Listamennirnir Johannes Stötter og Vilija Vitkuté ferðuðust um Ísland í vor og tóku einstakar ljósmyndir þar sem líkami Viliju rennur saman við íslenska náttúru. Johannes er heimsþekktur líkamsmálari sem segist alltaf hafa langað að heimsækja Íslands. „Ég er heillaður af íslenski náttúru, fólkinu, menningunni og einnig trú Íslendinga á álfa,“ segir hann í samtali við Stundina.
Johannes kynntist Viliju Vitkuté, líkamsmálara og kvikmyndatökukonu frá Litháen, á líkamslistakeppni í Sviss árið 2013. Þau urðu góðir vinir og Vilija sagði Johannesi frá Íslandi, en hún hafði
Athugasemdir