Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Lára skömmuð fyrir að afhjúpa leynda náttúruperlu

Í Ferð­astikl­um í gær sýndi Lára Óm­ars­dótt­ir nátt­úr­und­ur við upp­tök Rauð­fossa­kvísl­ar. „Óhappa­verk," seg­ir far­ar­stjóri. Ótt­ast að ferða­menn fót­umtroði svæð­ið. Þegj­andi sam­komu­lag var um að vísa ekki á undr­ið.

Lára skömmuð fyrir að afhjúpa leynda náttúruperlu
Leyndarmálið upplýst Lára Ómarsdóttir sjónvarpskona er skömmuð fyrir að vísa ferðamönnum á náttúruperlu við Dómadal sem þolir illa ágang. Myndin er úr þætti hennar.

„Það var því mikið óhappaverk af Láru Ómarsdóttur að fjalla um uppsprettuna eins og hún gerði í Ferðastiklum í kvöld. Verði það til þess að ástand staðarins breytist og spillist þá ber hún ríka ábyrgð og þeir sem gerðu þáttinn með henni,” skrifar Páll Ásgeir Ásgeirsson, fararstjóri og náttúruunnandi á Facebook, í gærkvöld eftir að opinberlega var fjallað um náttúruperlu við Dómadal.

Lára Ómarsdóttir, dagskrárgerðarmaður Sjónvarpsins, sýndi í þætti sínum, Ferðastiklur, í gærkvöld frá náttúruperlunni við upptök Rauðfossakvíslar við Dómadal. Þegjandi samkomulag hefur verið um það hingað til að vísa ekki á þennan stað til að ferðamenn fótumtroði ekki staðinn sem er einkar viðkvæmur fyrir ágangi.

Páll Ásgeir ÁsgeirssonÁsamt eiginkonu sinni við Hrolleifsborg.

„Menn hafa lengi vitað um náttúruperluna sem upptök Rauðufossakvíslar við Dómadal eru. Þetta er þó staður sem myndi missa mikið af töfrum sínum ef örþunn mosabreiðan yrði útsporuð af fótsporum fjöldans. Ég hef mjög sjaldan séð myndir opinberlega af þessum stað og veit t.d. að þeim var sleppt þegar Ólafur Örn Haraldsson skrifaði frábæra árbók Ferðafélags Íslands um þetta svæði 2010. Það ríkti eins konar samstaða meðal útivistarfólks og staðkunnugra um að best væri að hafa þetta svona, að hafa þennan stað sem hálfopinbert leyndarmál,“ skrifar Páll Ásgeir sem annast leiðsögn ferðamanna fyrir ferðaþjónustufyrirtækið Exstreme Iceland.  

Miklar áhyggjur 

Margar athugasemdir eru skrifaðar við færslu Páls Ásgeirs. Einn bendir honum að að bækur hans fjalli á köflum um viðkvæma staði í náttúru Íslands. 

Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands og höfundur árbókar Ferðafélags Íslands um þetta svæði, tekur undir með Páli Ásgeiri.

„Já, rétt er það sem hér kemur fram að við erum mörg sem höfum miklar áhyggjur af átroðningi á uppsprettuna við Rauðufossafjöll og Græna hrygginn. Af ásettu ráði hefur verið þagað yfir uppsprettunni, bæði í árbók FÍ 2010 og bók Guðna Olgeirssonar um þessar slóðir sem Ferðafélagið gaf út. Ég hef líka alltaf verið hugsi yfir að við birtum Græna hrygg í árbókinni. Umhverfi uppsprettunnar þolir bókstaflega engan ágang. Þarna hafa ferðamenn dregið skó af fótum sér til að spilla sem minnst. Samt sér nú þegar á ofurviðkvæmum gróðri og annarri náttúru.Við höfum velt fyrir okkur af stofna nokkurs konar verndar- og hollvinasamtök um þessa staði þ.e. uppsprettuna og Græna hrygg. Hafa þarf fjallmenn á Landmannaafrétti með í ráðum. Þeir hafa manna lengst vitað af þessum stöðum og ekki sagt frá þeim. Auðvitað var ekki við því að búast að þetta gæti farið algerlega leynt en við litum svo á að ekki væri ástæða til að auglýsa staðinn,“ skrifar Ólafur.

Árni skalf af hrifningu

Annar náttúruunnandi og fararstjóri, Árni Tryggvason, er ósammála þessum sjónarmiðum og telur nauðsynlegt að fólk viti af náttúruperlunni til að ekki fari fyrir henni eins og gerðist á Kárahnúkum.

Árni TryggvasonFékk skammir fyrir að myndbirta svæðið.

„Ég er á báðum áttum. Sjálfur fór ég þarna í sumar og varð heltekinn. Hef aldrei upplifað magnaðri stað. Myndaði og birti og fékk skammir þó ég hafi gætt þess að segja ekki hvar þetta væri né birta myndir sem fólk gæti áttað sig á staðháttum og þannig fundið staðinn. Höfum í huga að ýmsum perlum hefur verið eytt vegna þess að svo fáir þekktu þær. Munum Kárahnúka sem drekkt var með þeim rökum. Þá skipti engu máli fossarnir og gljúfrin. „Það höfðu svo fáir séð þetta“ var ein réttlætingin. Með því að birta myndir af perlum, þá er þeim hugsanlega bjargað.Læt hér fylgja mína mynd af fossinum. Ég stóð þarna undir og skalf af hrifningu. Í fossinum voru ótal andlit og hann minnti mig einna helst á Guernicu meistara Picassos. Þökkum fyrir að þarna upp eftir liggur ekki vegur. Gangan er 5 km. og ekki fyrir hvern sem er,“ skrifar Árni. 

Ekki náðist í Láru Ómarsdóttur í morgun þar sem hún var á fundi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Rauðufossakvísl

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu