Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Menningarlegt stórslys að eiga sér stað við Íslandsstrendur

Ein­ung­is 40 millj­ón­um var­ið í forn­leifa­rann­sókn­ir á ári. Fjár­veit­ing­ar ekki upp í nös á ketti, seg­ir áhuga­mað­ur um strand­m­inj­ar. Skipu­legg­ur ráð­stefnu til vernd­ar strand­m­inja.

Menningarlegt stórslys að eiga sér stað við Íslandsstrendur
Másbúðir Másbúðir er að finna rétt hjá Sandgerði. Þar var áður stórútgerð. Hér sést hvernig jarðvegurinn hefur horfið vegna ágangs sjávar. Mynd: Sigurjóna Guðnadóttir

„Það er að eiga sér stað menningarlegt stórslys á Íslandi, það er bara ekki hægt að kalla það öðru nafni,“ segir Eyþór Eðvarðsson í samtali við Stundina, en hann átti frumkvæði að átaki til verndar strandminja við Ísland. Laugardaginn 18. apríl næstkomandi verður haldin ráðstefna á Hótel Sögu um málefni minja sem eru í hættu vegna ágangs sjávar. Eyþór segir þetta mestmegnis vera sjávarútvegsminjar; naust, varir, verbúðir, fiskgarða, en einnig bæjarhóla og aðrar minjar tengdar landbúnaði. „Þetta er bara að hverfa mjög hratt. Það hefur eitthvað gerst með brimrót hérna við Ísland, það er að aukast. Fornleifafræðingar sem hafa verið að grafa við strendur tala um þetta, en við höfum einnig verið að rýna í loftmyndir og það sést alveg klárlega að rofið er orðið það mikið að það stefnir í að við missum þetta næstum því allt saman ef við grípum ekki inn í.“

Stórmerkilegar minjar að hverfa

Eyþór tekur dæmi um Siglunesið á Siglufirði. „Á þessu svæði eru stórmerkilegar minjar sem eru dagsettar alveg frá fyrstu tíð Íslands, frá því Siglfirðingar byrjuðu að veiða fisk. Þar eru fullt af verbúðum og meðal annars öskuhaugar með fiskbeinum sem miklu fleiri en fornleifafræðingar geta rannsakað. Siglunesið sjálft á tíu til fimmtán ár eftir og þá er það horfið,“ segir Eyþór. Þá segir hann ástandið einnig afar slæmt á Norðurlandi Vestra, þar sem um 80 prósent af minjum eru að hverfa. Á Vestfjörðum sé staðan svipuð. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár