Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Faðir Birnu: „Hún var búin að vera hress og kát“

Brjánn Guð­jóns­son kvaddi Birnu, dótt­ur sína, um morg­un­inn áð­ur en hún hvarf og skynj­aði ekki van­líð­an. „Hún var bú­in að vera hress og kát,“ seg­ir hann.

Faðir Birnu: „Hún var búin að vera hress og kát“
Brjánn Guðjónsson Skynjaði ekki vanlíðan hjá dóttur sinni. Mynd: Facebook / Einkasafn

„Ég stend á gati. Ég veit ekki neitt. Mér dettur ekkert í hug,“ segir Brjánn Guðjónsson, faðir Birnu Brjánsdóttur, rúmlega tvítugrar stúlku sem hefur verið týnd frá því á aðfararnótt laugardags.

Brjánn átti síðast samskipti við dóttur sína á föstudagsmorgun. Hann sagði allt hafa verið samkvæmt venju. „Bara þetta venjulega. Hún skutlaði mér í vinnuna og svo sagði ég „bless elskan mín“, og fór inn og hún keyrði burt.“

Fór í bíó með föður sínum

Fram hefur komið að samskipti Birnu á Facebook hafi gefið til kynna að hún væri niðurdregin. Brjánn segist ekki hafa greint slíkt. 

„Engin merki um það. Hún var búin að vera hress og kát. Við fórum í bíó á þriðjudaginn, á Star Wars: Rogue One, og hún var bara mjög kát alla vikuna. Ég gat ekki merkt neitt annað.“

Birna starfar hjá Hagkaupi í Kringlunni og var fyrst og fremst að hafa gaman að lífinu og umgangast vinkonur sínar, auk þess sem hún hafði verið að ferðast.

Klár og flott stelpa

Birna BrjánsdóttirSíðast sást hún á gangi á Laugaveginum um 05.25 að morgni síðasta laugardags.

„Hún var bara að vinna í sinni vinnu hjá Hagkaupi í Kringlunni. Hún var ekki búin að ræða nein plön. Klár og flott stelpa. Þetta er svo gersamlega úr karakter,“ segir Brjánn.

Aðspurður hvernig hann takist á við óvissuna segist Brjánn reyna að sýna styrk. „Ég get ekkert gert nema reynt að vera sterkur. Hún á bróður og ég þarf að vera sterkur fyrir hann.“

Brjánn vill koma á framfæri þökkum til lögreglunnar. „Þeir eru búnir að vera hérna eins og gráir kettir í gær og í dag að skoða herbergið hennar og tölvuna hennar. Ég vil bara koma þökkum til þeirra.“

Hér sést Birna mínúturnar áður en hún hvarf.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
2
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.
Flytjum fjöll
4
Aðsent

Sigrún Guðmundsdóttir

Flytj­um fjöll

Sterk­ar lík­ur eru á því að heilu fjöll­in verði flutt úr landi í ná­inni fram­tíð, skrif­ar Sigrún Guð­munds­dótt­ir um­hverf­is- og auð­linda­fræð­ing­ur. Hvernig það er gert hef­ur áhrif á þjóð­ar­bú­ið til góðs eða vansa. Mik­il­vægt er að draga veru­lega úr kol­díoxí­ð­los­un. Góð leið til þess í bygg­ingar­iðn­aði, er að þróa, og síð­an nota nýja teg­und sements.
Konur til valda: „Allar hömlur eru að bresta“
6
ÚttektKonur til valda

Kon­ur til valda: „All­ar höml­ur eru að bresta“

For­seti, for­sæt­is­ráð­herra, ut­an­rík­is­ráð­herra, dóms­mála­ráð­herra, fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, at­vinnu­vega­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra, for­seti Al­þing­is, um­boðs­mað­ur Al­þing­is, borg­ar­stjóri, bisk­up, rektor, rík­is­lög­mað­ur, rík­is­sak­sókn­ari, rík­is­lög­reglu­stjóri, lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, land­lækn­ir og um­boðs­mað­ur barna: Kvenna­ár­ið 2025 urðu þau sögu­legu tíð­indi að all­ar þess­ar stöð­ur eru skip­að­ar kon­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár