Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum, hvetur Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, til að fela stjórnarmönnum Lindarhvols ehf að leita ráðgjafar erlendra sérfræðinga við umsýslu, fullnustu og sölu ríkiseigna sem orðið hafa til vegna stöðugleikaframlaga.
Fjármála- og efnahagsráðherra stofnaði Lindarhvol ehf og skipaði í stjórn þess þann 15. apríl síðastliðinn á grundvelli laga um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands sem Alþingi samþykkti 17. mars.
Athugasemdir