Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Einn vinsælasti skemmtistaður landsins logar í illdeilum

Eig­end­ur Aust­ur leita til lög­reglu og kæra á víxl. Helm­ingseig­andi vildi reka Ás­geir Kol­beins, sem náði að halda rekstr­in­um gang­andi.

Einn vinsælasti skemmtistaður landsins logar í illdeilum

Harðvítugar deilur milli eigenda Austurs, eins vinsælasta skemmtistaðar landsins, hafa ratað til lögreglu, ríkislögreglustjóra, sérstaks saksóknara, innanríkisráðuneytisins og sýslumanns og eru á leið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. 

„Ég vil að lögreglan loki staðnum,“ segir Kamran Keivanlou, stjórnarformaður 101 Austurstrætis ehf, rekstrarfélags Austurs. 

Kamran hefur gert ítrekaðar tilraunir til að fá lögreglu til að loka staðnum og stöðva reksturinn. Ásgeir Kolbeinsson, framkvæmdastjóri og annar eigandi, hefur gripið til sinna eigin ráða til að halda skemmtistaðnum gangandi.

Nýtt félag tekur við greiðslum

Austur er í eigu tveggja tvíeykja til helminga: Ásgeirs Kolbeinssonar og Styrmis Þórs Bragasonar, annars vegar, og Kamrans og viðskiptafélaga hans frá Íran. Þeir síðarnefndu sömdu við þá fyrrnefndu um að kaupa staðinn í tveimur áföngum. Aðeins helmingur hefur verið greiddur.

Kamran og félagi hans létu loka reikningum og posum 101 Austurstrætis á Austur fyrir skemmstu vegna deilna sem snerust um að þeir töldu Ásgeir ekki hafa staðið nægilega vel við samkomulag um sameiginlega prókúru, sem fæli í sér að þeir samþykktu allar greiðslur út úr félaginu. 

Til þess að forðast lokun staðarins fékk Ásgeir Kolbeinsson annað einkahlutafélag, Austurstræti 5 ehf, til þess að taka við greiðslum og starfrækja posa. Sú staða er komin upp á Austur að vínveitingaleyfi og leiga á húsnæðinu eru stíluð á eitt fyrirtæki en sala á áfengi á staðnum fer fram í gegnum annað félag. Þegar viðskiptavinur kaupir drykk á Austur er greiðslan innheimt af nýja félaginu.

„Þeir ættu að loka þessum stað,“ segir Kamran. „Vínveitingaleyfið er gefið út á 101 Austurstræti. En posarnir eru núna tengdir við Austurstræti 5.“ Hann hefur skrifað sex bréf til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu vegna stöðunnar, en fengið lítil viðbrögð. Hvorki sýslumaður né lögregluembætti hafa metið kröfu hans réttmæta.

„Það er ekkert ólöglegt í gangi hérna,“ segir Ásgeir. Hann segir að þótt Austurstræti 5 taki við greiðslum renni þær til 101 Austurstrætis eins og áður. „Það er bara þjónustufyrirtæki sem sér um greiðslumiðlun fyrir félagið. Jafnframt hafa skattayfirvöldum verið sýndir þeir pappírar sem þau óskuðu eftir til að staðfesta okkar mál.“

Vildi reka Ásgeir Kolbeinsson

Ásgeir og viðskiptafélagi hans hafa stefnt Kamran fyrir dóm til að greiða að fullu kaupverðið á Austur, en Kamran hafði aðeins greitt helming kaupvirðis. Sjálfur neitar Kamran að borga og vísar til þess að Ásgeir hafi ekki staðið við samkomulag um að samþykki hans þyrfti fyrir öllum greiðslum og svo að skuldastaða félagsins hafi ekki verið kynnt rétt fyrir kaupin. Auk þess hafi arðgreiðslur átt að berast á þriggja mánaða fresti og áttu laun Ásgeirs að lækka ef hagnaðurinn yrði undir vissri upphæð.

Kamran og félagi hans samþykktu að Ásgeiri Kolbeinssyni yrði sagt upp sem framkvæmdastjóra félagsins í júní í fyrra. Fjórir eru í stjórn 101 Austurstrætis og því er stjórnin ófær um að taka ákvarðanir.

Ásgeir bendir á að í samkomulagi sem gert var um kaupin hafi komið fram að hann yrði framkvæmdastjóri þar til lokagreiðsla yrði innt af hendi.

„Við buðum honum meira að segja að kaupa hann út á sama verði og hann borgaði fyrir,“ segir Ásgeir. „Og hann vill það ekki. Hann vill hækka verðið um einhver fjörtíu prósent. Segir að það sé orðið meira virði, en á sama tíma er hann að skaða félagið. Og vill svo ekki borga sjálfur greiðsluna vegna þess að hann segir að hún sé svo há því að fyrirtækið sé ekki þess virði.”

Mál Ásgeirs og Styrmis gegn einkahlutafélagi Kamrans verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. Að auki eru kærur til skoðunar hjá lögreglu.

„Við stefndum honum til greiðslu á þessu. Auðvitað fer hann í gagnstefnu á móti og stefnir okkur fyrir að hitt og þetta hafi ekki staðist, og þess háttar. Það er ekkert launungamál að hann kærði okkur til lögreglu, bara til að varpa skugga á okkur. Það er ekkert í þessu. Við höfum ekkert að fela í þessu máli.“

Austur var opnað í kvöld klukkan 9, eins og áður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stríðið um næturklúbbinn Austur

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu