Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Segir Hildi Lilliendahl veika: „Ég mun biðja fyrir þér“

Hild­ur Lilliendahl birt­ir skjá­skot af skila­boð­um sem Jón Gunn­ar Sæv­ars­son sendi henni í há­deg­inu. Jón Gunn­ar er eig­andi Orange Proj­ect fé­lags sem sér­hæf­ir sig í leigu á skrif­stof­um. Fé­lag­ið býð­ur jafn­framt upp á al­manna­tengsl.

Segir Hildi Lilliendahl veika: „Ég mun biðja fyrir þér“

„Góðan daginn og gleðilegt nýtt ár. Ég mun biðja fyrir þér, þú ert greinilega mikið veik. b.kv. JGS,“ segir Jón Gunnar Sævarsson, eigandi almannatengslafélagsins og skrifstofuhótelanna Orange Project  í skilaboðum til Hildar Lilliendahl í hádeginu.

Skilaboðin „upp úr þurru“

Rekur almannatengslaþjónustu
Rekur almannatengslaþjónustu Jón Gunnar Sævarsson vildi ekki tjá sig um skilaboð til Hildar Lilliendahl.

Hildur segir engan aðdraganda að þessum skilaboðum. „Engin forsaga mér vitanlega. Þetta kom bara núna í hádeginu upp úr þurru. Jólaandinn eða eitthvað,“ segir Hildur. Jón Gunnar vildi ekkert tjá sig um málið. „Já, hvað með það? Það er bara no comment,“ svaraði Jón Gunnar spurður um hvers vegna hann hafi ákveðið að senda þessi skilaboð.

Stuttu eftir samtalið sendi Jón Gunnar blaðamanni tölvupóst. „Ert þú með aðgang að einkaskilaboðum Hildar?“ spurði hann.

Helsta starfsemi félags Jóns Gunnars er leiga skrifstofurýmis til einyrkja og minni félaga. Auk þess býður það upp á ýmsar „lausnir“ fyrir félög svo sem bókhaldsþjónustu, ritara- og lögfræðiþjónustu sem og almannatengsl.

„Þarftu að ná til fjöldans? Vekja á þér athygli? Kynna nýja vöru eða þjónustu? Standa vörð um ímynd þína? Ná tökum á neikvæðri umræðu eða vekja athygli á einhverju jákvæðu?

„Í þessum efnum vitum við upp á okkar tíu fingur hvað við erum að gera.“

Samanlögð reynsla starfsfólks Orange Project við fjölmiðla, markaðssetningu og ímyndarvinnu hleypur á áratugum. Í þessum efnum vitum við upp á okkar tíu fingur hvað við erum að gera og höfum yfir að ráða gríðarlega umfangsmiklu tengslaneti,“ segir í lýsingu á starfseminni.

Hildur hefur vakið mikla athygli undanfarin ár bæði vegna ummæla sem aðrir hafa látið falla um hana sem og ummæli sem hún sjálf hefur látið falla. Árið 2012 bjó hún til síðuna Karlar sem hata konur á Facebook þar sem hún tók saman ummæli sem hún taldi vera fjandsamleg konum. Í kjölfar þess varð hún ein umtalaðasta kona Íslands og fékk fjölda haturspósta. Árið 2014 greindi Hafdís Huld frá því að hún hafi orðið fyrir einelti Hildar á netinu. 

Ásökun um ófrægingarherferð

Einn starfsmanna Orange Project hefur eldað grátt silfur við Hildi um nokkurt skeið. Nú síðast í sumar greindi DV frá því að hann hefði skrifað stöðufærslu þar sem hann sakaði Hildi um að vera í ófrægingarherferð gegn sér. 

„Æskuástin mín, fyrsta eiginkonan mín og móðir tveggja elstu barna minna var að segja mér að það sé smear campaign í gangi gegn mér og Führer Hildur Lilliendahl sé að safna sögum um mig. Go crazy maðafakkass. Setjum einn morðingjahamar í hausinn á mér í leiðinni,“ skrifaði starfsmaðurinn í sumar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár