Lísa Rún Guðlaugsdóttir fór nýlega á hárgreiðslustofu í klippingu. Hún var lengi búin að vera með sítt hár og ákvað að breyta til og verða stutthærð.
„Ég ætlaði að láta klippa mikið af hárinu og var ekki búin að láta neinn vita af því. Ég var líka búin fyrir löngu að ákveða að þegar að því kæmi þá myndi ég gefa hárið. Ég hafði lesið á netinu um bandarísku samtökin Locks of Love sem safna hári í hárkollur sem gefnar eru börnum og ungmennum sem misst hafa hárið vegna sjúkdóma en tengdi það ekki saman fyrr en allt í einu þar sem ég sat í stólnum á hárgreiðslustofunni. Ég sagði hárgreiðslukonunni að ég ætlaði að gefa hárið. Hún vissi ekki hvað hún ætti að gera en samstarfskona hennar sagði að hún ætti bara að flétta hárið.“
Hárið var fléttað og fléttan síðan klippt af.
Athugasemdir