Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Lára skömmuð fyrir að afhjúpa leynda náttúruperlu

Í Ferð­astikl­um í gær sýndi Lára Óm­ars­dótt­ir nátt­úr­und­ur við upp­tök Rauð­fossa­kvísl­ar. „Óhappa­verk," seg­ir far­ar­stjóri. Ótt­ast að ferða­menn fót­umtroði svæð­ið. Þegj­andi sam­komu­lag var um að vísa ekki á undr­ið.

Lára skömmuð fyrir að afhjúpa leynda náttúruperlu
Leyndarmálið upplýst Lára Ómarsdóttir sjónvarpskona er skömmuð fyrir að vísa ferðamönnum á náttúruperlu við Dómadal sem þolir illa ágang. Myndin er úr þætti hennar.

„Það var því mikið óhappaverk af Láru Ómarsdóttur að fjalla um uppsprettuna eins og hún gerði í Ferðastiklum í kvöld. Verði það til þess að ástand staðarins breytist og spillist þá ber hún ríka ábyrgð og þeir sem gerðu þáttinn með henni,” skrifar Páll Ásgeir Ásgeirsson, fararstjóri og náttúruunnandi á Facebook, í gærkvöld eftir að opinberlega var fjallað um náttúruperlu við Dómadal.

Lára Ómarsdóttir, dagskrárgerðarmaður Sjónvarpsins, sýndi í þætti sínum, Ferðastiklur, í gærkvöld frá náttúruperlunni við upptök Rauðfossakvíslar við Dómadal. Þegjandi samkomulag hefur verið um það hingað til að vísa ekki á þennan stað til að ferðamenn fótumtroði ekki staðinn sem er einkar viðkvæmur fyrir ágangi.

Páll Ásgeir ÁsgeirssonÁsamt eiginkonu sinni við Hrolleifsborg.

„Menn hafa lengi vitað um náttúruperluna sem upptök Rauðufossakvíslar við Dómadal eru. Þetta er þó staður sem myndi missa mikið af töfrum sínum ef örþunn mosabreiðan yrði útsporuð af fótsporum fjöldans. Ég hef mjög sjaldan séð myndir opinberlega af þessum stað og veit t.d. að þeim var sleppt þegar Ólafur Örn Haraldsson skrifaði frábæra árbók Ferðafélags Íslands um þetta svæði 2010. Það ríkti eins konar samstaða meðal útivistarfólks og staðkunnugra um að best væri að hafa þetta svona, að hafa þennan stað sem hálfopinbert leyndarmál,“ skrifar Páll Ásgeir sem annast leiðsögn ferðamanna fyrir ferðaþjónustufyrirtækið Exstreme Iceland.  

Miklar áhyggjur 

Margar athugasemdir eru skrifaðar við færslu Páls Ásgeirs. Einn bendir honum að að bækur hans fjalli á köflum um viðkvæma staði í náttúru Íslands. 

Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands og höfundur árbókar Ferðafélags Íslands um þetta svæði, tekur undir með Páli Ásgeiri.

„Já, rétt er það sem hér kemur fram að við erum mörg sem höfum miklar áhyggjur af átroðningi á uppsprettuna við Rauðufossafjöll og Græna hrygginn. Af ásettu ráði hefur verið þagað yfir uppsprettunni, bæði í árbók FÍ 2010 og bók Guðna Olgeirssonar um þessar slóðir sem Ferðafélagið gaf út. Ég hef líka alltaf verið hugsi yfir að við birtum Græna hrygg í árbókinni. Umhverfi uppsprettunnar þolir bókstaflega engan ágang. Þarna hafa ferðamenn dregið skó af fótum sér til að spilla sem minnst. Samt sér nú þegar á ofurviðkvæmum gróðri og annarri náttúru.Við höfum velt fyrir okkur af stofna nokkurs konar verndar- og hollvinasamtök um þessa staði þ.e. uppsprettuna og Græna hrygg. Hafa þarf fjallmenn á Landmannaafrétti með í ráðum. Þeir hafa manna lengst vitað af þessum stöðum og ekki sagt frá þeim. Auðvitað var ekki við því að búast að þetta gæti farið algerlega leynt en við litum svo á að ekki væri ástæða til að auglýsa staðinn,“ skrifar Ólafur.

Árni skalf af hrifningu

Annar náttúruunnandi og fararstjóri, Árni Tryggvason, er ósammála þessum sjónarmiðum og telur nauðsynlegt að fólk viti af náttúruperlunni til að ekki fari fyrir henni eins og gerðist á Kárahnúkum.

Árni TryggvasonFékk skammir fyrir að myndbirta svæðið.

„Ég er á báðum áttum. Sjálfur fór ég þarna í sumar og varð heltekinn. Hef aldrei upplifað magnaðri stað. Myndaði og birti og fékk skammir þó ég hafi gætt þess að segja ekki hvar þetta væri né birta myndir sem fólk gæti áttað sig á staðháttum og þannig fundið staðinn. Höfum í huga að ýmsum perlum hefur verið eytt vegna þess að svo fáir þekktu þær. Munum Kárahnúka sem drekkt var með þeim rökum. Þá skipti engu máli fossarnir og gljúfrin. „Það höfðu svo fáir séð þetta“ var ein réttlætingin. Með því að birta myndir af perlum, þá er þeim hugsanlega bjargað.Læt hér fylgja mína mynd af fossinum. Ég stóð þarna undir og skalf af hrifningu. Í fossinum voru ótal andlit og hann minnti mig einna helst á Guernicu meistara Picassos. Þökkum fyrir að þarna upp eftir liggur ekki vegur. Gangan er 5 km. og ekki fyrir hvern sem er,“ skrifar Árni. 

Ekki náðist í Láru Ómarsdóttur í morgun þar sem hún var á fundi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Rauðufossakvísl

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár