór að nýta bæði afganga og það sem til var í skápunum þann daginn. Af því að maður nennti ekki að fara út í búð. Það reynir á útsjónarsemina að búa til mat úr því sem til er. Það er nú til heil sjónvarpsþáttaröð hjá BBC um þetta sem gaman er að horfa á. En ég renndi yfirleitt í gegnum nokkrar uppskriftir með því aðalhráefni sem ég átti til og reyndi svo að sjá hvað annað í skápunum gæti átt vel við.“
Athugasemdir