Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Segir ekki óeðlilegt að senda barn heim eftir sjálfsvígstilraun

Yf­ir­lækn­ir göngu­deild­ar BUGL seg­ir að það þurfi ekki að hafa ver­ið mis­tök að vísa ung­um hæl­is­leit­anda frá eft­ir til­raun til sjálfs­vígs. Hann hafi þá lík­lega ekki ver­ið met­inn í bráðri sjálfs­vígs­hættu en þurfi þó lík­lega á hjálp og stuðn­ingi að halda. Rúm­ur mán­uð­ur er lið­inn frá því dreng­ur­inn reyndi sjálfs­víg. Hann býr einn í fé­lags­skap ókunn­ugra karl­manna og hef­ur nær enga sál­ræna að­stoð feng­ið.

Segir ekki óeðlilegt að senda barn heim eftir sjálfsvígstilraun
Muhiyo Hamad Hefur beðið í meira en mánuð eftir því að fá viðtal við geðlækni, frá því hann gerði tilraun til sjálfsvígs. Mynd: Kristinn Magnússon

Sextán ára hælisleitanda, sem leitaði á bráðamóttöku Landspítalans fyrir um rúmum mánuði síðan eftir að hafa reynt sjálfsvíg, var vísað frá eftir stutt samtal og sagt að koma aftur daginn eftir. Stundin birti sögu drengsins í síðasta tölublaði.

Daginn eftir að hafa reynt sjálfsvíg kom hann á BUGL og hitti geðlækni, sem gaf honum eina svefntöflu og sagði jafnframt að hann ætti að geta fengið fleiri töflur hjá öðrum lækni. Hann hitti geðlækninn einu sinni enn en hefur síðan hvorki verið undir læknishendi né fengið svefntöflur eða önnur lyf. Drengurinn á við alvarlegar svefntruflanir að etja og hefur því ýtt á eftir því að fá aðstoð, bæði sjálfur og í gegnum talsmenn hælisleitenda hjá Rauða krossinum. Í samtali við blaðamann Stundarinnar í dag sagðist hann nú loks hafa fengið þær upplýsingar frá starfsmönnum Útlendingastofnunar að hann fái læknisviðtal 18. október. Hann lýsir enn miklu vonleysi og segist enn stöðugt hugsa um að binda enda á líf sitt.  

Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir göngudeildar BUGL, segir að það þurfi ekki að vera óeðlilegt að manneskju, sem gert hefur sjálfsvígstilraun, sé vísað frá samdægurs. „Nei, það þarf ekki að vera neitt óeðlilegt við það. Við erum með bráðateymi hér á BUGL sem sinnir þjónustu við börn og unglinga í kjölfar sjálfsvígstilrauna eða vegna sjálfsvígshugsana. Teymið hittir þau annaðhvort samdægurs eða daginn eftir og metur aðstæður. Ef þörf þykir á er barna- og unglingageðlæknir fenginn að málinu. Stundum þarf innlögn og stundum áframhaldandi aðkomu bráðateymis. Stundum er niðurstaðan sú að ekki er talin frekari þörf á aðstoð okkar. Þá vísum við jafnvel á úrræði annars staðar, svo sem í heilsugæslunni, hjá sálfræðingum á vegum Tryggingastofnunar eða í fjölskylduþjónustu Rauða krossins.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár