Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Lára svarar fyrir sig: Ekkert leyndarmál við Rauðfossakvísl

Lára Óm­ars­dótt­ir kipp­ir sérr ekki við harða gagn­rýni vegna sýn­ing­ar á nátt­úru­undri við Rauð­fossa­kvísl í sjón­varpi. Skipu­lögð göngu­leið á svæð­ið. Hún fagn­ar um­ræð­unni en held­ur sínu striki.

Lára svarar fyrir sig: Ekkert leyndarmál við Rauðfossakvísl

„Þessi staður á fullt erindi í þáttinn. Þetta er ekki síst gert fyrir fólkið sem ekki á þess kost að ferðast um landið sitt en fær að sjá þessu fallegu staði íslenskrar náttúru í sjónvarpi, segir Lára Ómarsdóttir dagskrárgerðarmaður vegna þeirrar gagnrýni sem fram er komin vegna þess að hún sýndi frá upptökum Rauðfossakvíslar, einum af fegurstu stöðum íslenskrar náttúru í þætti sínum, Ferðastiklum, í gærkvöld.

Páll Ásgeir Ásgeirsson leiðsögumaður taldi rangt að vekja athygli á svæðinu sem þoli ekki mikinn ágang ferðafólks. Lýsti hann birtingu í Ferðastiklum sem „óhappaverki. Mikil umræða hefur orðið vegna þess sjónarmiðs og sýnist sitt hverjum. Lára segist virða þær skoðanir sem fram hafi komið um að ekki eigi að vekja athygli á viðkvæmum stöðum í náttúrunni.

„Umræðan er af hinu góða en ég hvika ekki frá því að þetta átti erindi í þáttinn minn. Ég treysti fólki vel til þess að fara varlega þar sem um er að ræða viðkvæm svæði og ganga vel um Ísland, segir hún.

Myndskeið Láru frá Rauðfossakvísl vakti mikla athygli. Undurfagurt er þar yfir að líta. Í rauðum farvegi fossins blasa við slíkar kynjamyndir að menn hafda verið agndofa. Lára segir að umrædd leið frá Dómadalsleið að upptökum Rauðfossakvíslar sé opinber og vandalaust fyrir flesta að finna staðinn.

„Meðfram henni er skipulögð gönguleið á vegum sveitarfélagssins Rangaárþings ytra. Ég fékk upplýsingar um þennan stað frá fólki sem farið hafði í skipulagðar ferðir þangað, segir Lára sem hyggst ótrauð halda áfram að sýna þjóðinni gimsteina íslenskrar náttúru.

 
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Rauðufossakvísl

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár