Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Lára svarar fyrir sig: Ekkert leyndarmál við Rauðfossakvísl

Lára Óm­ars­dótt­ir kipp­ir sérr ekki við harða gagn­rýni vegna sýn­ing­ar á nátt­úru­undri við Rauð­fossa­kvísl í sjón­varpi. Skipu­lögð göngu­leið á svæð­ið. Hún fagn­ar um­ræð­unni en held­ur sínu striki.

Lára svarar fyrir sig: Ekkert leyndarmál við Rauðfossakvísl

„Þessi staður á fullt erindi í þáttinn. Þetta er ekki síst gert fyrir fólkið sem ekki á þess kost að ferðast um landið sitt en fær að sjá þessu fallegu staði íslenskrar náttúru í sjónvarpi, segir Lára Ómarsdóttir dagskrárgerðarmaður vegna þeirrar gagnrýni sem fram er komin vegna þess að hún sýndi frá upptökum Rauðfossakvíslar, einum af fegurstu stöðum íslenskrar náttúru í þætti sínum, Ferðastiklum, í gærkvöld.

Páll Ásgeir Ásgeirsson leiðsögumaður taldi rangt að vekja athygli á svæðinu sem þoli ekki mikinn ágang ferðafólks. Lýsti hann birtingu í Ferðastiklum sem „óhappaverki. Mikil umræða hefur orðið vegna þess sjónarmiðs og sýnist sitt hverjum. Lára segist virða þær skoðanir sem fram hafi komið um að ekki eigi að vekja athygli á viðkvæmum stöðum í náttúrunni.

„Umræðan er af hinu góða en ég hvika ekki frá því að þetta átti erindi í þáttinn minn. Ég treysti fólki vel til þess að fara varlega þar sem um er að ræða viðkvæm svæði og ganga vel um Ísland, segir hún.

Myndskeið Láru frá Rauðfossakvísl vakti mikla athygli. Undurfagurt er þar yfir að líta. Í rauðum farvegi fossins blasa við slíkar kynjamyndir að menn hafda verið agndofa. Lára segir að umrædd leið frá Dómadalsleið að upptökum Rauðfossakvíslar sé opinber og vandalaust fyrir flesta að finna staðinn.

„Meðfram henni er skipulögð gönguleið á vegum sveitarfélagssins Rangaárþings ytra. Ég fékk upplýsingar um þennan stað frá fólki sem farið hafði í skipulagðar ferðir þangað, segir Lára sem hyggst ótrauð halda áfram að sýna þjóðinni gimsteina íslenskrar náttúru.

 
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Rauðufossakvísl

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár