Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Lára svarar fyrir sig: Ekkert leyndarmál við Rauðfossakvísl

Lára Óm­ars­dótt­ir kipp­ir sérr ekki við harða gagn­rýni vegna sýn­ing­ar á nátt­úru­undri við Rauð­fossa­kvísl í sjón­varpi. Skipu­lögð göngu­leið á svæð­ið. Hún fagn­ar um­ræð­unni en held­ur sínu striki.

Lára svarar fyrir sig: Ekkert leyndarmál við Rauðfossakvísl

„Þessi staður á fullt erindi í þáttinn. Þetta er ekki síst gert fyrir fólkið sem ekki á þess kost að ferðast um landið sitt en fær að sjá þessu fallegu staði íslenskrar náttúru í sjónvarpi, segir Lára Ómarsdóttir dagskrárgerðarmaður vegna þeirrar gagnrýni sem fram er komin vegna þess að hún sýndi frá upptökum Rauðfossakvíslar, einum af fegurstu stöðum íslenskrar náttúru í þætti sínum, Ferðastiklum, í gærkvöld.

Páll Ásgeir Ásgeirsson leiðsögumaður taldi rangt að vekja athygli á svæðinu sem þoli ekki mikinn ágang ferðafólks. Lýsti hann birtingu í Ferðastiklum sem „óhappaverki. Mikil umræða hefur orðið vegna þess sjónarmiðs og sýnist sitt hverjum. Lára segist virða þær skoðanir sem fram hafi komið um að ekki eigi að vekja athygli á viðkvæmum stöðum í náttúrunni.

„Umræðan er af hinu góða en ég hvika ekki frá því að þetta átti erindi í þáttinn minn. Ég treysti fólki vel til þess að fara varlega þar sem um er að ræða viðkvæm svæði og ganga vel um Ísland, segir hún.

Myndskeið Láru frá Rauðfossakvísl vakti mikla athygli. Undurfagurt er þar yfir að líta. Í rauðum farvegi fossins blasa við slíkar kynjamyndir að menn hafda verið agndofa. Lára segir að umrædd leið frá Dómadalsleið að upptökum Rauðfossakvíslar sé opinber og vandalaust fyrir flesta að finna staðinn.

„Meðfram henni er skipulögð gönguleið á vegum sveitarfélagssins Rangaárþings ytra. Ég fékk upplýsingar um þennan stað frá fólki sem farið hafði í skipulagðar ferðir þangað, segir Lára sem hyggst ótrauð halda áfram að sýna þjóðinni gimsteina íslenskrar náttúru.

 
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Rauðufossakvísl

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu