Risíbúð eyðilagðist í miklum eldsvoða við Seljaveg 25 í Vesturbæ Reykjavíkur í nótt eftir að íbúarnir fóru að sofa án þess að slökkva á kertum. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá hvernig eldtungurnar teygðu sig upp fyrir þak fjölbýlishússins skömmu eftir að slökkviliðið kom á staðinn.
Lögreglan kom á vettvang klukkan hálf fjögur í nótt. Nokkrum mínútum síðar var ástandið eins og sést á myndbandinu. Það þykir vera mikið lán að íbúarnir, kona og barn, hafi sloppið út.
Slökkviliðsmenn sýndu snarræði við að ná stjórn á aðstæðum og koma í veg fyrir að eldurinn dreifði sér í nærliggjandi íbúðir eða ylli meiri skaða en þegar var orðið. Íbúðin er gjöreyðilögð.
Athugasemdir