Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Lára svarar fyrir sig: Ekkert leyndarmál við Rauðfossakvísl

Lára Óm­ars­dótt­ir kipp­ir sérr ekki við harða gagn­rýni vegna sýn­ing­ar á nátt­úru­undri við Rauð­fossa­kvísl í sjón­varpi. Skipu­lögð göngu­leið á svæð­ið. Hún fagn­ar um­ræð­unni en held­ur sínu striki.

Lára svarar fyrir sig: Ekkert leyndarmál við Rauðfossakvísl

„Þessi staður á fullt erindi í þáttinn. Þetta er ekki síst gert fyrir fólkið sem ekki á þess kost að ferðast um landið sitt en fær að sjá þessu fallegu staði íslenskrar náttúru í sjónvarpi, segir Lára Ómarsdóttir dagskrárgerðarmaður vegna þeirrar gagnrýni sem fram er komin vegna þess að hún sýndi frá upptökum Rauðfossakvíslar, einum af fegurstu stöðum íslenskrar náttúru í þætti sínum, Ferðastiklum, í gærkvöld.

Páll Ásgeir Ásgeirsson leiðsögumaður taldi rangt að vekja athygli á svæðinu sem þoli ekki mikinn ágang ferðafólks. Lýsti hann birtingu í Ferðastiklum sem „óhappaverki. Mikil umræða hefur orðið vegna þess sjónarmiðs og sýnist sitt hverjum. Lára segist virða þær skoðanir sem fram hafi komið um að ekki eigi að vekja athygli á viðkvæmum stöðum í náttúrunni.

„Umræðan er af hinu góða en ég hvika ekki frá því að þetta átti erindi í þáttinn minn. Ég treysti fólki vel til þess að fara varlega þar sem um er að ræða viðkvæm svæði og ganga vel um Ísland, segir hún.

Myndskeið Láru frá Rauðfossakvísl vakti mikla athygli. Undurfagurt er þar yfir að líta. Í rauðum farvegi fossins blasa við slíkar kynjamyndir að menn hafda verið agndofa. Lára segir að umrædd leið frá Dómadalsleið að upptökum Rauðfossakvíslar sé opinber og vandalaust fyrir flesta að finna staðinn.

„Meðfram henni er skipulögð gönguleið á vegum sveitarfélagssins Rangaárþings ytra. Ég fékk upplýsingar um þennan stað frá fólki sem farið hafði í skipulagðar ferðir þangað, segir Lára sem hyggst ótrauð halda áfram að sýna þjóðinni gimsteina íslenskrar náttúru.

 
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Rauðufossakvísl

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár