„Maður á alltaf að byrja smátt. Það er ekki hægt að breyta tilvist sinni með átaki, áhlaupi eða steyttum hnefa,“ segir Guðni Gunnarsson, stofnandi og upphafsmaður Rope Yoga-hugmyndafræðinnar. Guðni Gunnarsson er einn af frumkvöðlum Íslands á sviði líkams- og heilsuræktar. Hann skrifaði bókina Máttur athyglinnar.
„Ég segi fólki gjarnan að ef það vill byrja þá eru tvær æfingar sem ég held meira upp á en nokkuð annað. Aðra æfinguna kalla ég Eyrúnu en það er vegna þess að ég nota þumlana og held um eyrnasneplana á mér og geri hnébeygjur. Ef fólk gerir 10 hnébeygjur á dag, hægt og í vitund þá eru það 70 á viku og 3.600 á ári. Það er magnað að sjá hve miklar og jákvæðar breytingar verða á einum einstaklingi á örfáum vikum.“
Athugasemdir