Ný álver á Íslandi munu ekki borga sig nema álverð hækki umtalsvert á næstu árum. Þetta kemur fram í nýjasta markaðspunkti greiningardeildar Arion banka þar sem fjallað er um auðlindamál.
Bent er á að ekkert land í heiminum framleiðir jafn mikla raforku og Ísland miðað við höfðatölu, en engu að síður hafi beinn arður Íslendinga af raforkuframleiðslu verið rýr. Þannig hafi stærsti raforkuframleiðandi landsins, Landsvirkjun, aðeins greitt ríkinu 15 milljarða í arð undanfarin 50 árin.
„Nú er þó tækifæri til að snúa þessu við svo að eigendur þessaraauðlinda njóta beins ágóða. Eftirspurn eftir grænni íslenskri raforku hefur líklega aldrei verið meiri og fer vaxandi,“ segir í markaðspunkti greiningardeildarinnar.
Ekki hagkvæmt að reisa álver
Þá er vikið að áliðnaðinum og bent á að fyrirtæki í þeim geira séu helstu viðskiptavinir íslenskra orkufyrirtækja og skapi stóran hluta útflutningstekna landsins. Þrátt fyrir það séu ekki forsendur fyrir byggingu nýrra álvera hér á landi.
Athugasemdir