Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Rithöfundur vill ekki tjá sig um bók sem hann skrifaði fyrir GAMMA

Rit­höf­und­ur­inn Bragi Ólafs­son neit­ar að tjá sig um bók­ina sem gef­in var út af GAMMA fyr­ir síð­ustu jól. Verk­ið er óað­gengi­legt öðr­um. Formað­ur Fé­lags ís­lenskra bóka­út­gef­enda seg­ir mál­ið ekki eins­dæmi.

Rithöfundur vill ekki tjá sig um bók sem hann skrifaði fyrir GAMMA
Bragi Ólafsson

„Ég hef í rauninni ekkert um þetta að segja,“ segir Bragi Ólafsson rithöfundur við spurningum blaðamanns um nóvelluna Bögglapóststofuna. Bókin kom út fyrir síðustu jól á vegum fjárfestingafyrirtækisins GAMMA (GAM Management hf.) og var aðeins aðgengileg 300 vinum og viðskiptavinum fyrirtækisins. DV fjallaði um málið í gær og þá hefur bókabloggsíðan Druslubækur og doðrantar einnig vakið athygli á útgáfunni. Bókin mun vera fyrsta sagan í ritröð.  

Bragi segist sjálfur ekki vita til þess að bók hafi áður verið gefin út með þessum hætti hér á landi, þar sem fyrirtæki pantar skáldverk hjá höfundi og gefur útvöldum vildarvinum. Þess má geta að bókin var tilnefnd til íslensku auglýsingaverðlaunanna fyrr á þessu ári fyrir beina markaðssetningu. Bragi vill ekki tjá sig um tilnefninguna né svara því hvort verkið hafi verið sérstaklega skrifað fyrir GAMMA. Í kynningartexta sem fylgdi bókinni segir orðrétt: „Haft var samband við Braga Ólafsson rithöfund og hann beðinn um að semja sögu, nóvellu, sem síðan var prentuð og gefin út í 300 tölusettum einstökum, nákvæmlega fyrir viðskiptavini GAMMA og enga aðra.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár