Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Rithöfundur vill ekki tjá sig um bók sem hann skrifaði fyrir GAMMA

Rit­höf­und­ur­inn Bragi Ólafs­son neit­ar að tjá sig um bók­ina sem gef­in var út af GAMMA fyr­ir síð­ustu jól. Verk­ið er óað­gengi­legt öðr­um. Formað­ur Fé­lags ís­lenskra bóka­út­gef­enda seg­ir mál­ið ekki eins­dæmi.

Rithöfundur vill ekki tjá sig um bók sem hann skrifaði fyrir GAMMA
Bragi Ólafsson

„Ég hef í rauninni ekkert um þetta að segja,“ segir Bragi Ólafsson rithöfundur við spurningum blaðamanns um nóvelluna Bögglapóststofuna. Bókin kom út fyrir síðustu jól á vegum fjárfestingafyrirtækisins GAMMA (GAM Management hf.) og var aðeins aðgengileg 300 vinum og viðskiptavinum fyrirtækisins. DV fjallaði um málið í gær og þá hefur bókabloggsíðan Druslubækur og doðrantar einnig vakið athygli á útgáfunni. Bókin mun vera fyrsta sagan í ritröð.  

Bragi segist sjálfur ekki vita til þess að bók hafi áður verið gefin út með þessum hætti hér á landi, þar sem fyrirtæki pantar skáldverk hjá höfundi og gefur útvöldum vildarvinum. Þess má geta að bókin var tilnefnd til íslensku auglýsingaverðlaunanna fyrr á þessu ári fyrir beina markaðssetningu. Bragi vill ekki tjá sig um tilnefninguna né svara því hvort verkið hafi verið sérstaklega skrifað fyrir GAMMA. Í kynningartexta sem fylgdi bókinni segir orðrétt: „Haft var samband við Braga Ólafsson rithöfund og hann beðinn um að semja sögu, nóvellu, sem síðan var prentuð og gefin út í 300 tölusettum einstökum, nákvæmlega fyrir viðskiptavini GAMMA og enga aðra.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár