Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Faðir Birnu: „Hún var búin að vera hress og kát“

Brjánn Guð­jóns­son kvaddi Birnu, dótt­ur sína, um morg­un­inn áð­ur en hún hvarf og skynj­aði ekki van­líð­an. „Hún var bú­in að vera hress og kát,“ seg­ir hann.

Faðir Birnu: „Hún var búin að vera hress og kát“
Brjánn Guðjónsson Skynjaði ekki vanlíðan hjá dóttur sinni. Mynd: Facebook / Einkasafn

„Ég stend á gati. Ég veit ekki neitt. Mér dettur ekkert í hug,“ segir Brjánn Guðjónsson, faðir Birnu Brjánsdóttur, rúmlega tvítugrar stúlku sem hefur verið týnd frá því á aðfararnótt laugardags.

Brjánn átti síðast samskipti við dóttur sína á föstudagsmorgun. Hann sagði allt hafa verið samkvæmt venju. „Bara þetta venjulega. Hún skutlaði mér í vinnuna og svo sagði ég „bless elskan mín“, og fór inn og hún keyrði burt.“

Fór í bíó með föður sínum

Fram hefur komið að samskipti Birnu á Facebook hafi gefið til kynna að hún væri niðurdregin. Brjánn segist ekki hafa greint slíkt. 

„Engin merki um það. Hún var búin að vera hress og kát. Við fórum í bíó á þriðjudaginn, á Star Wars: Rogue One, og hún var bara mjög kát alla vikuna. Ég gat ekki merkt neitt annað.“

Birna starfar hjá Hagkaupi í Kringlunni og var fyrst og fremst að hafa gaman að lífinu og umgangast vinkonur sínar, auk þess sem hún hafði verið að ferðast.

Klár og flott stelpa

Birna BrjánsdóttirSíðast sást hún á gangi á Laugaveginum um 05.25 að morgni síðasta laugardags.

„Hún var bara að vinna í sinni vinnu hjá Hagkaupi í Kringlunni. Hún var ekki búin að ræða nein plön. Klár og flott stelpa. Þetta er svo gersamlega úr karakter,“ segir Brjánn.

Aðspurður hvernig hann takist á við óvissuna segist Brjánn reyna að sýna styrk. „Ég get ekkert gert nema reynt að vera sterkur. Hún á bróður og ég þarf að vera sterkur fyrir hann.“

Brjánn vill koma á framfæri þökkum til lögreglunnar. „Þeir eru búnir að vera hérna eins og gráir kettir í gær og í dag að skoða herbergið hennar og tölvuna hennar. Ég vil bara koma þökkum til þeirra.“

Hér sést Birna mínúturnar áður en hún hvarf.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár