Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Rithöfundur vill ekki tjá sig um bók sem hann skrifaði fyrir GAMMA

Rit­höf­und­ur­inn Bragi Ólafs­son neit­ar að tjá sig um bók­ina sem gef­in var út af GAMMA fyr­ir síð­ustu jól. Verk­ið er óað­gengi­legt öðr­um. Formað­ur Fé­lags ís­lenskra bóka­út­gef­enda seg­ir mál­ið ekki eins­dæmi.

Rithöfundur vill ekki tjá sig um bók sem hann skrifaði fyrir GAMMA
Bragi Ólafsson

„Ég hef í rauninni ekkert um þetta að segja,“ segir Bragi Ólafsson rithöfundur við spurningum blaðamanns um nóvelluna Bögglapóststofuna. Bókin kom út fyrir síðustu jól á vegum fjárfestingafyrirtækisins GAMMA (GAM Management hf.) og var aðeins aðgengileg 300 vinum og viðskiptavinum fyrirtækisins. DV fjallaði um málið í gær og þá hefur bókabloggsíðan Druslubækur og doðrantar einnig vakið athygli á útgáfunni. Bókin mun vera fyrsta sagan í ritröð.  

Bragi segist sjálfur ekki vita til þess að bók hafi áður verið gefin út með þessum hætti hér á landi, þar sem fyrirtæki pantar skáldverk hjá höfundi og gefur útvöldum vildarvinum. Þess má geta að bókin var tilnefnd til íslensku auglýsingaverðlaunanna fyrr á þessu ári fyrir beina markaðssetningu. Bragi vill ekki tjá sig um tilnefninguna né svara því hvort verkið hafi verið sérstaklega skrifað fyrir GAMMA. Í kynningartexta sem fylgdi bókinni segir orðrétt: „Haft var samband við Braga Ólafsson rithöfund og hann beðinn um að semja sögu, nóvellu, sem síðan var prentuð og gefin út í 300 tölusettum einstökum, nákvæmlega fyrir viðskiptavini GAMMA og enga aðra.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár