Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Faðir Birnu: „Hún var búin að vera hress og kát“

Brjánn Guð­jóns­son kvaddi Birnu, dótt­ur sína, um morg­un­inn áð­ur en hún hvarf og skynj­aði ekki van­líð­an. „Hún var bú­in að vera hress og kát,“ seg­ir hann.

Faðir Birnu: „Hún var búin að vera hress og kát“
Brjánn Guðjónsson Skynjaði ekki vanlíðan hjá dóttur sinni. Mynd: Facebook / Einkasafn

„Ég stend á gati. Ég veit ekki neitt. Mér dettur ekkert í hug,“ segir Brjánn Guðjónsson, faðir Birnu Brjánsdóttur, rúmlega tvítugrar stúlku sem hefur verið týnd frá því á aðfararnótt laugardags.

Brjánn átti síðast samskipti við dóttur sína á föstudagsmorgun. Hann sagði allt hafa verið samkvæmt venju. „Bara þetta venjulega. Hún skutlaði mér í vinnuna og svo sagði ég „bless elskan mín“, og fór inn og hún keyrði burt.“

Fór í bíó með föður sínum

Fram hefur komið að samskipti Birnu á Facebook hafi gefið til kynna að hún væri niðurdregin. Brjánn segist ekki hafa greint slíkt. 

„Engin merki um það. Hún var búin að vera hress og kát. Við fórum í bíó á þriðjudaginn, á Star Wars: Rogue One, og hún var bara mjög kát alla vikuna. Ég gat ekki merkt neitt annað.“

Birna starfar hjá Hagkaupi í Kringlunni og var fyrst og fremst að hafa gaman að lífinu og umgangast vinkonur sínar, auk þess sem hún hafði verið að ferðast.

Klár og flott stelpa

Birna BrjánsdóttirSíðast sást hún á gangi á Laugaveginum um 05.25 að morgni síðasta laugardags.

„Hún var bara að vinna í sinni vinnu hjá Hagkaupi í Kringlunni. Hún var ekki búin að ræða nein plön. Klár og flott stelpa. Þetta er svo gersamlega úr karakter,“ segir Brjánn.

Aðspurður hvernig hann takist á við óvissuna segist Brjánn reyna að sýna styrk. „Ég get ekkert gert nema reynt að vera sterkur. Hún á bróður og ég þarf að vera sterkur fyrir hann.“

Brjánn vill koma á framfæri þökkum til lögreglunnar. „Þeir eru búnir að vera hérna eins og gráir kettir í gær og í dag að skoða herbergið hennar og tölvuna hennar. Ég vil bara koma þökkum til þeirra.“

Hér sést Birna mínúturnar áður en hún hvarf.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
4
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár