Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ásgeir segir starfsfólki Austurs hótað - stjórnarformaður segir rödd sína sviðsetta

Ás­geir kær­ir Kamr­an fyr­ir hót­an­ir. Kamr­an kær­ir Ás­geir til Sér­staks sak­sókn­ara. Seg­ir rödd sína svið­setta á upp­töku Ás­geirs.

Ásgeir segir starfsfólki Austurs hótað - stjórnarformaður segir rödd sína sviðsetta
Einn vinsælasti skemmtistaður landsins Staðurinn er til helminga í eigu Ásgeirs Kolbeinssonar og viðskiptafélaga, annars vegar, og Kamrans Keivanlou og viðskiptafélaga hans frá Íran, hins vegar.

Deilan um næturklúbbinn Austur fer harðnandi. Ásgeir Kolbeinsson framkvæmdastjóri og fulltrúi eigenda helmings hlutafjár, segir að Kamran Keivanlou, stjórnarformaður 101 Austurstrætis ehf., rekstrarfélags Austurs, hafi hótað sér og fjölskyldu sinni. 

Forsaga málsins er sú að Ásgeir hefur gripið til sinna eigin ráða eftir að Kamran og viðskiptafélagi hans létu loka reikningum félagsins vegna deilu við Ásgeir og Styrmi Þór Bragason, eigenda hins helmingsins. Ásgeir hefur fengið annað einkahlutafélag til að taka við greiðslum inni á staðnum, en það heitir Austurstræti 5 ehf. Skemmtistaðurinn Austur er skráður við Austurstræti 7. Þannig hefur hann náð að sneiða hjá aðgerðum stjórnarformanns og eigenda helmings hlutafjár, sem vildi láta loka staðnum, og náð að halda skemmtistaðnum gangandi.

Einn eigenda Austurs
Einn eigenda Austurs Styrmir Þór Bragason fer, ásamt Ásgeiri Kolbeinssyni, með helming eignarhlutar í 101 Austurstræti ehf, sem rekur Austur.

Segir rödd sína sviðsetta

Ásgeir hefur kært Kamran til lögreglu fyrir hótanir, sem hann segist meðal annars eiga á upptöku.

Í samtali við Stundina hafnar Kamran því að hafa hótað Ásgeiri. „Fyrir meira en mánuði síðan var ég boðaður til lögreglunnar ásamt lögmanni mínum vegna staðhæfingar Ásgeirs Kolbeinssonar um að ég væri að hóta honum. Ég hafnaði því hjá lögreglu og útskýrði að það sem hefði verið á upptökunni væri sviðsett rödd. Þetta væri ekki mín rödd. Og ég hótaði honum aldrei,“ fullyrðir Kamran. 

Kærði Ásgeir til Sérstaks saksóknara

„Ég kærði hann til Sérstaks saksóknara. Auk þess tilkynntum við til lögreglu að hann væri ólöglega að láta annað fyrirtæki taka við greiðslum og selja áfengi án vínveitingaleyfis. Lögreglan er að rannsaka þetta. Ég treysti lögreglunni og dómstólum til þess að komast að heilbrigðri niðurstöðu. Ég myndi aldrei hóta honum eftir að hafa kært hann til lögreglu. Það var ástæðulaust að hóta honum, við þurftum ekki að gera það vegna þess að við treystum lögreglunni til að klára málið.“

„Hann er að reyna að rugla fjölmiðla, lögregluna, önnur yfirvöld og íslensku þjóðina“

„Hann er að reyna að rugla fjölmiðla, lögregluna, önnur yfirvöld og íslensku þjóðina, vegna þess sem hann er að gera ólöglega á staðnum: Að reka annað fyrirtæki inni á staðnum og selja áfengi án vínveitingaleyfis.“

Bæði leiga á húsnæði Austurs og vínveitingaleyfið er skráð á félagið 101 Austurstræti, en félagið sem Ásgeir fékk til að sjá um að rukka fyrir drykki á staðnum hefur ekki leyfi til að bera. Hins vegar höfðu Ásgeir og Kamran gert samning um að félag Kamrans, Alfacom, myndi kaupa allan rekstur Austurs. Aðeins helmingur hefur verið greiddur og útskýrir Kamran það með því að skilyrði kaupsamnings hafi ekki verið uppfyllt, meðal annars hafi komið fram villandi upplýsingar um reksturinn fyrir sölu. 

Segir hótanir beinast að starfsfólki og fjölskyldu

Í samtali við Stundina segist Ásgeir eiga hótanir á upptöku, en Kamran segir röddina á upptökunni vera sviðsetta.

„Hann hefur oft hótað mér og starfsfólki fyrirtækins líka, en þar hefur í raun bara orð staðið á móti orði. Í þetta skipið náði ég að taka þetta upp á símann minn og að sjálfsögðu kærði ég það. Ég ætla ekki að taka því þegjandi að mér og fjölskyldu minni sé hótað. Hvað varðar innihald samtalsins vil ég ekki segja neitt meira um, enda er þetta komið inn á borð lögreglu og er vonandi í hraðri vinnslu þar, enda hefur mér aldrei áður verið hótað svona og finnst það eðlilega ekki góð tilfinning,“ segir Ásgeir. 

„Það er starfsfólk sem er á vitnalista lögmanns okkar vegna hótana.“

Aðspurður segist Ásgeir ekki vilja benda á vitni í málinu að svo stöddu, til staðfestingar á hótununum, þar sem hann vilji ekki setja starfsfólk sitt í þá aðstöðu. „Það er starfsfólk sem er á vitnalista lögmanns okkar vegna hótana. Ég auðvitað veit ekki hvort það verði kallað fyrir eða ekki, en ég verð samt að telja það líklegt. En auðvitað snýst þetta mál fyrst og fremst um að staðið verði við þann samning sem gerður var, og því með ólíkindum að því sé ekki leyft að ná til dómstóla án þess að farið sé í hótanir sem þessar. Þetta á auðvitað bara að leysa í réttarsal og punktur. Þannig leysir siðmenntað fólk sinn ágreining.“

Fyrirtaka í skuldamáli Ásgeirs og félaga gegn Kamran og félags hans verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn, en þar freistar Ásgeir þess að fá Kamran til að borga restina af kaupverði Austurs. Ekki er útilokað að fleiri mál vegna deilunnar fari fyrir dóm, en hún hefur komið inn á borð Sýslumannsins í Reykjavík, Ríkislögreglustjóra, Sérstaks saksóknara, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og innanríkisráðuneytisins.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stríðið um næturklúbbinn Austur

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár