Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Eldri borgarar auglýsa eftir svartri vinnu vegna breytinganna um áramótin

Í tölvu­pósti sem geng­ur á milli eldri borg­ara er biðl­að til at­vinnu­rek­enda að ráða elli­líf­eyr­is­þega í svarta vinnu svo þeir nái end­um sam­an og geti hald­ið áfram á vinnu­mark­aði. Breyt­ing­ar á lög­um um al­manna­trygg­ing­ar, sem taka gildi um ára­mót­in, gera eldri borg­ur­um nán­ast ókleift að vinna sam­hliða líf­eyr­is­greiðsl­um.

Eldri borgarar auglýsa eftir svartri vinnu vegna breytinganna um áramótin
Harkið Fólk sem vann við sjómennsku, sem verktakar eða bændur, fær oft mjög lágar lífeyrisgreiðslur. Myndin tengist efninu ekki beint.

Vegna lagabreytinga, sem munu meðal annars lækka frítekjumark lífeyrisþega úr 109 þúsund krónum í 25 þúsund krónur, taka eldri borgarar sig nú saman um að auglýsa eftir svartri vinnu.

Í fjöldatölvupósti sem gengið hefur á milli eldri borgara er því lýst yfir að, vegna breytinganna á almannatryggingarlögum, neyðist þeir nú til þess að fara að vinna svart.

Eldri borgarar sem Stundin ræddi við í fyrri umfjöllun um breytingarnar, segja að hreinlega sé verið að þvinga fólk sem vill stunda vinnu út af atvinnumarkaði.

Í keðjubréfinu sem Stundinni barst eru lagabreytingarnar gagnrýndar harðlega og fast er skotið á síðustu ríkisstjórn: „Yfirlýsingar og fagurgali íslenskra stjórnmálamanna um að skapa vinnuumhverfi og aðstæður í þjóðfélaginu svo að eldri borgarar geti starfað sem lengst til að skapa þeim betra heilsufar og velsæmd eru því marklausar með öllu.“  

Í bréfinu er svo komist að þeirri niðurstöðu að þeir sem vilji halda áfram að vinna neyðist nú til þess að sækja sér svarta vinnu, til þess að komast hjá hinum miklu skerðingum sem eru í vændum þann 1. janúar. „[…]eigum við að fara heim um ármótin og verslast upp drepast úr leiðindum eða neyðumst við til að ná okkur í SVARTA VINNU?“ Að lokum eru atvinnurekendur svo ákallaðir að nýta sér stundvísa, reglusama og heilsuhrausta eldri borgara í svarta vinnu. „ÞVÍ NÚ ER ÞAÐ SVART OG ALLTAF DÖKKNAR ÞAÐ!“ 

Í bréfinu er komið inn á það hverjar afleiðingar þess að hætta vinnu geta verið fyrir eldri borgara. Þeir eigi það á hættu að einangrast félagslega, auk þess sem andlegri og líkamlegri heilsu þeirra hraki hraðar en hjá þeim sem haldi lengur áfram á vinnumarkaði. Rannsóknir sem gerðar hafa verið virðast styðja við þá kenningu, og jafnvel að eftir því sem fólk er lengur utan vinnumarkaðar hraki heilsunni meira. 

Dreifibréfið.
Dreifibréfið. Ef engar breytingar verða gerðar munu fjölmargir eldri borgarar neyðast til þess að hætta vinnu um áramótin.

„...varðhundur kerfisins til áratuga á rjómaríkum bitlingaspena framsóknar í gegnum lífið“

 

Í öðru dreifibréfi sem sagt er ganga á milli eldri borgara er Haukur Ingibergsson, formaður Landssambands eldri borgara tekinn föstum tökum. Þar er spurt hvort það sé ekki dæmigert fyrir íslenskt stjórnkerfi „að framsóknarmaðurinn Haukur Ingibergsson, varðhundur kerfisins til áratuga á rjómaríkum bitlingaspena framsóknar í gegnum lífið“ sé í dag formaður Landsambandsins. Hans hlutverk þar sé „að sjá til þess og tryggja það að sem flestir eldri borgarar lifi sem skemmst og það á undanrennu.“

Skotið á Hauk.
Skotið á Hauk. Haukur Ingibergsson, formaður Landssambands eldri borgara, er sagður lifa á „rjómaríkum bitlingaspena framsóknar“ á meðan eldra fólk fái aðeins undanrennu.

Í samtali við Stundina sagðist Haukur þó hefði viljað sjá frítekjumarkið mun hærra. Fyrirætlun stjórnvalda hafi verið að skerða bætur strax frá fyrstu tekjum. Landssambandið skilaði áliti við þá tillögu þar sem komið var á framfæri að frítekjumarkið þyrfti að hækka til þess að auka atvinnuþátttöku eldri borgara. 

Nú eftir áramót fá eldri borgarar mest 180 krónur af hverjum 1000 eftir að yfir frítekjumarkið er farið. Haukur sagði það vera of lítið, en hann hafði sjálfu heyrt í fólki sem mun hætta á vinnumarkaði eftir að breytingarnar taka gildi. „Ég vil sjá endurskoðun á þessu ákvæði hvað varðar frítekjumarkið og tek alveg undir þessa gagnrýni. Þetta er ekkert í þágu samfélagsins. Eldri borgarar vilja og geta unnið, það er þörf á vinnukröftum þeirra, þess vegna á frítekjumarkið að vera margfalt hærra en það er núna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjaramál

Stefán Ólafsson um nýja kjarasamninga: „það er veðmál í þessu“
Fréttir

Stefán Ólafs­son um nýja kjara­samn­inga: „það er veð­mál í þessu“

Í sextánda þætti Pressu mættu Anna Hrefna Ingi­mund­ar­dótt­ir, að­stoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, og Stefán Ólafs­son, sér­fræð­ing­ur hjá Efl­ingu – stétt­ar­fé­lagi, til þess að ræða nýju kjara­samn­ing­anna. Í við­tal­inu við­ur­kenndi Stefán að samn­ing­ur­inn væri í raun nokk­urs kon­ar veð­mál, þar sem von­ir væru bundn­ar við hjöðn­un verð­bólgu til þess að skila launa­fólki ásætt­an­leg­um kjara­bót­um.
Samtök atvinnulífsins kjósa um verkbann á félagsmenn VR
FréttirKjaramál

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins kjósa um verk­bann á fé­lags­menn VR

Stjórn Sam­taka at­vinnu­lífs­ins hef­ur sam­þykkt ein­róma að halda at­kvæða­greiðslu um hugs­an­legt verk­bann á fé­lags­menn VR. Í til­kynn­ingu frá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins sem birt­ist fyr­ir skömmu seg­ir að verði verk­bann­ið sam­þykkt mun það ná til alls skrif­stofu­fólks með að­ild að VR. Um er ræða við­bragð við verk­falls­að­gerð­um sem VR hef­ur boð­að með­al starfs­manna í farg­þega- og hleðslu­þjón­ustu hjá Icelanda­ir
Ókeypis skólamáltíðir í Reykjavík munu kosta 1,7 milljarð króna á ári
FréttirKjaramál

Ókeyp­is skóla­mál­tíð­ir í Reykja­vík munu kosta 1,7 millj­arð króna á ári

Eitt um­fangs­mesta verk­efn­ið sem fólg­ið er í að­gerðapakka rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga til að liðka fyr­ir gerð kjara­samn­inga, er að tryggja gjald­frjáls­ar skóla­mál­tíð­ir í grunn­skól­um. Tals­mað­ur Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga seg­ir að öll börn, óháð því hvort þau voru skráð í mat fyr­ir breyt­ing­arn­ar muni fá frí­ar skóla­mál­tíð­ir. Ekki ligg­ur fyr­ir hvernig verk­efn­ið verð­ur út­fært í skól­um sem hafa út­vistað mat­ar­þjón­ustu sinni.
Samninganefnd VR samþykkir atkvæðagreiðslu um verkfall
FréttirKjaramál

Samn­inga­nefnd VR sam­þykk­ir at­kvæða­greiðslu um verk­fall

Samn­inga­nefnd VR sam­þykkti í gær að halda at­kvæða­greiðslu um verk­föll með­al flug­vall­ar­starfs­manna sem starfa á Kefla­vík­ur­flug­velli. Um er að ræða um 150 starfs­menn sem starfa all­ir fyr­ir Icelanda­ir og sinna með­al ann­ars inn­rit­un, tösku­mót­töku, brott­för­um og þjón­ustu vegna týnds far­ang­urs. At­kvæða­greiðsl­an fer fram á mánu­dag­inn eft­ir helgi og verði vinnu­stöðv­un sam­þykkt er gert ráð fyr­ir að verk­föll hefj­ist 22. mars.
Tæplega helmingur launafólks á í fjárhagslegum erfiðleikum
FréttirKjaramál

Tæp­lega helm­ing­ur launa­fólks á í fjár­hags­leg­um erf­ið­leik­um

Sam­kvæmt nýrri könn­un Vörðu – Rann­sókn­ar­stofn­un­ar vinnu­mark­að­ar­ins á 40 pró­sent launa­fólks erfitt með að ná end­um sam­an. Skýrsl­an, sem kynnt var á fundi í Þjóð­menn­ing­ar­hús­inu í dag, leið­ir ljós að kjör til­tek­inna hópa sam­fé­lags­ins hafi versn­að um­tals­vert milli ára. Tæp­lega fjórð­ung­ur ein­hleypra for­eldra býr við efn­is­leg­an skort og fjár­hags­staða kvenna er verri en á karla á öll­um heild­ar­mæli­kvörð­um rann­sókn­ar­inn­ar. Þá mæl­ist staða inn­flytj­enda verri í sam­an­burði við inn­fædda Ís­lend­inga fjórða ár­ið í röð.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár