Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Segir ekki óeðlilegt að senda barn heim eftir sjálfsvígstilraun

Yf­ir­lækn­ir göngu­deild­ar BUGL seg­ir að það þurfi ekki að hafa ver­ið mis­tök að vísa ung­um hæl­is­leit­anda frá eft­ir til­raun til sjálfs­vígs. Hann hafi þá lík­lega ekki ver­ið met­inn í bráðri sjálfs­vígs­hættu en þurfi þó lík­lega á hjálp og stuðn­ingi að halda. Rúm­ur mán­uð­ur er lið­inn frá því dreng­ur­inn reyndi sjálfs­víg. Hann býr einn í fé­lags­skap ókunn­ugra karl­manna og hef­ur nær enga sál­ræna að­stoð feng­ið.

Segir ekki óeðlilegt að senda barn heim eftir sjálfsvígstilraun
Muhiyo Hamad Hefur beðið í meira en mánuð eftir því að fá viðtal við geðlækni, frá því hann gerði tilraun til sjálfsvígs. Mynd: Kristinn Magnússon

Sextán ára hælisleitanda, sem leitaði á bráðamóttöku Landspítalans fyrir um rúmum mánuði síðan eftir að hafa reynt sjálfsvíg, var vísað frá eftir stutt samtal og sagt að koma aftur daginn eftir. Stundin birti sögu drengsins í síðasta tölublaði.

Daginn eftir að hafa reynt sjálfsvíg kom hann á BUGL og hitti geðlækni, sem gaf honum eina svefntöflu og sagði jafnframt að hann ætti að geta fengið fleiri töflur hjá öðrum lækni. Hann hitti geðlækninn einu sinni enn en hefur síðan hvorki verið undir læknishendi né fengið svefntöflur eða önnur lyf. Drengurinn á við alvarlegar svefntruflanir að etja og hefur því ýtt á eftir því að fá aðstoð, bæði sjálfur og í gegnum talsmenn hælisleitenda hjá Rauða krossinum. Í samtali við blaðamann Stundarinnar í dag sagðist hann nú loks hafa fengið þær upplýsingar frá starfsmönnum Útlendingastofnunar að hann fái læknisviðtal 18. október. Hann lýsir enn miklu vonleysi og segist enn stöðugt hugsa um að binda enda á líf sitt.  

Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir göngudeildar BUGL, segir að það þurfi ekki að vera óeðlilegt að manneskju, sem gert hefur sjálfsvígstilraun, sé vísað frá samdægurs. „Nei, það þarf ekki að vera neitt óeðlilegt við það. Við erum með bráðateymi hér á BUGL sem sinnir þjónustu við börn og unglinga í kjölfar sjálfsvígstilrauna eða vegna sjálfsvígshugsana. Teymið hittir þau annaðhvort samdægurs eða daginn eftir og metur aðstæður. Ef þörf þykir á er barna- og unglingageðlæknir fenginn að málinu. Stundum þarf innlögn og stundum áframhaldandi aðkomu bráðateymis. Stundum er niðurstaðan sú að ekki er talin frekari þörf á aðstoð okkar. Þá vísum við jafnvel á úrræði annars staðar, svo sem í heilsugæslunni, hjá sálfræðingum á vegum Tryggingastofnunar eða í fjölskylduþjónustu Rauða krossins.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu