„Draumastjórnin er það að Björt framtíð sameinist Viðreisn og Viðreisn gangi inn í Sjálfstæðisflokkinn. Þá erum við í meirihluta,” sagði Brynjar Níelsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, í Bítinu á Bylgjunni um þá óskastöðu sína að Viðreisn með Bjarta framtíð innanborðs renni inn í Sjálfstæðisflokkinn.
Viðreisn og Björt framtíð koma fram sem heild hvað varðar stjórnarmyndunarviðræður. Fram hefur komið að flokkarnir hyggjast halda saman, hvort sem viðræður verða til vinstri eða hægri. Innan Bjartrar framtíðar er mikil andstaða við að flokkurinn gangi inn í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Róbert Marshall, fyrrverandi alþingismaður Bjartrar framtíðar, líkti slíku samstarfi viðSjálfstæðisflokkinn við það að tjaldað væri við hliðina á kjarnorkuveri.
Athugasemdir